Árroði - 01.01.1938, Page 6

Árroði - 01.01.1938, Page 6
6 Á R R 0 Ð I á að vara innifalið í elsku, en ekki ofríki. Höfuðið sér fyrir líkamanum, til þesB að honum vegni vel, ekki meiði sig eður steyti. Hinir aðrir limirnir útrétta það, sem höfuðið ályktar. En það á svo fyrir að sjá, að eigi sé til skaða né hindrunar. Stjórni menn kon- um sínum sem Kristur söfnuð- inum! Hann ræður aldrei nema til farsældar þeim, sem vilja láta sér af hans anda stjórna. En sú manneBkja, sem ekki vill hans ráðum hlýða, hún kann ekki að heita hans brúðir. Svo get ég ekki heldur kallað þá ektakonu, sem ekki vill fara að góðs manns ráðum; ekki heldur þann ekta- mann, sem ræður illa, ef hann hefur betur vit á. í Móselögum bannaði Guð, að nokkur karlmaður skyldi klæða sig í kvennabúning, og kona ei búá* sjg sem karlmaður. Þetta er líklegt að hinn alvísi Guð hafi gert til að halda góðri skikkan meðal sins fólks og til að afstýra hneykslanlegri um- gengni og lauslæti milli karla og kvenna. Og meðal annars væri hér með teiknað, að einn karlmaður skyldi ekki láta það vald, er hann, eftir Guðs boði, hefur yfir konunni, og konan ekkert vald taka sér yfir mann- inum. Því kona, sem vill ráða fyrir bónda sinn, hún tekur upp á sig karlmannsbúning, og eiginmaður, er svo mjög veltist úr sinum bóndasessi, að hann lætur konuna fyrir sig ráða, hann býr sig kvennabúningi og má ei framar húsbóndi kaliast, og er hvorttveggja að umhverfa Guðs skikkan, því hvorttveggja hefur hann bannað. Þetta segi ég ekki þess vegna, að ekki sé sómasamlegt hverj- um manni, að þekkjast holl ráð góðrar konu. Hefði Pílatus hlýtt konu sinni, hefði hann ekki gerzt sekur í blóði hins réttláta. Salómon konungur segir, að skynsöm kona byggi húsið. Svo kann og oft til að bera, að kon- an sé framar að viti en maður- inn, og er þá engin minkun að fallast á ráð hennar. En þar fyrir á hún ekki að upphefja sig yfir mannlnn. Einn þjónn kann að skynja margt betur en húsbóndi hans, og einn ráðgjafi kann að vera vísari en kon- ungur hans. Samt er hann þó ekki nema ráðgjafi. En það er i flestum tilfellum holt, að að- hyllast holl ráð, sem koma auð- vitað ekki fram nema frá hlýj - um og góðum hlutaðeigendum. Kona er aldrei nema kona, hversu vel sem hún er að sér um alla hluti. Hún kemst aldrei hærra en að heita höfuðprýði

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.