Árdís - 01.01.1947, Side 44

Árdís - 01.01.1947, Side 44
Eg vildi lýsa gleði minni yfir því að á þessu þingi eru með okkur svo margar af okkar góðu meðlimum sem þing hafa setið ár eftir ár. Einnig er mér það mikið gleðiefni að hér eru nokkrar konur sem ekki hafa verið með okkur á þingi fyr. Á þessu ári hafa orðið mörg dauðsföll og sjúkdóms tilfelli meðal meðlima Bandalagsins. Við geymum í þakk- látum huga minningar um störf og áhrif þeirra sem heim hafa verið kallaðar og þökkum guði fyrir heilsubót og nýja krafta sem mörgum hefur hlotnast. 1 dag dvelur hugur okkar hjá einni af okkar ágætu félags- systrum sem dvelur á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegu slysi, Mrs. H. S. Erlendson frá Árborg, hún hefur starfað lengi og vel í þessum félagsskap og átti svo mikin þátt í að undirbúa þetta þing. Okkur er það mikið gleðiefni að hún er á góðum batavegi og biðjum guð að gefa henni fullan bata. Svo legg eg starf þessa þings í ykkur hendur. I þessum minningar- skála veit eg að við eigum saman indælar stundir, veit að hér ríkir samúð, eining og einlægni. Af hjarta biðjum við þess allar að blessun Drottins hvíli yfir þessum stað, yfir öllum áformum og starfi þessa þings. Selkirk, 20. júní 1947. Ingibjörg J. Ólafsson. LUTERSKT SUNNUDAGASKOLA KENNARA SAMBAND STOFNAÐ. Á sunnudagaskólakennara móti því er haldið var í Sunrise Lutheran Camp, Húsavík, 27.-29. júní s.l., þá komu saman þar 42 kennarar og leiðtogar frá Winnipeg, Selkirk, Gimli, Árborg, Lundar, Langruth, Bald- ur og Garðar, N. D. Þessi fjöldi var framyfir allar vonir nefndarinnar, en við óskum samt að hópurinn stækki ár frá ári og það eru mikil líkindi til þess að svo verði, ef dæma mætti af áhuganum sem var svo augljós á móti þessu. Á starfsfundi sem haldinn var, áttu sér stað fjörugar umræður og margar hugmyndk komu þar í ljós, sem var ákveðið að koma í fram- kvæmd. Mrs. B. Bjarnarson, Langmth, flutti stutt erindi um endurminn- ingar hennar frá æskuárunum er hún naut góðrar leiðsagnar og fræðslu 42

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.