Árdís - 01.01.1947, Page 21

Árdís - 01.01.1947, Page 21
Árið, 1929, var byrjað að senda kennara til þeirra íslenzku byggða sem ekki nutu prestsþjónustu, aðallega í kringum Manitobavatn, og, namskeið haldin í þrjár vikur. Þetta var mjög vinsælt og fékk Mrs. Henrickson þakklætisbréf frá sumum bömunum. Mörg böm voru búin undir fermingu. Þetta var byrjunin og þegar því fræi var sáð, var von- ast eftir góðum árangri. Smásaman óx Bandalaginu fiskur um hrygg og farið var að færa út kvíamar. Var bent á Canadian Sunday School Camp fyrir norðan Gimli og nefnd var kosin til að útvega upplýsingar viðvíkjandi því að fá plássið leigt. Var tíu daga námskeið haldið þar í næstu þrjú ár, en þá fékkst plássið ekki lengur. Það var á þingi í S. S. Mission Camp, árið 1941, er fyrst var minnst á, að stofna sjóð og eignast Camp. Það var nokkurskonar vakning, sem átti sér stað á þessu þingi. (Árdís, 1941). Allir fylltust áhuga fyrir þessu máli og trú íslendingsins á veruleika kristindómsins og nauðsynina að hlúa að ungdóminum og að sýna þá trú í verkinu, náði fullkomnun á þessu þingi. Eg man að fyrsta gjöfin kom frá konu í Nýa-lslandi í minningu um móður hennar, Hólmfríði Brynjólfsson, sem átti heima að Gimli og sem eg þekkti vel þegar eg átti þar sumarbústað. Áður en þinginu lauk, voru gjafir orðnar rúmlega $200. Svona var grundvöllurinn lagður sumarið 1941, fyrir þessa nýustu hugsjón íslendinga. Það var verið að undirbúa fyrir æskuna, og eins og foreldrar á frumbýlings árunum reyndu að veita börnum sinum þær alls- næktir, sem þeir gátu, eins var nú farið að byggja fyrir ungdóminn. Drjugastan þátt í þessu starfi, hefir forsetinn okkar, frú Ingibjörg J. Olafsson átt, og er það mestmegnis hennar hugsjón, sem nú er orðin að framkvæmd. Hún hefir ávallt verið hið sterka afl á bak við þetta fyrir- tæki. Hennar stöðuglyndi, sem eins og Florence Nightingale stefndi ávalt að takmarkinu og gaf ætíð góð og holl ráð, var eins og bjargfastur klettur. Við þökkum henni fyrir að hafa leitt okkur út úr eyðimörkinni og vonum, að við megum lengi njóta hennar sérstöku leiðtoga hæfileika, svo B.L.K. megi þroskast á réttan veg. Já, nú er hugsjónin loks orðin að veruleika, og á þessum gömlu land námsstöðvum, þar sem feður okkar námu land og byggðu sér fyrstu heimilin og báðu Guðs blessan yfir hús og heimili, land og lýð,—hér eru nú sumarbúðir lúterskra kvenna. Hið sterka djúp Winnipegvatns á annan veg og grænar merkur á báðar hliðar, en yfir öllu Guðs himinn með sínu eilífa loforði um síendur- 19

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.