Árdís - 01.01.1947, Side 31

Árdís - 01.01.1947, Side 31
öllu því, sem áherzla er lögð á fyrir það þýðingar mikla spor. Þar sem að fáir kennarar eru, er aldursmunur bamanna að stríða við og má því fara lauslega yfir lexiuna og skifta svo börnunum þannig, að eldri börn, helzt fermd, lesi með yngri börnunum. Með þessu móti, þar sem enginn biblíu klassi er, verður hægt að halda unglingunum við sunnudagaskóla, með því að lofa þeim, að finna það, að hjálp þeirra sé nauðsynleg. “Að vera tönn í bjóli,” hefir oft meiri áhrif til samvinnu— og þá lærdómur um leið—en of mikið fjas um, “Hvað þú skalt gjöra eða ekki gjöra.” Einusinni var skáti spurður að “þvi honum hefði þótt svo mikið varið í ræðu sem hann hlustaði á.” “Ó, presturinn nöldraði ekki,” svaraði drengurinn. Of oft nöldrum við of mikið bæði á heimilum og í skólum. Samt sem áður verður kenslan að vera þess virði, að hún hafi var- anleg áhrif á hegðun bamsins. Að segja sögur með fögrum tilgangi, grípur hugann, og oft er gott að lofa börnunum að skylja þær án þess, að benda á hvað lærdómsrík hún er. Nauðsynlegt er fyrir kennarann, að vera vel undirbúinn með lexiurnar og biblíu kaflana, og ef blöð eru gefin, að þau finni, að þau hafi verið lesin. Það vekur áhuga hjá barninu, að lesa þau í staðinn fyrir að henda þeim þegar heim kemur, ef for- eldrarnir hafa ekki hugsun á, að lesa þau með þeim. Sunnudagaskóla blöð eru líka góð til lesturs á daglega skólanum ef hugsun er höfð á því, að sameina lærdóminn. Já, sunnudagaskóla starf er umfangsmikið starf og um okkur, sem leiðtoga má segja, að mörgum finnst sér það ofvaxið. En þó má ekki láta hugfallast, því mörg em smá neistin sem falla frá góðri manneskju sem ber fyrir brjósti velferð heimsins og hefir einlægan áhuga fyrir starfinu. Að kenna, er að taka þátt í annara kjörum, að lifa með nemendunum þannig, að þarfir þeirra, áhugi þeirra og erfiðleikar skiljist og reynt sé að bæta þá. Það er oft sagt, að framferði unglinganna eigi að vera aðal markið leiðtoganna. Grundvallar framkoma kennaranna hefir varanlegt áhrif á bæði hann sjálfan og aðra. Framkoma hans í glaðværð, framtíðar von, hugrekki, trúmensku, lotning, alvörugefni o. f. 1., er afar áríðandi og vinnst aðeins með stöðugri æfingu. Líkt þessum eru lundareinkenni einstaklinganna, að vera hjálpsamur, samvinnugefin, ósérhlífinn, hrein- skilin og ábyggilegur. Nemendur kennara nokkurs létu oft í ljósi hvað þeim þótti vænt um hana. “Hún er ekki aðeins góður kennari, hún miðlar okkur af sínu eig- 29

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.