Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 14

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 14
14 Á R R O Ð I i því efni, að þeir væru að kæfa niður hvatir, sem Guð hafi á- skapað manninum. Samanb. líka áður áminst páfabréf og yfir- mann ensku kirkjunnar, ogsegir hún katólsku kirkjuna sérstak- lega eiga hér hlut að máli. — Samkvæmt þvi, sem ég hef áður ritað hér um þetta mál, sam- hljóða orðum og dæmum úr hinni helgu bók, verð ég helzt að hallast að skoðun andstæð- inganna frá kirkjunnar hálfu. Því framar ber að hlýða Guði en mönnum. En hvað bindindis- höftin snertir, tel ég það gott og sómasamlegt hverjum ein- staklingi gagnvart þjóðfélaginu, að leggja slíkt á sig, því bind- indi þurfum við að nota víðar en í baráttu gegn notkun á- fengra drykkja. Við höfum líka mörg dæmi þess, að margar per- sónur, bæði karlar og konur, hafa lifað heiðarlegu einlííi við góða heilsu fram á elliár. En eigi að Bíður hefur það verið á- litin ekki miður heiðarleg staða, að geta lifað farsælu lífi hjóna- bandsins, sem maður telur að takist, þegar persónum semur vel í stöðu sinni og sambúð. Samkvæmt því, sem höf. gerir ráð fyrir, að fólksfækkun mundi máske eiga sér stað, ef um al- varlegar getnaðarvarnir væri að ræða, telur hann ekki uggvænt, að eins vel mundi farnast hér hjá oss, og segir meðal annars: »Það er ekki fleira fólk, sem okkur vantar. Það er betra fólk, sem skortur er á«. — En ég vil segja, að það þurfi bæði fleira og betra. Allir meðalgreindir menn munu viðurkenna fram- faramöguleikana á landi voru, okkar litla ogfámenna eylandi, og að það geti með framtíðinni og auknum framförum orðið með arðsamari löndum. En til þess þarf bæði meira fé og fleira fólk til lands og sjávar, hraust og gott heima-alið fólk, kunnugt öllum staðháttum landsins sins til sjávar og sveita, — og undir þeim kringumstæðum ætti aðal- lega að hlynna betur að olnboga- börnum mannfélagsins — van- ræktum börnum og gamalmenn- um og fátækum mæðrum og heilsubiluðu fólki. — Samhliða góðri stjórn, samheldni og dugn- aði, og til þess að fólkið geti orðið fleira og betra, þarf, að mínu álíti, reglubundnara líf, heimilislif fyrst og fremst, og er þar aðalundirstaða góð sam- búð vina og vandamanna, og þá ekki sizt innilegt og gott hjú- Bkaparlif. Páll postuli er sá af vottum kristilegrar trúar, er mest og elskulegast hefur skrifað um hjúskaparstéttina, og rækilega

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.