Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 18
ÞÆR vönduðu sig mikið systurnar Ingunn Rut og Rakel Rut Sigurðardætur þar sem þær kvöld eitt á aðventunni bjuggu til jólakertastjaka. Grunnefnið voru lurkar eða bútar af breiðum trjágreinum sem þeim áskotnuðust vegna þess að Reykjavíkurborg hafði skikkað heimilismeðlimi til að láta taka veru- lega mikið af gömlu furutré í garðinum sem var orðið svo stórt að það teygði sig langt yfir lóða- mörk. En þessi lurka-kertastjaka-gerð er ekki bara eitthvert jólaföndur, heldur er með þessu verið að tengja við gamlan tíma og gamla hefð. „Ég man þegar amma mín og nafna gerði svona lurka með okkur barnabörnunum sínum þegar ég var lítil stelpa í sveitinni,“ segir Elín Margrét Hár- laugsdóttir móðir þeirra systra. „Hún hafði mikið fyrir þessu, fór langa leið gangandi til að saga bir- kilurka af trjám handa okkur. Og svo tók hún utan af þeim börkinn og pússaði þá og lakkaði hvíta. Síðan sáum við krakkarnir um að setja allskonar skraut á þá en mesta fúttið var það sem við köll- uðum alabastur en var í raun sparsl og amma setti á lurkinn til að festa kertið og svo áttum við að stinga greinum og öðru dóti þar í. Svo harðnaði þetta og nýtt kerti var sett í stæðið um hver jól. Móðir mín dregur þessa lurka sem við krakkarnir gerðum, alltaf fram á jólum heima hjá sér. Mér finnst gaman að gera svona lurka með stelpunum mínum, alveg eins og langamma þeirra gerði með mér þegar ég var stelpa. En ég er reyndar ekki eins dugleg og nafna mín, ég nennti ekki að standa í því að taka börkinn af þeim, pússa þá og lakka.“ Lurkagerð að fyrirmynd langömmu Morgunblaðið/Kristinn Jólastemning Þær voru einbeittar við skreytingu lurkanna, systurnar Ingunn og Rakel. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Ég var oft búin að veltafyrir mér hvort ég ættiekki að hanna kjóla úrlambskinninu – litla kjóla með rykkingum eða jafnvel púffermum. Enda er lambskinnið okkar svo þunnt og meðfærilegt að það hreinlega kallar á slíkt,“ segir Sigríður Sunneva Vigfús- dóttir, sem er nú að hleypa nýju lífi í fyrirtæki sitt Sunneva De- sign eftir langt og gott barneign- arfrí. Útkoman er óvenjuleg nálgun við mokkajakkann. „Það er búið að vera mikið um rykkingar í erlendum tískublöðum og fyrir tveimur árum tók ég að mér að gera sérpantaða flík með mikl- um rykktum jaðri úr laxaroði sem kom virkilega skemmtilega út. Það má því segja að þessir nýju mokkajakkar séu framhald á þeirri vinnu – þetta er eins konar barokk-útgáfa af mokkajakkanum.“ Hefur Sunneva látið klippa ull gærunnar óvenju stutt og nýtur þess að leika sér að hráefninu með því að búa til bæði föll og rykk- ingar. „Það er eiginlega með ólík- indum hvað hægt er að gera þetta einfalda, og í grunninn grófa hrá- efni, glæsilegt.“ Áhersla á gott handverk Leður og skinn hefur alltaf heill- að Sunnevu, sem lagði stund á hönnunarnám við Polimoda skólann í Flórens á árunum 1988-1991, en mikið er lagt upp úr hönnun og framleiðslu í skólanum sem tengdur er Fashion Institute of Technology í New York. Áður var hún þó búin að vera viðloðandi skinnaiðnaðinn heima á Akureyri þar sem hún er fædd og uppalin. Að námi loknu fékk ég vinnu hjá fyrirtækinu DIBI í Toscana, en það var þá stærsti viðskiptavinur Ís- lensks skinnaiðnaðar og þeir voru að framleiða fyrir stór merki á borð við Hugo Boss og Trussardi. Eftir að hún kom heim aftur til Íslands 1993 kom henni hins vegar á óvart hversu fáar saumastofur hér heima unnu með skinnið. „Mér fannst ég hreinlega ekki geta horft upp á að skinnið væri meira og minna allt selt úr landi og að fæstir vissu af gæðum íslensku lambsgærunnar,“ segir Sunneva sem keypti í kjölfarið sínar eigin vélar og stofnaði fyr- irtækið Sunneva Design. Eftir áðurnefnt barnseignarfrí er hún nú farin að bretta upp erm- arnar á ný og hefur fengið góð við- brögð við nýju línunni, sem hún hefur m.a. verið að selja í Kraum. „Ég vil frekar leggja áherslu á að gera gott handverk, en að fara út í fjöldaframleiðslu,“ segir Sunneva. Áður en dæturnar komu í heiminn var hún að selja hönnun sína til Sviss, Svíþjóðar og Bretlands og hyggst hún nú kynna sér þá mark- aði á nýjan leik, en skinnið fær hún frá Sjávarleðri á Sauðárkróki. „Mér finnst ég stundum vera eins og skúlptúristi. Lambskinnið er ein- faldlega þannig hráefni að maður fær mikla tilfinningu fyrir því í höndunum. Þannig byrja ég jafnvel með eina hugmynd en hráefnið mótar flíkina að öðru. Ég er líka mikið náttúrubarn í mér og stund- um finnst mér skinnavinnslan ein- faldlega verða óður til Íslands.“  Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir hefur að undanförnu verið að vinna úr lambaskinni  Hún segir með ólíkindum hvað hægt sé að gera þetta einfalda hráefni glæsilegt Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott handverk „Ég vil frekar leggja áherslu á gott handverk en að fara út í fjöldaframleiðslu,“ segir Sunneva um verkefnin sín. Hönnun Flíkurnar sem Sunneva hannar og saumar eru fjöl- breyttar og vekja eftirtekt. „Stundum finnst mér skinnavinnslan einfaldlega verða óður til Íslands.“ Leikur sér að hráefninu 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Pétur Stefánssonsegir að lífið sé leikur og bregður á leik með lífið í fáum línum: Efni í stökur aldrei dvín, né ásókn fólks í brennivín. Og ekki þrýtur eymd og pín þó aldir komi’og fari. Til að bæta og létta líf ligg ég í bjór og elska víf. – Um breiða veginn sæll ég svíf sífellt ánægðari. Ég vil lifa og leika mér, liggja konur hvar sem er. Út á lífið ef ég fer er ég til í slaginn. – Með Bakkusi ég býst í ferð, á bjórnum verða skilin gerð, því eilíflega edrú verð ég eftir hinsta daginn. Hjálmar Freysteinsson las Staksteina í Morgunblaðinu, þar sem sett var út á að koníakið hækkaði minna en vodkinn, útrásarvínið meira en „iðnaðarsprúttið“. Hjálmari varð að orði: Nú þarf að berja í borðið, blöskrar mér ólán mitt. Ódýra vínið orðið ennþá dýrara en hitt. Davíð Hjálmar Haraldsson var fljótur að finna björtu hliðina á þessu, nefnilega að starfandi fólk væri laust við skjálfta og timburmenn eftir helgar: Öruggara er mitt líf, engin slys á gæfuvegi. Leggst ég undir læknis hníf og lifi það á mánudegi. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af lífinu og Staksteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.