Árdís - 01.01.1947, Page 63

Árdís - 01.01.1947, Page 63
eldissonur lifa og syrgja ástkæra móðir, en þrjú böm höfðu þau mist, stúlku á unga aldri og tvo uppkomna syni. Frú Ólína var sterk trúuð og einlæg kona og vann með brennandi áhuga að kirkju og kristindómsmál- um. Hún var dyggur meðlimur Geys- issafnaðar og starfaði bæði að sunnu- dagaskóla og líknarstarfi safnaðarins. Starfi Ólínu í mannúðarmálum byggðarlags síns er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum. Hún var ætíð reiðubúin að fórna kröftum og tíma að hjúkra sjúkum og hughreysta þá sem vonleysi og erfiðleikar voru að yfirbuga. Hennar kærleiksríka um- önnun í garð einstæðinga og munað- arlausra er þeim ógleymanlegt sem til þektu. Þrátt fyrir heimilis annir og líknar- starf í byggð sinni stóð Ólína heitin ætíð framarlega í öllum félagskap. Hún var sérstaklega félagslynd og samvinnu góð kona og studdi af alhug öll velferðarmál byggðarinnar. Einnig var hún ein af stofnendum kvennfélagsins Freyja í Geysisbyggð, og meðlimur þess til æfiloka. Hún var forseti kvennfélagsins í tuttugu ár og heiðursforesti þess síðan 1942. Tryggð hélt Ólína við þennan félags- skap fram að hinstu stund. Ekkert var henni kærara síðustu árin en að minnast gömlu tímana meðan starfið var erfiðast og mest varð að leggja á sig til að malefnin kæmust í framkvæmd. Viljum við félagssystur henn- ar þakka vel unnið starf og segjum með sálmaskáldinu. “Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt.” K. L. S. 61

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.