Árdís - 01.01.1947, Side 22
nýjaða frjóvgun. Og hinumegin brautarinnar, hinn helgi reitur, þar sem
þreyttir landar hvílast eftir erfiði dagsins. Við sáum, og Guð gefur oss
fyrir náð sína, góða uppskéru.
Og frækornið smáa varð feiknar stórt tré,
þar fá mátti lífsins í stormunum hlé.
Það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf,
á lifanda bústað á dáinna gröf.
Það blómgast og vex og æ blómlegra rís,
í beiskjandi hita, í nístandi ís.
Af lausnarans blóði það frjóvgaðist fyrst,
þann frjóvgunar kraft eigi getur það mist.
Sunnudaginn 22. júní, 1941, vígði hinn nýkjörni forseti kirkjufélags-
ins, séra Egill Fafnis, þenna minningar skála Bandalags lúterska kvenna.
Gjafir hafa komið af fúsum vilja og glöðum hjörtum frá almenningi til
að heiðra minningu elskaðra ættingja og vina sem féllu í hinum tveimur
veraldar stríðum, og þeim, með því reistur varanlegur bautasteinn, sem
þjónar æskunni.
Látum oss því heiðra minningu þeirra með því, að láta allt sem
fram fer í þessu húsi, vera gott og Guði þóknanlegt.
KRAFTAVERKIÐ í LISTIGARÐINUM.
Lauslega þýtt af Ingibjörgu J. Ólafsson.
“Einusinni, endur fyrir löngu lifði maður nokkur smár vexti, sem
hét Woose-Google. Af tilviljun fann hann undraklukku—óska klukku,
hverjum sem fann hana, var heimilt að óska sér hvers sem hann vildi og
óskirnar rættust. Og þessi litli stúfur fór að óska. Hann óskaði eftir
ísrjóma, svaladrykkjum, brjóstsykri og öðru góðgæti, og áður en hann
vissi, var allt þetta veitt.”
Þegar Miss Daisy Smith byrjar að segja sögu, hætta öll ærzli bam-
anna í listigarðinum, þau stökkva úr rólunum, hætta leikjunum og
20