Árdís - 01.01.1947, Side 29

Árdís - 01.01.1947, Side 29
ná þeim inn í kristilegan félagsskap. Margir veigra sér við því, og þar með við, sem stundum sunnudagaskóla. Af því kristindómur á að vera frjáls, hikar maður við, að leyta eftir unglingum og reyna að laða þá til að vera með í sunnudagaskóla. Þetta sýnist að vera skylda foreldra, sem ættu að hafa áhuga sjálf og jafnvel koma með börnunum og kynna sér starfið. Annars sýnist það nærri því skylda hvers leiðtoga, að bjóða vel- komna og jafnvel herða að því, að hver og einn unglingur samlagist ein- hverri stefnu. Persónulega finnst mér, að það gjöri lítið til hvaða nafn kirkjuflokkurinn ber, ef grundvöllurinn er kristileg trú á þríeinan Guð. Aðal ástæðan er, að ná unglingunum inn í sunnudagaskóla og halda þeim við kristilegan félagsskap. Hvernig á þá að fara að í dreifðum byggðum eða smá bæjum, að styðja eða koma á stað sunnudagaskóla starfinu? Góður vegur er, að fá skólakennarann í byggðinni, að hafa eina klukkustund í viku fyrir kristi- lega fræðzlu. En þar sem kennarar koma og fara, er betra að leitast við, að fá einhverja góða manneskju í byggðinni, að vera leiðtogi. Á sunnu- dögum er auðvitað skémtilegast að stunda kristilega fræðzlu, því þá er maður um leið að “halda hvíldardaginn heilagann”, og gjöra hann hátíð- legri með því, að klæða börnin í spari fötin. Siður var það í gamla land- inu—að við höfum heyrt—að hver og einn klæddist í hrein föt, eða kven- fólkið setti upp hreina svuntu og sat svo kyrt á meðan lesinn var húslest- urinn. Því er nú ver, að sá fallegi siður er orðinn úreltur og þess vegna meiri þörf á byggða samvinnu. En sé erfitt að koma á kenslu á sunnu- dögum, er hægt að nota daglega skólann og svoleiðis kenslu veitti eg, með hjálp í nokkur ár, og börnin lærðu vel, að mér fannst. Annar vegur—og þetta síðasta vor hefi eg séð góðan árangur—er, að komast í samband við sunnudagaskóla með bréfa viðskiftum, (Cor- respondence Sunday School). Börnin hafa komið með blöðin sin, sem þau fá og sýnt mér spurningar og svör, sem þau meðtaka og svara reglu- lega. Eitt vantar þó, og það er sálmasöngurinn, því söngur í skólum, eins og hvar sem fólk kemur saman, lyftir og lífgar hugann. Öll þau ár, sem eg hefi kennt skóla, þá held eg að ekki hafi hðið margir dagar, að einn eða fleiri sálmar hafi verið sungnir við byrjun skólans. Og nú er engin ástæða, að kennarar lesi ekki Biblíu kafla, því menntamáladeildin hefir sett í hvern skóla bók með tilhlýðilegum biblíu köflum til lesturs, og ef kennarinn byrjar ekki á því, getur skólanefndin, ef einhver æskir þess, beðið um, að það sé gjört. Gott er þá hér að segja. 27

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.