Árdís - 01.01.1947, Page 58

Árdís - 01.01.1947, Page 58
maður hennar svo á fæti í vinnu hjá jarnbrautarfélagi að af honum varð að taka 4 tæmar. Var hann frá verkum í 6 mánuði, þann tíma varð hún sjálf að berjast fyrir lífibrauði sínu og sinna heima hafði hún 2 kýr sem hún hirti sjálf, og þurfti að ganga langa leið kvölds og morgna, svo vann hún hálfa dagana hjá hérlendum konum við þvott, launin voru ekki há, en konunum sem hún vann hjá ber hún vel söguna, bjargaðist hún þann- ig fyrir eigin manndáð. Á fyrsta ári í Argyle kom hún stúlkunni litlu fyrir og fór til Winnipeg og vann þar á gestgjafahúsi í nokkra mánuði við besta orðstýr, hafði hún $17.00 um mánuðinn. Ekki rauk sælan af lífinu í Argyle á fyrstu árum fremur en annarstaðar, og margt var erfitt. Er annað barnið fæddist var hún alein, maður hennar varð að fara marg- ar mílur fótgangandi eftir yfirsetukonu. Bjargaði hún sjálfri sér fyrir eigin manndáð, allt var löngu um garðgengið þegar yfirsetukonan kom, sonurinn eini sem hún á, fæddur. Er þetta að visu ekki einsdæmi úr frumherjasögunni, en að skapgjörð, mannslund og líkams þroska er kona þessi nær sérstæð meðal okkar fólks. • Mann sinn misti hún 2. febr. 1922. Var um hann skrifað að hann hafi verið “trúmaður mikill vinfastur, og vildi öðrum allt gott gera.” Guðrún á fjórar ágætar dætur sem allar eru giftar, og vel giftar, og einn son: Mrs. Gísli Bjömsson, Glenboro; Mrs. Jónas Anderson er áður fyr um langt skeið voru í Cypress River, en eru nú á ferð og flugi; Mrs. Óli Stefánsson, Cypress River; og Mrs. Charles McGinn, Detroit, Mich. Sonurinn heitir Kjartan og á heima í Morden, Man. Guðrún er ennþá em, og sem fugl á kvisti sveimandi og lífsglöð. Hún er ekki ennþá nógu gömul til þess að taka sér eftir miðdags dúr, hún segir að það sé óþarfi. Vér óskum henni farsældar um mörg ókomin ár. G. J. Oleson. 56

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.