Árdís - 01.01.1947, Side 46
peg, þær: Miss Grace Ruppel, Miss Florence Pálsson, Miss Viola Hald-
erson, Miss Sylvia Guttormsson, Miss Gloria Johnson og Miss Hildur
Thorsteinsson. — 2. Quartette — frá sama stað — þeir: Amold Björnsson,
Valdimar Eylands, Cecil Johnson og Baldvin Thorsteinsson. Miss Cor-
inne Day, organisti sunnudagaskólans, aðstoðaði báða flokkana. — 3.
Einsöngur: Miss Olive Olson, Selkirk. — 4. Söngflokkur sunnudagaskól-
ans á Gimli, æfður og aðstoðaður af Mrs. Önnu Stevens, fyrir tilstilli
Mrs. S. Sigurgeirsson. — 5. Einsöngur: Séra Eric Sigmar, sem stjórnaði
svo almennum söng. Mrs. Florence Broadly aðstoðaði við þennan söng.
— Eftir kaffidrykkju tóku allir þátt í gamanleikjum, þar sem þeim gafst
tækifæri til þess að kynnast.
Á sunnudagsmorguninn kl. 8 fór fram hátíðleg guðsjónusta á vatns-
ströndinni. Þar prédikaði séra E. Sigmar og leiddi þennan söfnuð í
messusvörum og sálmasöng. Sólin skein þar, björt og fögur, endurspegluð
í vatninu, og túlkaði til okkar þar þýðingu starfsins í “Sunrise Lutheran
Camp”.
Séra Skúli Sigurgeirsson ávarpaði kennarana með hughreystandi
orðum og lét í ljósi ánægju sína yfir þessu fyrir hugsuðu starfi þeirra.
Eftir hádegi var sýnd hljómhreyfimynd sem nefnist: “On the Road
to Damascus”. Þetta sýndi eina aðferð sem nota má við sunnudaga-
kennslu.
Til sýnis vom þama sunnudagaskóla-lexíur og bækur fyrir yngri og
eldri böm, með ýmsum hugmyndum fyrir starfið. — Kennararnir tóku
þær heim með sér, sér til leiðbeiningar. —
Séra Rúnólfur Marteinsson prédikaði við loka-guðsþjónustuna kl. 2,
og skildi eftir í hjörtum okkar þá hvöt að auka, bæta og glæða áhuga
fyrir sunnudagaskólastarfinu.
Lilja Guttormsson,
fyrir hönd nefndarinnar.
44