Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Í FJÖLDA ára hefur Guðmundur Pét- ursson verið einn eft- irsóttasti leiguspilari landsins eða „ses- sion-spilari“. Gít- arleikur hans prýðir ógrynni platna og það virðist sama hvaða stílar eru lagð- ir inn á borð til hans, hann tæklar þá alla eins og að drekka vatn. Það segir sig sjálft að í þeirri vinnu getur Guðmundur ekki sinnt „eigin“ sköpun nema í takmörkuðum mæli. Hann ljær lögunum vissu- lega sín blæbrigði og eftirlætur þeim óskoraða fagmennsku en að langmestu leyti gengur leiguspilamennska út á það að spila eftir for- skrift annarra. Þessir þættir hljóta að vera valdurinn að því að Guðmundur springur út með látum sem tón- smiður á þessari annarri plötu sinni. Svo mikið var uppsafnað greinilega að lögin átta tútna bókstaflega út af mörgum hugmyndum og mis- munandi. Þá spilar líka inn í að heil ellefu ár eru síðan Guðmundur gaf út fyrstu plötu sína, Muzac. Hugmyndum ægir semsagt saman en það er ekki svo að framvindan sé losaraleg eða tætins- gleg, síður en svo. En tónlistarstefnu er ei hægt að pinna niður þar sem Guðmundur snertir á djassi, blúsi, rokki, proggi og nýbylgju og grautar þessu öllu saman og meiru til í þekki- lega blöndu sem heldur manni sperrtum frá fyrsta tóni til þess síðasta. Það er eins og Guð- mundur komi með allar þær stefnur sem hann hefur verið að spila undanfarin ár og snúi þeim einhvern veginn skemmtilega á rönguna, leiki sér með þær til að búa til eitthvað einstakt. Þannig kallar fyrsta lagið fram síðrokks- hetjur á borð við Tortoise, undirtónninn í senn framandi og skuggalegur. Annað lagið, „Dolly“, ber með sér Beck-lega strengi (í boði Hrafn- kels Orra Egilssonar, sem á stjörnuleik á plöt- unni) í bland við proggkennda sýru. Í lagi fjög- ur, „The Spirit Of St. Petersburg“, kíkir Miles Davis í heimsókn, nýbúinn að gefa út On the Corner og heilsar upp á hnausþykkan selló- hljóm og afskræmdan, vel svalan, gítarhljóm. Og sitthvað fleira er á seyði – bara í þessu eina lagi. Á þessum nótum er svo haldið áfram út plötuna. Hljómur allur er góður og innan um alla til- raunastarfsemina og æfingarnar gleymist mel- ódían aldrei. En um leið er allt opið hug- myndalega án þess að þráðurinn tapist nokkurn tíma. Guðmundur gleymir sér aldrei í innblásnum spuna, nokkuð sem hann gæti hæglega kysi hann svo, heldur stýrir hann lög- unum af festu og smekkvísi. Kannski verður þessari bráðvel heppnuðu plötu Guðmundar þó best lýst með heitinu á út- gáfufyrirtækinu sem stendur að henni: Genui- nelystrangerecords. Í alvörunni skrítið Guðmundur Pétursson/ GP – Ologies  Arnar Eggert Thoroddsen Geisladiskur TÓNLIST Viltu veðja? Reuters Furðulegt Nicole Kidman blés í didgeridoo við litla hrifningu sérfræðings í málefnum frumbyggja í Ástralíu sem sagði það ekkert hljóðfæri fyrir konur. Gottschalk og Hugh Jackman fylgjast með. Gamla brýnið Breski söngvarinn Tom Jones mætti til Stutt- gart. Ekki er vitað hvort hann tók What’s New Pussycat? Sexí Stúlkurnar í hljómsveitinni Pussycat Dolls tóku lagið, og líkt og venjulega beittu þær kynþokkanum óspart. Kúla Á meðal þeirra sem komu fram í þættinum var bandaríska söngkonan Anas- tacia sem söng eitt lag úr þessum forláta stól. Fjör í Stuttgart Hættulegt Þáttastjórn- andinn Thomas Gottschalk tekur upp á ýmsu, meðal annars svokölluðu hnífakasti. Eins og sjá má stóð honum ekki á sama. ÞAÐ var mikið um dýrðir í Stutt- gart í Þýskalandi á laugardaginn þegar sérstök hátíðarútgáfa af hin- um gríðarlega vinsæla sjónvarps- þætti Wetten dass...? var send út. Þátturinn er sendur út sex til sjö sinnum á ári frá hinum ýmsu borg- um í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, og nær hann oft um 50% áhorfi í hinum þýskumælandi heimi. Umsjónarmaður þáttarins er hinn síkáti Thomas Gottschalk sem fer afar óhefðbundnar leiðir í þátta- stjórnun. Á meðal gesta hans á laugardaginn voru Tom Jones, Ni- cole Kidman, Hugh Jackman og hljómsveitin Pussycat Dolls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.