Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 11

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 11
Á R R 0 Ð I 11 málinu, og sú veigamesta virð- ist mér vera bréf frá páfa, sem hún segir hann hafa gefið út, þar sem hann lýsti vanþóknun sinni og lagði bann á allar fæð- ingar-takmarkanir. Svipuð um- mæli höfðu komið, að hún segir, frá einum yfirmanni ensku kirkj- unnar, og ástæðan verið sú, að ýmsir af prestum hákirkjunnar ensku höfðu tjáð sig hlynta fæðinga-takmörkunum. En hvað skyldu prestarnir íslenzku segja í þessu máli? Og skyldu löggjafar þjóðarinnar fara að semja eða samþykkja lög á Alþingi fæðingatakmörkunum til tryggingar — áður en leitað væri álits æðstu valdsmanna íslenzku kirkjunnur og þjóð- arinnar? Það er ólíklegt, að svo verði. En iíklegt, að ein- hverjir kennimenniruir íslenzku leggi þar orð til. — Af fáfræði minni í máli þessu er það helzt að segja, að ég hefi ekki séð nein andstæðinga ritin um þessi efni, en aðallega meðmælend - ritin, sem munu flest vera þýdd úr erlendum málum, að fráskild- um fyrirl. »Frjálsar ástir«, sem styðst þó mikið við útlendu ritin i rökfærzlu sinni. Höf. segir málið rætt, og stælt og rætt, á öllum mögulegum og ómöguleg- um sviðum, rétt eins og raenn byggjust við, að rök, reist á einhverjum þessara grundvalla, sem hún tilgreinir, svo sem: trúarbrögð, siðfræði, hagfræði, heilsufræði, kynbótafræði og stjórnmál — rétt eins og menn byggjust við, að það gæti haft áhríf á ákvörðun einstaklings- ins. En svo er ekki. Aðalkjarni málsins er það, hvort fólkí eigi að vera í sjálfsvald sett, hvort það eignast afkvæmi eða ekki, hvort fullkomið sjálfræði eigi að vera um slíka hluti. Auð- vitað hefur skaparinn gefið hverjum skynberandi einstak- lingi frjálsræði til að útvelja og hafna, eigi síður í hjúskapar- málum en öðrum. En að skapa sér lífsafkvæmi eftir eigin geð- þótta — það hafa þó dæmin sýnt, að menn hafa ei getað, þó að athöfnum meðal hjóna i því efni hafi engar hindranir þar á móti verið reistar af manna hálfu. — Það var trú margra áður, að barnafjöldi hjóna væri takmark- aður eða ákvarðaður frá for- sjóuarinnar hendi, og að líkind- um hafa nokkrir þá trú ennþá. En sumir vilja halda því fram, að hinn frjálsi vilji ráði þar mestu. Hin fyrnefnda skoðun hefur al- ment verið nefnd forlagatrú, og hjá mörgum stuðst við dæmi og frásagnir ritningarinnar um til- veruna ákvarðaða fyrirfram.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.