Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þúsundir Ís-lendingahafa tapað
miklu fé í pen-
ingamark-
aðssjóðum bank-
anna, sem ekki
nutu sömu tryggingar ríkisins
og venjulegar bankainnistæð-
ur. Athyglisverð mynd er að
verða til af starfsemi pen-
ingamarkaðssjóða hinna föllnu
viðskiptabanka. Fjölmiðlar
hafa nánast þurft að toga með
töngum út úr nýju bönkunum
upplýsingar um eignasamsetn-
ingu sjóða gömlu bankanna
undir lokin. Nú liggur hún fyr-
ir.
Í fréttaskýringu Gunnhildar
Örnu Gunnarsdóttur í Morg-
unblaðinu í dag kemur fram að í
öllum bönkunum var fjárfest-
ingum peningamarkaðssjóð-
anna beint að verulegu leyti í
skuldabréf fyrirtækja, sem ým-
ist áttu bankana eða voru tengd
eigendum þeirra.
Þetta vekur óneitanlega
spurningar um hvort stjórn-
endur peningamarkaðssjóða
bankanna hafi haft hagsmuni
viðskiptavina sinna, sem lögðu
fé í þá, að leiðarljósi eða hvort
þeir hafi verið nýttir til að
hjálpa eigendunum.
Pétur Aðalsteinsson, for-
stöðumaður eignastýringar hjá
VBS fjárfestingarbanka, sagði
í grein hér í blaðinu í gær: „Í
umhverfi mikils lausa-
fjárskorts er til þess hvati [að
halda peninga-
markaðssjóðunum
að innistæðu-
eigendum] og mik-
ilvægt að skoðað sé
hvort bankarnir
hafi sést fyrir í við-
leitni sinni til þess
að sinna fjármögnunarþörfum
tengdra aðila og veigamestu
viðskiptavina sinna og ef til vill
lagt um of áherslu á sölu-
mennsku fremur en skynsama
ráðgjöf.“
Pétur bendir á að peninga-
markaðssjóðirnir hafi haft
óeðlilega mikið vægi í rekstri
sjóða bankanna. Þá hafi bank-
arnir veitt villandi og óljósar
upplýsingar um eignasamsetn-
ingu þeirra og ávöxtunar-
árangur. Þá telur Pétur að eft-
irlit með sjóðunum hafi
brugðizt og á þá væntanlega við
að Fjármálaeftirlitið hafi ekki
reynzt hlutverki sínu vaxið.
Allt þetta þarf að skoða
rækilega, eigi almenningur ein-
hvern tímann í framtíðinni eftir
að vilja leggja fé sitt í pen-
ingamarkaðssjóði á ný. Og
sömuleiðis þarf að upplýsa það,
sem enn liggur ekki fyrir;
hvernig samsetning sjóðanna
breyttist á síðustu mánuðunum
í starfsemi þeirra. Jókst þá
vægi skuldabréfa eigenda og
tengdra fyrirtækja, þrátt fyrir
augljósa áhættu?
Jafnvel þótt ekkert saknæmt
hafi átt sér stað, er það lág-
markskrafa að almenningur fái
að vita hvernig farið var með
sparifé hans.
Höfðu stjórnendur
sjóðanna hagsmuni
viðskiptavina að
leiðarljósi?}
Í hvers þágu?
Vandræðaástandblasir við í
fangelsismálum á
Íslandi. 80 til 120
milljónir vantar
upp á framlögin í
nýju fjárlaga-
frumvarpi til að reka fangelsin
eins og verið hefur. Vegna nið-
urskurðar þarf að loka stofn-
unum og er horft til Akureyrar
í þeim efnum. Ekki er hins veg-
ar neitt útlit fyrir að föngum
muni fækka á næstunni eða
dómar léttast.
Ef ekki verða gerðar neinar
breytingar á því með hvaða
hætti dæmdir menn afplána
dóma sína stefnir því í óefni. Nú
þegar bíða 200 manns þess að
hefja afplánun í íslenskum
fangelsum. Alvarleiki brots
mun ráða því hversu langur
biðtíminn er.
Það er ákaflega hæpið að
dæmdir menn bíði þess að af-
plánun hefjist og spurning
hvort ekki sé um að ræða brot á
mannréttindum. Svipting frels-
is er ekki léttvæg aðgerð. Með
fangelsun er einstaklingur tek-
inn úr umferð í tiltekinn tíma.
Líf hans er sett í bið. Ef hann
neyðist til að bíða eftir því að
geta hafið afplánun
þýðir það í raun að
dómurinn lengist
sem því nemur.
Það þarf því að
taka til alvarlegrar
athugunar hvort
ekki er hægt að haga afplánun
dóma með öðrum hætti en nú er
gert og til dæmis leggja ríkari
áherslu á samfélagsþjónustu og
meðferðarúrræði eins og Helgi
Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og prófessor við Háskóla
Íslands, segir í Morgunblaðinu
í gær. Það myndi ef til vill ekki
uppfylla kröfur um refsingu, en
gæti orðið vatn á myllu betr-
unar. Slíkar lausnir eiga hins
vegar ekki alltaf við og hljóta að
fara eftir eðli brota.
