Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 28

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 28
26 Það verður ekki ofsögum af því sagt hversu ólíkar voru á- stæðurnar sem farið var frá á fjallalandinu íslandi, þar sem kvik- ijárrækt og iiskiveiðar voru aðal atvinnuvegirnir og þeim sem við tóku í Vestuheimi, iandi akuryrkju, iðnaðar og verzlunar. Það sætti undrun hversu fljótt og vel íslenzkum fru'mherja konum tókst að setja sig inn í hin nýju kjör. Miklum breytingum hafa og lífskjörin hér í landi tekið, þessi sextni ár eða freklega Iþað, sem liðin eru frá landnámstíð. En allan þennan tíma hafa frum- herja einkennin auðsjáanlega lifað með þjóðflokki vorum því ís- lenzkar konur hafa stöðugt fylgst með tímanum, og það í broddi fylkingar. Enn koma 'breytingarnar óðfluga — sjálfsagt enn örar nú, en dæmi hafa áður verið til. Þær steðja að á vegum atvinnumála og mentamála, á vegum heimilislífs og félagslífs — já alstaðar. Sumar eru þessar nýjungar ágætar og bera í sér mögulegleika til framfara og þroska. En með þeim slæðist gjarnan ýmislegt var- liugavert. Það er því að öllum líkindum enn brýnni þörf á göfugum frumherjum nú, en nokkru sinni fyr, þörf á konum eigi síður en körlum sem hafi nóg andans og líkamans atgerfi til að greina, velja og vinna að öllu því þarfasta og bezta sem tíminn færir með sér. Mæður okkar arfleiddu okkur að sínu ram-a'slenzka andlega eðlisfari eins víst og þær arfleiddu okkur að svip og ytra útliti. Þann arf megum við ekki láta glatast. Það er skylda okkar að gefa hann óskertan dætrum okkar, og kenna þeim svo að meta, og svo með að fara að enn megi um langan aldur sannar íslenzk- ar frumherja konur hyggja og byggja upp þetta land. Þetta skuldum við sjálfum okkur, afkomendum okkar, og landinu sem svo vel uppfylti vonir um gengi og gæfu þeim er beindu braut sinni vestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.