Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 23

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 23
Á R R 0 Ð I 23 og eignaði8t með henni nokkur börn, þar á meðal Magnús og Hávarð, enn á lífi á Efri-Fljót- um. Eftir Björn sál. er ein dótt- ir á lifi, Guðriður. — Þriðji maður, búsettur þarna í Upþ- bænum, er ég skal minnaat á, hét Hjörleifur Áamundsson. Kona hana hét Ragnhildur Bjarnadótt- ir frá Heiði á Siðu. Þau áttu fjölda barna. Þau hjónin hafa iíklega verið búin að búa þar nokkuð mörg ár. Litlu siðar andaðist Ragnhildur, og börnin dreifðust i ýmsar áttir og sum úóu. Tveir bræður voru þar aamt eftir nokkra stund á bæn- um, Ásmundur og Bjarni. Hjör- leifur faðir þeirra var þar og viðloðandi, einn sins liðs — að síðustu i kofa, og dó þar. — Bjarni sonur hans kvæntist ekkju eftir Guðmund Guð- mundsson frænda minn (áður áminnst), er bjuggu á hús- mannsbýlinu Tjörnum, Rann- veigu Jónsdóttur frá Holti á Siðu. Þau lifðu stutt saman i hjónabandi. Hann dó litlu sið- ar. Þau áttu þó vist eina dótt- ur barna, Sigurlínu að nafni, er fluttist austur i Austur-Skafta- fells8ý8lu, giftist og bjó þar eystra. Hún eignaðist þar börn allmörg, og er hún og þau nú hér búandi í Reykjavík. — Ás- mundur sál., bróðir Bjarna sál- uga, fór fyrirvinna til Halldóru sál., ekkju Jóns sál. Hávarðs- sonar. Eignaðist með henni tvær dætur; er önnur þeirra á lifi, gift, og á margtbarna; býr á Syðri Steinsmýri á Síðu. — Hjörleifur hét einnig sonur Hjör- leifs á Steinsmýri, að mig minn- ir yngstur systkinanna. Hann var uppalinn í Botnum í Meðal- landi; kvæntist og á afkomend- ur hér i Reykjavík; er sjálfur núna á Drumboddsstöðum í Birkupstungum, ásamt syni sín- um. — Þegar ég var þriggja ára, fluttust foreldrar mínir að Mel- hól í Meðallandi. Voru þar í húsmeneBku eitt ár, en fluttust svo að Lyngum í sömu sveit, og þar bjó faðir minu sálugi eftir það, og ég líka jafnhliða og eftir hann. Móðir mín dó þar tæpt miðaldra, og var ég 10 ára, er hún féll frá. Eftir því, sem mig minnir og var sagt frá, munum við syst- kinin hafa veríð 6: Fyrst ég, þá Jón, svo Páll, en fjórði pilt- urinn dó skömmu eftir fæðingu, mun hafa hlotið Sigurðar nafn, Guðrún og Guðríður hétu syst- urnar. Guðríður dó fárra ára hjá föðurömmu sinni, Guðrúnu Sveinsdóttur, og manni hennar, Páli Þórhallssyni; varð þar eftir, er foreldrarnir fluttu burt. L

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.