Árdís - 01.01.1947, Side 55

Árdís - 01.01.1947, Side 55
Menn voru fengnir til að riðja skóg og hreinsa landið og plægja leikvöllinn og slétta, svo í sumar verður góð braut i kringum minningar- skálann. Það þarf margt enn að gera kringum byggingamar, og um- bætur verða gerðar árlega. Girðing var keypt í vor frá War Assets Corp. og verður það verk hafið eins fljótt og unt er. Þetta fyrirtæki mun blessast og þroskast í framtíðinni ef fólk vort vill gera sér grein fyrir þeim mögulegleikum sem í því er fólgið. Tæki- færi til fræðslu í kristindómi undir unaðslegum kringumstæðum, og tækifæri að kenna hinum ungu að starfa saman með bróðurhug og í einingu þann tíma sem hver hópur dvelur á þessu sumarheimili undir leiðsögn hæfra leiðtoga. Bandalag lúterskra kvenna biður ykkur að koma og sjá staðinn, biður ykkur að kynnast starfinu þar. Biður ykkur að finna til þess að þetta fyrirtæki tilheyrir öllum sem bera hag okkar lútersku kirkju fyrir brjósti. Áhugi ykkar fyrir þessu fyrirtæki getur gefið starfinn byr undir vængi. Kuldi og áhugaleysi getur eyðilagt framtíð þess. Eg vil minna ykkur á nafnið: Sunrise—sólar upprás—hin hækkandi sól æskunnar. Guð gefi að þar megi takast að hrifa huga hinna ungu, svo að í hjörtun streymi kærleiki til Guðs og manna. Birta og ylur hinnar hækkandi sólar umvefji alla er þar dvelja og greiði leið að fögrum og björtum frið- ardegi framtíðarinnar. Bandalag lúterskra kvenna biður um bænir ykkar, biður um samúð og samvinnu í þessu starfi. Vil eg enda þessa skýrslu með innilegu þakklæti til Mrs. Ingibjargar J. Ólafsson, forseta B.L.K því það er hennar framúrskarandi dugnað og leiðtoga hæfileika að þakka hvað lángt á leið þetta starf er komið. Það hefir verið hennar draumur og óskabarn sem margra annara meðlima B.L.K., er hafa sýnt áberandi áhuga svo að þetta fyrirtæki kæmist í framkvæmd. Við biðjum Guð að blessa hennar starf og allra sem hlynna að sumarbúðum Bandalagsins. 53

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.