Árdís - 01.01.1935, Page 28

Árdís - 01.01.1935, Page 28
26 Það verður ekki ofsögum af því sagt hversu ólíkar voru á- stæðurnar sem farið var frá á fjallalandinu íslandi, þar sem kvik- ijárrækt og iiskiveiðar voru aðal atvinnuvegirnir og þeim sem við tóku í Vestuheimi, iandi akuryrkju, iðnaðar og verzlunar. Það sætti undrun hversu fljótt og vel íslenzkum fru'mherja konum tókst að setja sig inn í hin nýju kjör. Miklum breytingum hafa og lífskjörin hér í landi tekið, þessi sextni ár eða freklega Iþað, sem liðin eru frá landnámstíð. En allan þennan tíma hafa frum- herja einkennin auðsjáanlega lifað með þjóðflokki vorum því ís- lenzkar konur hafa stöðugt fylgst með tímanum, og það í broddi fylkingar. Enn koma 'breytingarnar óðfluga — sjálfsagt enn örar nú, en dæmi hafa áður verið til. Þær steðja að á vegum atvinnumála og mentamála, á vegum heimilislífs og félagslífs — já alstaðar. Sumar eru þessar nýjungar ágætar og bera í sér mögulegleika til framfara og þroska. En með þeim slæðist gjarnan ýmislegt var- liugavert. Það er því að öllum líkindum enn brýnni þörf á göfugum frumherjum nú, en nokkru sinni fyr, þörf á konum eigi síður en körlum sem hafi nóg andans og líkamans atgerfi til að greina, velja og vinna að öllu því þarfasta og bezta sem tíminn færir með sér. Mæður okkar arfleiddu okkur að sínu ram-a'slenzka andlega eðlisfari eins víst og þær arfleiddu okkur að svip og ytra útliti. Þann arf megum við ekki láta glatast. Það er skylda okkar að gefa hann óskertan dætrum okkar, og kenna þeim svo að meta, og svo með að fara að enn megi um langan aldur sannar íslenzk- ar frumherja konur hyggja og byggja upp þetta land. Þetta skuldum við sjálfum okkur, afkomendum okkar, og landinu sem svo vel uppfylti vonir um gengi og gæfu þeim er beindu braut sinni vestur.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.