Kostnaðurinn við vistun
fanga vekur einnig til umhugs-
unar. Í máli Páls Winkels í um-
fjöllun Morgunblaðsins í gær
kemur fram að hver fangi kosti
ríkið 24 þúsund krónur á dag.
Þetta er þrisvar sinnum meira
en greitt er með dvalarrými á
elliheimili og rúmlega sex þús-
und krónum meira en borgað er
með einstaklingi í hjúkr-
unarrými. Getur það verið eðli-
legur munur?
Samræmist það
mannréttindum að
dæmdir menn bíði
afplánunar?}
Betrun eða refsing?
V
ið Sigurður G. Guðjónsson vorum í
gærkvöld vikulegir gestir í þætt-
inum Ísland í dag á Stöð 2 og vor-
um sammála um flest, en ekki
allt. Það er nú eins og það er í
sjónvarpsþáttum í beinni útsendingu, að
kannski kemur maður að svona 10% af því
sem maður hefði viljað segja, en gott og vel.
Aðeins að því sem ég ekki náði að segja, en
hefði svo gjarnan viljað sagt hafa. Sigurður
sagði að nú sýndist honum sem heldur væru
mál að róast og ríkisstjórnin sem nú situr ætti
því að hafa meiri frið til þess að vinna að þeim
mörgu úrlausnarverkefnum sem hún á að
vera og er vonandi að vinna að. Hann virtist
því nokkuð bjartsýnn á að nú yrði tekið til
hendinni.
Ég tek undir með Sigurði að það er rétt að
ríkisstjórnin þarf á vinnufriði að halda, hvort sem er í
skammtímaverkefnum, eins og þeim að moka flórinn frá
degi til dags, eða að leggja línurnar til framtíðar, þannig
að skipulega sé unnið að því á hvern veg við Íslendingar
vinnum okkur út úr þeim ógöngum sem við nú erum í.
En ég tek ekki undir það sjónarmið Sigurðar, að nú
séu mál að róast og að vinnufriður geti því verið fram-
undan fyrir ríkisstjórnina. Ég er nokkuð sannfærð um að
það eru jólahátíðin og áramót sem setja strik í reikning-
inn hjá mótmælendum einmitt þessa dagana, ekki það að
reiði, gremja og biturð almennings á Íslandi sé eitthvað á
undanhaldi. Fólk er einfaldlega komið í smáfrí frá mót-
mælunum og það sést ekki síst á því að þeir
sem boða til mótmæla eru stöðugt að fá minni
spámenn til þess að koma og tala sínu máli,
eða hvað?
Þvert á móti tel ég að strax upp úr áramót-
um, segjum mánudaginn 5. janúar 2009, þeg-
ar nýjar fjöldauppsagnir hafa dunið yfir þjóð-
ina, þegar fjölmörg fleiri fyrirtæki landsins
hafa gefist upp og lýst sig gjaldþrota, blasi á
nýjan leik við gríðarleg örvinglun á Íslandi.
Ég tel að þá munu óánægjuraddir heyrast í
himinhæðum á nýjan leik, þá mun verða kall-
að eftir grundvallarbreytingum, ekki plástr-
um hér og þar og reiði fólksins mun fá nýjan
og hærri tón en nokkru sinni fyrr.
Ástandið gæti í einni svipan breyst í grískt
ástand, þegar fólskulegt dráp grískra lög-
reglumanna á fimmtán ára unglingi kallaði
fram ástand sem nálgaðist borgarastyrjöld. Og hvar
stöndum við þá?
Kveikiþráðurinn hjá okkur Íslendingum styttist stöð-
ugt; þolinmæðin fer þverrandi; umburðarlyndi er að
verða fátítt fyrirbæri; samkennd með náunganum sömu-
leiðis; fyrirgefning er að verða nánast óþekkt fyrirbæri
og dómharkan vex dag frá degi (þótt hún muni vissulega
fá nokkurra daga frí yfir hátíð Frelsarans).
Ég held að við verðum að taka okkur sjálf til gagn-
gerrar endurskoðunar. Við tókum ekki öll þátt í leikjum
græðgisvæðingarinnar, en getum við horft framhjá því
að flest tókum við þátt í leiknum? agnes@mbl.is
Agnes
Bragadóttir
Pistill
Bjartsýni eða raunsæi
Símapeningar nýttir
að hluta - sumt í salt
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
F
ögur fyrirheit voru gefin
haustið 2005 þegar rík-
isstjórnin tilkynnti að
43 milljörðum af 66,7
milljarða söluandvirði
Símans yrði varið til framkvæmda af
ýmsu tagi fram til ársins 2012. Sam-
þykkt voru sérstök lög þar sem til-
greint var í hvað peningarnir skyldu
renna. M.a. var gert ráð fyrir að 18
milljarðar rynnu í fyrstu áfanga há-
tæknisjúkrahúss á Landspítalalóð-
inni við Hringbraut. Nú eru breyttar
aðstæður og í fyrradag var lagt fram
frumvarp á þingi þar sem lagt er til
að lögin um ráðstöfun söluandvirð-
isins verði felld úr gildi og ákvarð-
anir um fjármögnun þeirra fram-
kvæmda og verkefna sem þar er
fjallað um verði teknar árlega á vett-
vangi fjárlaga. Gert er ráð fyrir að
ýmsum framkvæmdum sem kveðið
er á um í lögunum verði frestað. Lík-
ast til mun það fé sem eftir stendur
af Símapeningunum renna inn í rík-
issjóð, en ekki lágu í fjármálaráðu-
neytinu í gær fyrir upplýsingar um
upphæðina.
