Árdís - 01.01.1947, Page 67

Árdís - 01.01.1947, Page 67
og starfið einnig í sunnudagaskólanum. Guð blessi minningu þessarar vænu konu. P. S. SESSELJA GUÐMUNDSSON. f. 4. desember 1886 — d. 25. maí 1947. Sesselja Guðmundson var elst af tíu börnum merkishjónanna Tryg- gva og Hólmfríðar Ingjaldson. Hún var fædd 4. desember 1886 í Pem- bina County, N. Dak. Hún fluttist með foreldrum sínum til Nýja-lslands rétt eftir aldamótin, hún dvaldi í for- eldrahúsum þar til hún giftist Guðrn- undi S. Guðmundsyni 4. nóvember 1905. Reistu þau heimili í Framnes byggð og bjuggu þar í nánd við Ingj- aldsons heimilið. Sesselja misti mann sinn 23. apríl 1941. Börn þeirra eru Tryggvi, kvæntur Gen Craigen; Hólm- fríður gift Fred Isfeld; Stefán Pétur; Guðrún Jóhanna gift Sigurjóni Horn- fjord; Andrés Edward kvæntur Esther Eirikson og Kristjana Rannveig er vinn- ur í Winnipeg. Sesselja sál, var hin mesta gæða kona, myndarskapur og rausn einkendu allt hennar starf, bæði á heimilinu og utan þess. Meðan hún dvaldi í foreldra hús- um tók hún mikinn þátt í hinu marg- þætta starfi foreldra sinna á heimilinu og utan þess. Einhverntíma fórust móð- ur hennar þannig orð að hún hefði snemma orðið öllum yngri systkinum sem önnur móðir. Föður sínum var hún einnig sem önnur hönd í hans umfangsmikla starfi utan heimilis. Það kom því engum á óvart þó hennar eigin heimili yrði aðlaðandi. Hjónin voru samtaka í gestrisni og góðvild til allra sem að garðibáru og allra sem þau náðu til þangað reyndist þeim gott að koma sem einir stóðu á bersvæði lífsins, kunnugir minnast ýmsra sem þar hlutu að- hjúkrun og umönnun lengri eða skemmri tíma. Sesselja sál, var sérstak- Sesselia Guðmundsson 65

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.