Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 2

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 2
2 A R R 0 Ð I um óæti. Eq það virðist mér nú allmikið einkenna yfiratandandi tíma vora, hversu margir vilja lifa vel hinu líkamlega lífi, líkt og stendur í guðspjalli Lúk. 16, lifa í vellystingum praktuglega, en hirða minna um að leita fyrst guðsríkÍB og hans réttlætis, til saðnings sálunni, og fá svo að auki alt, sem likaminn þarfnast. Nei, líkaminn er metinn sálu æðri. Hið fyrsta málefni, sem ég ætla mér að minnast á, er þá siðgæðismál, og verða það aðal- lega litlar athuganir gagnvart sambandi karla og kvenna í hjú- 8kaparmálum, og vil leitast við að lýsa lítið eitt skoðunum mín- um gagnvart ritum ýmaum, sem þar um hafa verið skrásett á síðari tímum. Sérstaklega, eða einkum, verður það ritið um »Frjálsar ástir«, erindi um tak- markanir barneigna, sem ég tek lítið eitt til athugunar. Eg tek það fram, að það verður i ein- feldni og fáfræði, og bið í því efni höfund nefnds rits, ásarat lesendur, afsökunar. Höf. getur þess í upphafi rits 8Íns, að það sé samið og flutt fyrir Jafnaðarmannafél. Islands, og afsakar þar ófullkomleika þess að ýmsu leyti sökum naums undirbúningstima. Ég ann jafn- aðarstefnunni að mörgu leyti. En þó get ég ekki verið henni samdóma í öllum atriðum, og ekki heldur í öllum greinum nefnds rits. En ég tek það fram líka, eins og nefndur höfundur greinir, að ég gef mér eigi held- ur tima til að rita víðtækt mál í þe88u efni. Fyrirsögn þessa erindis míns held ég að ég nefni þá helzt: ÁST OG BINDINDI. DirfiBt þú, maður, sem ert duft og aska, að standa á móti dáBemdarverkum Guðs? Erfitt mun þér verða, að spyrna á móti broddunum. Allir þeir, aem á jörðunni búa, eru einskia virði? Hann breytir himnanna her, og við ínnbyggeudur jarðar eins og hann sjálfur vill. Enginn er sá, er megni honum tálmun að gjöra, eða við hann fái sagt: Hvað gjörir þú? (Dan. 4, 35). Einn merkur rithöfundur 19. aldar segir: »Það, sem menn geta lært af sögu allra þjóða, er, að ættjarðarást, borgaraleg- ar dygðir og siðvendni hafa eflt rikin og auðgað þjóðirnar. En hins vegar hefur eigingirnin, flokkadrættir, munaður og dáð- leysi fyr eða síðar orðið þeim að dauðameini*. Munaði, svalli og óreglulífi

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.