Árdís - 01.01.1947, Síða 23
hlaupa hvert í kapp við annað. Allt i einu er hljótt. Bömin eru sezt á
grænan grasflötinn undir eikar trjánum, til að hlusta á sögur, sem blinda
konan segir bömum í Oak Park á degi hverjum.
Þessi kona er 66 ára, andlit hennar sýnir þessa blíðu og frið, sem
skín á ásjónu þeirra blindu í svo mörgum tilfellum. Hún styðst við
stafinn sinn. Hún snýr sér á móti sól. 1 huga sínum á hún endurminn-
ingar um það, hvernig börnin hlusta á sögur, hugfangin og hrifin. Meðan
hún talar, er allt hljótt. Þegar sögunni er lokið, klappa börnin saman
lófunum. Það gjöra þau til að láta hana vita, að þau eru öll þar við-
stödd. Einnig til að þakka söguna. Eða, ef til vill er önnur ástæða fyrir
þessu dynjandi lófa klappi. Skilningur barna er oft undra næmur. Þau
gera sér ef til vill grein fyrir því, að Miss Smith þurfi hughreystingar
með. Þau vita, að “óska klukkan” er ekki auð-fundin, en þó er hún, sem
söguna segir, að reyna að finna hana.
Það var árið 1927, að hún ók að skrifstofu læknisins. í nrörg ár hafði
hún séð með öðru auganu aðeins. Sjónin var skír á hægra auganu. Það
var henni að sönnu nóg, en hún reyndi að sýna alla varúð, til að vernda
þetta eina auga.
“Ekkert alvarlegt,” sagði hún við læknirinn. “Eg held eg hafi of-
þreytt það í gær, eg ók á móti sól og hafði ekki dökku gleraugun min.”
Hann var aldraður maður, læknirinn hennar. Sjónin var farin að
deprast. Hann skoðaði augað. “Já,” sagði hann, “Þú getur ekki verið
of varkár.”
Fram að þessari stundu hafði hún lifað tilbreytingar litlu, rólegu
lífi, við góða heilsan, fyrir utan það, að af slysi missti hún vinstra augað
þegar hún var barn. 1 17 ár hafði hún verið barnakennari og nú, rétt
nýlega, hafði henni verið veitt ágæt staða við að hafa aðaleftirlit á
leikvöllum bæjarins.
Aldraði læknirinn rétti hendina eftir meðalaglasi. Höndin skalf
þegar hann fyllti litlu augna sprautuna. Hann hallaði höfði hennar
afturábak og droparnir féllu í auga hennar. Henni fannst augað fvllast
af brennandi glóð. Það síðasta sem hún sá, var hið angistarfulla andlit
læknisins. Sökum sjóndepru hans, hafði hann tekið meðal, sem nefnt var,
Argentum, í staðinn fyrn Argyrol. Þetta óblandaða “silver nitrate”
brenndi. Sviðinn og þjáningamar héldust við í tíu ár, svo kom friður,
friður frá kvölunum, en Daisy Smith var algjörlega blind.
Einu sinni, þegar hún var 59 ára, kom lítill frændi hennar, til að
21