Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta saliskur lbúinn l útvötnunar. Tímarnir breytast en saliskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband! 466 1016 www.ektafiskur.is Bæklingur á 4 tungumálum ummeðferð og eldun fylgir með. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is NIÐURSKURÐUR í mennta- og menningarmálum og aukin gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu var harðlega gagn- rýnd af stjórnarandstöðunni á Alþingi í gær. Efnahags- mál eru ofarlega á baugi á þingi þessa vikuna enda liggja fyrir bæði fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2009 og frum- varp til fjáraukalaga fyrir þetta ár. Í gær mælti forsætis- ráðherra jafnframt fyrir bandormsfrumvarpi, þ.e. frum- varpi sem tekur til breytinga á mörgum lögum, um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Áætlað er að þær breyt- ingar auki tekjur ríkissjóðs um 8,5-9 milljarða króna og að sama skapi verður dregið úr eða komið í veg fyrir út- gjöld upp á rúma átta milljarða. Rekstrarhalli ríkissjóðs verður því 16,5-17 milljörðum lægri en annars. Það var ekki með bros á vör sem ráðherrar og stjórn- arliðar mæltu tillögunum bót og tóku þeir fram að eng- inn vildi fara í slíkar aðgerðir. Aðstæður leyfðu ekki ann- að. Fyrirhugað komugjald á sjúkrahúsum sætti hvað mestri gagnrýni í gær og töluðu þingmenn VG um að með því væri verið að selja inn á sjúkrahúsin. Breytingar á búvörusamningum voru einnig gagnrýndar en Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra lagði áherslu á að ekki væri farið inn í grundvöll samninganna heldur að- eins sett þak á vísitöluhækkun. Þetta hlyti að ráðast af þeim fjárveitingum sem unnt væri að veita. Óafturkræf spjöll? Í upphafi þingfundar lýstu Katrín Jakobsdóttir, þing- maður VG, og fleiri stjórnarandstæðingar miklum áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði í mennta- og menningarmálum. Sagðist Katrín óttast að unnin yrðu óafturkræf spjöll, sérstaklega í ljósi þess að menntun og rannsóknir ættu að vera einn af lyklunum til að komst út úr kreppunni. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, sagði þyngra en tárum tæki að þurfa að standa að niðurskurði en við þessar aðstæður yrði því miður að skera niður á öllum sviðum. „Hér er verið að stíga eins varlega til jarðar og mögulegt er,“ sagði Sigurður Kári. Morgunblaðið/Ómar Deilt um niðurskurð Milli stríða Stjórnarliðar eru sannarlega ekki ánægðir með að þurfa að standa að miklum niðurskurði og líklega var það eitthvað annað sem fékk fjármálaráðherra til að brosa blítt á þingi í gær.  Bandormur minnkar halla ríkissjóðs um 16-17 milljarða  Komugjald á sjúkrahúsum harðlega gagnrýnt Borgað á sjúkrahúsi Komugjöld verða tekin upp á sjúkrahúsum. Aldraðir, öryrkjar og börn fá afslátt af þeim og ekki verð- ur innheimt komugjald vegna fæð- inga. Áætlað er að þetta muni skila 360 milljónum króna til ríkisins. Meiri skattar Skattbyrði einstaklings hækkar um 1,25-1,5%. Tekjuskattur hækkar um 1,25% en áður hafði ríkisstjórn- in kynnt 1% hækkun. Ríkissjóður fær fyrir vikið 7 milljarða króna í sinn hlut. Sveitarfélögin munu jafn- framt geta hækkað útsvar um 0,25% og sú heimild gæti skilað sveitarfélögunum samtals 2 millj- örðum. Enginn lúxus í orlofi Fólk með yfir 500 þúsund krónur í mánaðartekjur fær lægri greiðslur úr fæðingarorlofssjóði en áður. Há- markið verður lækkað úr 480 þús- und krónum á mánuði í 400 þúsund. Einn með dýrin Aðeins verður einn héraðsdýra- læknir í Þingeyjarumdæmi en þeir hafa hingað til verið tveir. Sama fyrir alla lífeyrisþega Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega lækkar og verður 100 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem eru yfir sjötugu hafa hingað til haft betri kjör en yngri lífeyris- þegar. Fjármagnstekjur munu koma að fullu til skerðingar á tekjutengdum greiðslum lífeyris- trygginga. Strembnara fyrir bændur Búvörusamningar við bændur fylgja ekki neysluvísitölu á næsta ári eins og venjan er. Framlög sam- kvæmt samningnum hækka ekki meira en kveðið er á um í fjárlögum fyrir næsta ár. Í greinargerð með bandormsfrumvarpinu er sér- staklega tekið fram að þetta brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Bændasamtökin vilja meina að þetta þýði rof á samningum og að skerðing fyrir bændur nemi í heild- ina 7-800 milljónum króna. Símaféð í önnur verk Lög um ráðstöfun peninganna sem fengust við einkavæðingu Lands- símans verða felld úr gildi en í þeim var ákveðið í hvað féð skyldi nýtt, m.a. til byggingar hátæknisjúkra- húss, vegaframkvæmdir og í að fjölga búsetuúrræðum fyrir geð- fatlaða. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að árlega hefði þurft að ráðstafa fénu öðruvísi og að frumvarpið á sínum tíma hefði kannski verið umdeilanlegt. Hvað breytist? FYRRUM ráðherrar munu héðan af ekki geta þegið laun hjá ríkinu og á sama tíma verið á eftirlaunum. Það hafa þeir getað síðan árið 2003 þegar umdeild eftirlaunalög voru sam- þykkt á Alþingi. Áður boðað ríkis- stjórnarfrumvap til breytinga á eft- irlaunalögum alþingismanna, ráð- herra og hæstaréttardómara var lagt fram á Alþingi í gær og áætlað er að lögin taki gildi 1. júlí nk. Aldurslágmark verður 60 ár Ein af röksemdunum fyrir eftir- launalögunum á sínum tíma var að ráðherrar og þingmenn með langan feril að baki þyrftu að geta horfið af vettvangi með örugga afkomu án þess að þurfa að leita nýrra starfa seint á starfsævinni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að margir þeirra hafa takmarkaðan áhuga á því. Sum- ir fyrrum ráðherrar hafa verið ráðn- ir í störf á vegum ríkisins og þiggja því bæði há laun fyrir stjórnunar- stöður og rífleg eftirlaun. Girt verð- ur fyrir þetta verði nýja eftirlauna- frumvarpið að lögum. Skýrt er þó tekið fram að það gildi einungis fyrir fast starf en ekki fyrir einstaka verk- efni á vegum ríkisins. Eftirlaunaþegi mun að sama skapi geta starfað á al- mennum markaði. Aldurslágmark þingmanna, ráð- herra og hæstaréttardómara til að taka eftirlaun verður hækkað úr 55 árum í 60 ár, verði frumvarpið að lögum. Réttindaávinnsla þessa hóps verður 2,375% en var 3% hjá þing- mönnum og 6% hjá ráðherrum og hæstaréttardómurum. Þá munu sér- ákvæði um eftirlaunakjör forsætis- ráðherra verða felld á brott þannig að um þá gildi sömu reglur og um aðra ráðherra. Skerðir ekki fyrri réttindi Gert er ráð fyrir að þau réttindi sem ráðamenn hafa áunnið sér undir hinum umdeildu eftirlaunalögum skerðist ekki og að nýju lögin gildi aðeins um hæstaréttardómara sem verða skipaðir eftir gildistöku lag- anna. halla@mbl.is Tvöföld greiðsla heyrir sögunni til Eftirlaunafrum- varpið komið fram Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamlir dagar Eftirlaunalögin voru samþykkt á Alþingi árið 2003. Árið næstum liðið Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2008. Hann og þingmenn stjórn- arandstöðunnar voru sammála um að það kæmi óþarflega seint fram. Þeir síðarnefndu höfðu einnig áhyggj- ur af því að tekjur væru vanáætlaðar og sögðu litlar breytingar vera frá því sem fram kom í haust, fyrir banka- hrunið. Jón Bjarnason benti á að fé sem hefur verið veitt til bankanna væri ekki tilgreint í frumvarpinu. Árni M. Mathiesen sagði hins vegar að verið væri að vinna þessi gögn og skoða hvort þau eigi heima í fjár- aukalögum fyrir þetta ár eða fjár- lögum fyrir það næsta. Gögnin kæmu í þessari viku. Grínleikur en ekki ábyrg vinnubrögð Stjórnarandstæðingar sátu hjá í at- kvæðagreiðslu um fjárlagafrum- varpið í gær en því hefur verið vísað til nefndar og kemur síðan til þriðju umræðu. Vinnan við fjárlagagerðina var harðlega gagnrýnd og sagði Magnús Stefánsson, Framsókn, fremur vera um grínleik að ræða en ábyrg vinnubrögð. Meðal þess sem stjórnarandstaðan gagnrýndi var niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og mennta- og menningarmálum og að dregið skuli úr framlögum til þróunar- mála á sama tíma og Varnarmála- stofnun fái mikil framlög. ÞETTA HELST …                           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.