Árdís - 01.01.1947, Side 60

Árdís - 01.01.1947, Side 60
MINNINGAR. o o Ö FRÚ ÞÓRUNN MELSTED. f. 18. okt. 1872 - d. 26. febr. 1947. Þessarar merku konu var á sínum tíma, að nokkru minnst í islenzku vikublöðum í Winnipeg. En það er áreiðanlega vel við eigandi, að árs- ritið Árdís minnist hennar líka þó ekki geti verið nema stuttlega í litlu riti. Frú Þórunn var fædd í Reykjavík á Islandi 18. október 1872. Faðir hennar var Ólafur söðlasmiður, sonur Ólafs Jónssonar óðalsbónda á Sveinsstöðum í Húnaþingi, en móðir hennar var Kristín María Jónína Jónsdóttir Kristjánssonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi. Þórunn var uppalin í Görðum á Álftanesi hjá séra Þórarni Böðvars- syni og konu hans, Þórunni Jónsdóttur og var hún í náinni frændsemi við þau merku hjón bæði. Mun það heimili hafa verið talið eitt með merkustu heimilum landsins á þeim tíma. Það var því hvortveggja, að frú Þórunn var af góðu bergi brotin og fékk gott uppeldi, enda bar hún þess ljós merki alla æfi. Til Canada fluttist hún 1893 og settist að hjá foreldrum sínum, sem þá voru flutt til Winnipeg, og átti hún heima hér í borginni næstum alla æfi síðan. 1 júnímánuði 1898 giftist hún Sigurði W. Melsted, sem síðar um langt skeið, var forstjóri fyrir stórri umfangsmikilli húsgagnaverzlun í Winnipeg. Foreldrar Sigurðar voru þau Vigfús Guðmundsson, prófastur á Melstað, en móðir Sigurðar var Oddný Ólafsdóttir frá Sveinsstöðum. Sumarið 1903 bygðu þessi hjón sér heimili að 673 Bannatyne Ave. hér í borginni og var það heimili þeirra jafnan síðan og er enn heimili ekkjumannsins og bama hans tveggja, sem heima em hjá honum. Þótti heimili þeirra þegar fyrirmyndarheimili að hreinlæti, smekkvísi og allri híbýlaprýði. Það var snemma annálað fyrir gestrisni, glaðværð, prúð- menzku og góðvild. Frú Þórunn var fyrirmyndar húsmóðir og maður hennar var henni áreiðanlega samtaka í því sem öðm, að g'era heimili þeirra eins ánægjulegt og aðlaðandi sem best mátti vera. Þessi hjón létu sér afar ant um uppeldi bama sinna ognutulíkaþeirrarmikluánægju, að sjá þau öll komast til menningar og þroska og verða góðir og nýtir 58

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.