Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er alveg svakalegt, maður getur eiginlega
ekki kveikt á sjónvarpinu,“ segir leikskáldið Jón Atli
Jónasson, en rödd hans hljómar oftar í eyrum lands-
manna þessa dagana en raddir margra annarra.
Ástæðan er sú að Jón Atli les inn á allar sjónvarps-
auglýsingar Forlagsins sem birtast í nánast öllum aug-
lýsingatímum þessa dagana. „Þegar við lásum þetta inn
héldum við að þetta myndi bara drukkna í einhverju
Range Rover-auglýsingaflóði. En það var öðru
nær,“ segir Jón Atli sem telur að hann hafi les-
ið inn á tíu til tuttugu auglýsingar fyrir þessi
jól. Aðspurður segist hann vissulega lenda í því að fólk spyrji
hann hvar það hafi heyrt þessa rödd. „En ég er oftast búinn
að forða mér áður en það leggur saman tvo og tvo,“ segir Jón
Atli og hlær.
Hann telur þó ekkert of mikið af bókaauglýsingum fyrir
þessi jól, enda séu þetta góð bókajól. „Ég er í þeirri und-
arlegu stöðu að vera búinn að lesa nánast allt sem er að koma
út í bæði reyfurum og skáldsögum. Mér finnst þetta óvenju-
góð bókajól, hvort sem maður lítur til reyfara eða annarra
bókmennta - t.d. Algleymi eftir Hermann Stefánsson, Dimm-
ar rósir eftir Ólaf Gunnarsson og Konur eftir Steinar Braga.
En svo eru fleiri fínar bækur, til dæmis Menn sem hata kon-
ur, Fundið fé og Gomorra – þessi sannsögulega um ítölsku
mafíuna. Hún er nú eiginlega bara skyldulesning í þessu sam-
félagi sem við búum í í dag, enda fjallar hún um glæpamenn
sem líta fyrst og fremst á sig sem viðskiptamenn.“
Fólk spyr hvar það hafi heyrt þessa rödd
Röddin Jón Atli Jónasson leikritaskáld og þulur.
Tvennir tónleikar fóru fram á
nýjum skemmtistað í Hafnarfirði
um helgina, en sá heitir Dillon
Sportbar og mun vera útibú frá Dil-
lon á Laugaveginum.
Á föstudagskvöldið spiluðu
strákarnir í Jeff Who? á staðnum
og á laugardagskvöldið kom það í
hlut Sprengjuhallarinnar að reyna
að halda uppi stuðinu. Það reyndist
hins vegar hægara sagt en gert,
enda afar fámennt á staðnum.
Fregnir herma að fimm manns hafi
mætt á tónleikana á föstudags-
kvöldið, og sex á laugardeginum.
Hvort áhugaleysi Hafnfirðinga er
um að kenna skal ósagt látið, en lík-
legt verður þó að teljast að heima-
menn á borð við Botnleðju og
Björgvin Halldórsson hefðu laðað
fleiri gesti að.
Fámennir tónleikar
í Hafnarfirði
Sænska söngkonan Carola kem-
ur fram á jólatónleikum í Fíladel-
fíukirkjunni í kvöld kl. 20. Hún
kemur fram ásamt sænskum píanó-
leikara og flytur falleg jólalög sem
laða fram sannkallaða jólastemn-
ingu. Tónleikarnir eru hluti af tón-
leikaferð Carolu um Skandinavíu
en söngkonan er kannski best
þekkt fyrir þátttöku sína í Evr-
óvisjón en þá keppni vann hún árið
1991 með laginu „Fångad av en
Stormvind“. Carola kom til Íslands
á sama tíma í fyrra og hélt eft-
irminnilega tónleika í Grafarvogs-
kirkju. Fyrir þá sem koma þessari
sænsku dívu ekki fyrir sig þá er hér
að sjálfsögðu um að ræða sömu
sænsku söngkonu og Silvía Nótt
sakaði um að hafa komist áfram í
úrslitakeppni Evróvisjón árið 2006
með því að sænga hjá fram-
kvæmdastjóra keppninnar, Svante
Stockselius. Málið varð að miklu
fjölmiðlamáli í Svíþjóð og í raun
ótrúlegt að Carola skyldi á sínum
tíma taka það í mál að heimsækja
heimaland Silvíu heitinnar Nætur.
Carola hin sænska
í Fíladelfíu í kvöld
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„MÉR finnst þetta alveg geggjað,
sérstaklega þar sem ég hafði ekki
fylgst með laginu, það var bara allt í
einu komið á toppinn,“ segir tónlist-
armaðurinn Brynjar Már Valdi-
marsson, eða BMV eins og hann
kallar sig, um velgengni lagsins „Ru-
naway“ í Makedóníu. Það var í byrj-
un vikunnar sem Brynjar fékk
skeyti frá útvarpsstöðinni Radio 106
í Makedóníu um að lag hans væri á
toppnum yfir tuttugu vinsælustu
lögin þar í landi og allt liti út fyrir að
það héldi toppsætinu aðra viku í röð.
„Radio 106 er svipuð og FM 95,7 á
Íslandi með smáblandi af Rás 2.
