Árdís - 01.01.1947, Síða 54
SKÝRSLA SUMARBÚÐA NEFNDAR.
Eftir Fjólu Grey.
Á síðastliðnu kirkjuþingi var það gleðiefni fyrir Bandalag lúterskra
kvenna að kynna hinu Evangeliska lúterska kirkjufélagi í Vesturheimi
að það fyrirtæki sem það hafði haft í huga um margra ára tímabil—var
nú orðið að veruleika. Það að byggja sumarbústað þar sem mætti leiða
ungdómin nær kirkju og kristindómi, og einnig njóta lífshressingar við
brjóst náttúrunnar á þessum fagra stað við strönd Winnipegvatns.
Minningarskálinn var bygður seint í haust. Sú bygging var reist
fyrir peningagjafir sem var okkur sent í minningu um þá menn er mistu
lífið í báðum heimsstríðunum. Þessi bygging er ekki fullgerð, en verður
vígð Sunnudagin, 22. júní, og verður notuð sem kenslusalur í sumar.
Til að koma öllu þessu í verk hefir okkur stundum fundist nauðsyn
á kraftaverki. Það hefir verið mjög erfitt að fá við og önnur efni. En
þegar það var fáanlegt, þá stóð ekki á smiðunum til að koma bygging-
unum áfram. Eg vil hér með, fyrir hönd B.L.K. opinberlega þakka Mr.
Sveini Pálmassyni, Winnipeg Beach, fyrir framúrskarandi mikið og vel
unnið verk: að sjá um og byggja Sunrise Lutheran Camp að Húsavík,
Manitoba. Einnig vil eg votta þakklæti til Mr. S. O. Bjerring, Winnipeg,
og Mr. Hrólfs Sigurðsson, Gimli, sem ætíð fúslega lögðu sig fram til að
útvega og sjá um hvað sem þeir voru beðnir um. Þessir menn eiga fram-
úrskaranda mikinn þátt í framkvæmdum þessa bygginga starfs.
Eg vil einnig minnast þeirra kvenna úr ýmsum bygðarlögum og
bæjum sem lögðu sig fram að safna fé fyrir þetta fyrirtæki. Þetta var
afarmikið verk. Því þó viljinn sé góður er ekkert mögulegt án peninga.
Til allra þeirra sem hjálpuðu á þennan hátt, votta eg innilegt þakklæti
fyrir hönd B.L.K.
Eins og skýrt var frá í fyrra, er búið að kaupa innanhalds muni
P.e.a.s. að mestu leyti. Það verður að smá bæta við leirtau og ýmislegt
fleira, en nú þegar þurfum við rúmteppi, kodda, bækur og allt það sem
nota má við leikfimi fyrir unglingana. Við vonum að foreldrar og aðrir
vekji áhuga unglinganna á þessari þörf sumarbúðanna, og að þeir sem
vilja gefa áhöld eða önnur tæki, láti Sunrise Lutheran Camp njóta þeirra
velvildar.
52