Árdís - 01.01.1947, Page 61

Árdís - 01.01.1947, Page 61
borgarar í sínu föðurlandi. Foreldrarnir nutu líka ástúðar þeirra og virðingar í ríkum mæli. Frú Melsted var ágæt eiginkona, móðir og húsmóðir og einnig fél- agskona, þar sem hún lét til sín taka, sem mun aðallega hafa verið innan Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Hún var einnig ágæt vinkona, sem ávalt mátti treysta og aldrei brást. Hún var mikilhæf og góð kona sem vann sér virð- ingu og traust allra sem kyntust henni. Böm þeina Melsted-hjóna eru sem hér segir: Ólavía Kristín—Mrs. Swain Indriðason, Oxbow, Sask.; Guðrún Od- dný, heima; Sigurður Þórarinn, heima; Gordon (Garðar), Des Moines, Iowa; Vigfús Hermann, Wynyard, Sask.; Lár- us Alexander, 1060 Sherbum St., Win- nipeg; Anna Dorothea—Mrs. Clement Desormeaux, Regina, Sask. Barnabörnin eru sjö. Ennfremur eru tvö systkini frú Melsted, Benedikt Ólafs- son, Lloydminster, Alta. og systir á Islandi, Sigríður, kona Sigurjóns Jóns- sonar læknis í Reykjavík. Frú Þórunn Melsted andaðist 26. febrúar þ.á. og var jarðsett 1. mars frá Fyrstu lútersku kirkju og var hún jarð- sett í Brookside grafreit, þar sem svo margir Vestur Islendingar hvíla. Útfararathöfnin var öll mjög hátíðleg og piýðileg á allan hátt; prýðis- falleg ræða, sem sóknarprestur, sr. V. J. Eylands, flutti, mikill og fallegur söngur, mikið og fagurt blómskrúð og mikill mannfjöldi í kirkjunni og í grafreitnun, þrátt fyrir mikinn snjó og vetrarveður. Þess sáust glögg merki, að mannfjöldinn sem fylgdi þessari góðu konu til grafar, var þar með söknuð í hjarta og með einlægan og þakklátan vinarhug. F. J. 59

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.