Séu einstök verkefni skoðuð kem-
ur í ljós að til sumra þeirra hefur
stór hluti Símapeningsins skilað sér,
en meira vantar upp á annars staðar.
Árin 2005-2008 átti að leggja tvo
milljarða króna til Landspítala
vegna nýja háskólasjúkrahússins.
Samkvæmt upplýsingum Ingólfs
Þórissonar, verkefnisstjóra nýs há-
skólasjúkrahúss, skiluðu sér 1.290
milljónir af þessum peningum. Eftir
standa 16 milljarðar króna. Í endur-
skoðuðu fjárlagafrumvarpi er gert
ráð fyrir 400 milljónum á næsta ári
til undirbúnings framkvæmdunum.
G. Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að
þegar hafi ríflega 3,5 milljarðar af
þeim 15 sem áttu að renna til fram-
kvæmda í vegamálum verið notaðir.
Stærstur hluti peninganna, eða
átta milljarðar, átti að renna í gerð
Sundabrautar, sem nú hefur verið
frestað. Mörg þeirra verkefna sem
nota átti peningana fyrir Símann í
eru hafin, að sögn G. Péturs. Enn
hafi þó ekki verið byrjað á þremur
stórum verkefnum: Bræðratungu-
vegi um Hvítá, hringvegi um
Hornafjarðarfljót og tvöföldun
Reykjanesbrautar frá Kaldársels-
vegi að Krýsuvíkurvegi.
2,5 milljarðar króna áttu að renna
í Fjarskiptasjóð til uppbyggingar á
sviði fjarskiptamála, m.a. með bættri
farsímaþjónustu á landsbyggðinni,
víðtækari dreifingu stafræns sjón-
varps um gervihnött og átaki í há-
hraðatengingum. Róbert Marshall,
aðstoðarmaður samgönguráðherra,
segir að peningar til verkefnanna
hafi skilað sér. Enn eigi þó eftir að
ráðast í háhraðanetið en tilboð vegna
verksins hafa verið framlengd.
24 geðfatlaðir bíða enn úrræða
Einn og hálfur milljarður króna
átti að renna til búsetuúrræða fyrir
geðfatlaða. Þar af átti milljarður að
koma vegna sölu Landssímans en
500 milljónir úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra. Sveinn Magnússon, for-
maður Geðhjálpar, segir að um hjálp
til 160 einstaklinga á landinu öllu
hafi verið að ræða. Eins og er sé í
óvissu frágangur á málum 24 ein-
staklinga vegna fjárskorts, af 84 sem
áttu að fá aðstoð í Reykjavík.
Þær upplýsingar fengust hjá
Landhelgisgæslunni að stærstur
hluti Símaapeninganna hefði skilað
sér þangað. Landhelgisgæslan hafi
greitt þann hluta sem hún fékk af
Símapeningunum til nýs varðskips
og eftirlitsflugvélar.
? 13( +0
'$
@9$
H
.'
C
H &
17
O
)&
B
&
&
(P
'
13( +
!"#$%&'($ ) *
+,-!%. %
/! . %
/0' &1 # $
# .$ 2$
8
! " ; ;; ; 1
Eitt þeirra verkefna, sem frestað
hefur verið en átti að vinna fyrir
Landsímapeningana, er nýbygging
Árnastofnunar við Þjóðarbókhlöð-
una en þar átti m.a. að sýna gömlu
handritin. Vígja átti húsnæðið árið
2011 á 100 ára afmæli Háskóla Ís-
lands.
Vésteinn Ólason, forstöðumaður
Árnastofnunar, segir frestunina
vonbrigði. „En það er svo margt
sem er vonbrigði sem er að dynja yf-
ir og maður verður að taka þessu
eins og öðru,“ segir Vésteinn. Hann
kveðst vonast til þess að þegar rofa
fari til í ríkisfjármálunum og hjá
þjóðinni verði hugmyndin dregin
fram. „Það hefur verið hugmyndin
alveg frá því að handritin komu frá
Danmörku að reist yrði yfir þau
önnur og veglegri bygging en Árna-
garður.“ Þegar er búið að halda
hugmyndasamkeppni vegna bygg-
ingarinnar, þar sem Hornsteinar-
arkitektar báru sigur úr býtum.
BYGGINGU
FRESTAÐ
››