Árdís - 01.01.1947, Síða 8
hendur forystu í kærleiksríkri, kristilegri menningarstarfsemi, henni
sjálfri og þjóðfélaginu til blessunar: þá er tilgangnum náð.
Á þessum vingjarnlegu stöðvum er gott að njóta hvíldar og vakna
við sólaruppkomu til nýrra nytjaverka með hjartað fult af þakklæti til
guðs og manna,
Eg hvíldist við þitt hjarta
er hjá leið nóttin myrk
nú ljómar ljósið bjarta
og líf og nýjan styrk
þín nýja miskun, nú mér ljær,
á nýjum morgni, faðir kær.
F.B.
Bókasafn. Bandalags lúterskra kvenna
Bandalaginu var það þegar ljóst, er það beitti sér fyrir um stofnun
Sunrise Lutheran Camp við Winnipegvatn, hver nauðsyn bæri til að
komið yrði upp sem allra fjölskruðugustu bókasafni við stofnina. Frá
þessu hefir áður nokkuð verið skýrt og er árangurinn þegar tekinn að
koma í ljós, með því að stofnuninni hefir borist hreint ekki svo lítið af
hollum og nytsömum bókum. Þessar línur eru skráðar í þeim tilgangi að
hvetja almenning til frekari bókagjafa, hvort heldur sem bækumar eru
á ensku eða íslenzku: hér er ekki einungis átt við bækur handa börnum
og unglingum heldur hollar og fræðandi bækur handa fólki á öllum aldri.
Hér er um menningarmál að ræða, sem öllum þorra íslenzks al-
mennings, þykir ljúft að styðja.
Við undirritaðar veitum bókagjöfunum viðtöku:
Mrs. C. Tomasson, Hecla, P.O., Manitoba.
Mrs. Asgeir Feldsted, Arborg, Manitoba.
Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
6