Árdís - 01.01.1947, Page 64

Árdís - 01.01.1947, Page 64
ELISABET GUNNLAUGSDÓTTIR JÓNASSON. f. 21. sept. 1871 — d. 12. mars 1947. Hún var fædd að Hlíð í Alftafirði í ísafjarðarsýslu, dóttir hjónanna sem þar bjuggu þá, Gunnlaugs Gunnlaugssonar og Jónínu Jóhannes- dóttur. Elisabet var tvíburi, en hún var ekki langdvölun í Hlíð, því maðurinn sem tók á móti tvíburunum bar hana við brjóst sér, innanklæða heim til sín sömu nóttina sem hún fæddist og það í vondu veðri. Þessi maður hét Jón Jóns- son og mun hafa verið einn af þessum nærfærnu mönnum, sem á þeirri tíð fékst töluvert við lækningar. Kona hans hét Margrét Jónsdóttir og bjuggu þau í Tröð. Kallaði hún þau alla æfi pabba og mömmu, og þótti engu síður vænt um þau heldur en börnum þykir um eigin foreldra. Um tvítugs aldur fór hún til frú Theódóru Thoroddsen á Isafirði og var vinnukona hjá henni um skeið, en stundaði eftir það nám í tvö ár við kvennaskólann á Ytri Ey. en fór þaðan fram í Vatnsdal og var þar um skeið. Þar kyntist hún Einari Jónassyni, sem E,isabet Gunnlaugsdóttir Jónasson þá var á Undirfelli og fór með honum til Canada 1899 og giftust þau í Winnipeg 23. júní 1900, og þar bjuggu þau í fimm ár. Árið 1905 fóru þau aftur til Islands og þar eignuðust þau tvö börn, Margeir Osvald og Valdheiði Láru, Mrs. Ágúst Sigurdson, sem bæði eru hér í landi, ásamt ekkjumanninum, Einari Jónasson. Þau Elisabet og Einar komu aftur til Canada 1910 og var heimili þeirra ýmist í Winnipeg eða Árnesi, en síð- ustu 12 árin á Gimli. Elisabet átti tólf systkini, sem nú eru öll dáin nema ein systir, Friðný Stephensen, búsett í Reykjavík á Islandi. Hún var jafnan meðlimur lútersku safnaðanna í Arnes og síðar Gimli og var hún jafnan trú og einlæg trúkona og vann söfnuði sínum 62

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.