Þetta er ein stærsta útvarpsstöðin í
Makedóníu og þeir spila lagið mitt
að meðaltali fjórtán sinnum á dag,
sem er rosaleg keyrsla,“ segir
Brynjar sem ætti að vita hvað hann
er að tala um því hann starfar sem
útvarpsmaður á FM 95,7 og tónlist-
arstjóri skemmtistaðarins Oliver.
Brynjar hefur áður náð inn á
þennan lista með lagið „Forget abo-
ut me“ sem komst í 19. sæti. Áður
hefur lag hans „Endlessly“ náð inn á
vinsældalista á Balí, í Kosovo og
Litháen og „In My Place“ náði efsta
sæti á grískum vinsældalista.
Ógeðslega stórt
Lögin vinsælu má öll finna á
fyrstu plötu Brynjars, The beginn-
ing, sem er komin út hér á landi en
fer í dreifingu erlendis eftir áramót.
„Platan verður gefin út í Makedóníu,
Balí, Belgíu og Indónesíu, þar sem
lögin hafa náð vinsældum,“ segir
Brynjar sem var staddur í Ameríku
er blaðamaður náði tali af honum.
„Ég er nú bara í síðbúnu sumarfríi
og jú reyndar aðeins að bardúsa í
músíkinni. En upptökustjórinn minn
og textahöfundarnir þrír eru allir í
Bandaríkjunum. Við erum að skoða
hvaða leiðir er best að fara hér í
landi en þetta er bara svo ógeðslega
stórt. Ég er meira að vinna í því að
koma plötunni út í Evrópu.“
Athygli vekur að útgáfuár plöt-
unnar er sagt vera 2009, en Brynjar
kveðst þó ekki hafa farið áravillt.
„Ég þoli ekki þá tilhugsun að gefa út
plötu í desember sem er allt í einu
orðin gömul í janúar. Með þessu hef
ég alveg 2009 til að dreifa henni er-
lendis.“
Rokkarar á Íslandi
Þrátt fyrir velgengni erlendis
heyrist ekki mikið í Brynjari hér
heima og spyr blaðamaður hvers
vegna hann telji það vera. „Ef þú ert
ekki að gera jaðartónlist ertu svolítil
blaðra, þú mátt ekki vera „main-
stream“. Ef þú horfir á flesta aðra
markaði þá virkar þetta líklega öf-
ugt, en á Íslandi eru allir svolitlir
rokkarar í jaðrinum og þá er allt
sem er pínulítið píkupopp svolítið
hallærislegt,“ segir Brynjar og hlær.
Brynjar er fullur af metnaði og er
samningsferli fyrir næstu plötu hans
komið af stað og ef allt gengur upp
verður hún komin út eftir ár. „Mað-
ur lifir bara einu sinni og á bara að
láta vaða. Það bankar enginn upp á
hjá þér og spyr hvort þig vanti
plötusamning, maður þarf bara að
hafa fyrir þessu sjálfur.“
Pínulítið píkupopp
Brynjar Már Valdimarsson kom lagi á toppinn í Makedóníu, hefur áður verið
á toppnum í Grikklandi Ekki vinsælt að vera „mainstream“ á Íslandi
Einlægur Brynjar Már á útgáfutónleikum sínum á Oliver fyrr í desember.
KÓR Menntaskólans í Reykjavík
heldur sína árvissu aðventutónleika
í Seltjarnarneskirkju í kvöld.
„Við erum alltaf með tvenna
fasta tónleika á ári, á aðventunni
og á vorin. Síðan reynum við að
sækja kóramót framhaldsskólanna
og fara eitthvað utan líka,“ segir
kórstjórinn Guðlaugur Viktorsson
um starfsemi kórsins.
Kórstemningin í MR er góð að
sögn Guðlaugs, sem hefur stjórnað
kórnum í þrjú ár. „Það er fín
stemning í kórnum og eykst hún
ár frá ári. Það gengur líka ljóm-
andi vel að manna kórinn og við
fáum mjög frambærilegt og gott
fólk.“
Á efnisskrá tónleikanna í kvöld
er fyrst og fremst kirkjutónlist ís-
lenskra tónskálda. Þar eru verk
m.a. eftir Báru Grímsdóttur, John
Speight, Atla Heimi Sveinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson og Jón
Ásgeirsson. Fyrirferðarmest er þó
verkið „Missa brevis“ eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur og þar syngja
kórfélagarnir sjálfir einsönginn.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 í
kvöld og er ókeypis inn á þá en
tekið er við frjálsum framlögum í
sjóð kórsins. ingveldur@mbl.is
Fín stemning
í skólakór MR
Stuð stuð stuð Það virðist vera mikið stuð hjá þeim nemendum sem skipa kór Menntaskólans í Reykjavík.
Kórinn heldur aðventutónleika í kvöld
Á topp-tuttugu-lista yfir vinsæl-
ustu lögin á útvarpsstöðinni Ra-
dio 106 í Makedóníu skákar
Brynjar ekki minni stjörnum en
Boyzone, sem eru í öðru sæti á
eftir honum með „Better“, og
Duffy, sem er þriðja með „Rain
on Your Parade“. Þar á eftir
koma Solange Knowles, Tina
Turner, Beyonce, Pink, Leona
Lewis, Take That og Madonna.
Í stjörnufans
36 MenningFÓLK