Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 9

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 9
Á R R O Ð I 9 eru þeir, sem eigi sjá, en trúa þóc. En eigi að síður ætti hverj- um meðalgreindum manni að vera full-ljóst, að vér skamm- sýnir menn sjáum ei né skynj- um, vægast sagt, hinn minsta part sköpunarverksins hér á meðal vor á þessum jarðar- hnetti, — og þvi þá eigi miklu síður það, sem fjarlægara er, bvo 8em annara hnatta fyrir- komulag, eða Skaparann sjálf- an, eða hans heilögu þjónuatu- bundnu verur, hverjar búa, að 088 er kent, ofar öllum himn- anna hnattaröðum, og hverjar engir jarðarbúar hafa fengið augum að lita, án sérstakrar tilhlutunar alföðursins. í sambandi við áður greinda frásögn mína um tilkomu huldu- fólk8ins, vil ég trúa því, að þar hafi hið ákvarðaða og skapandi almætti getað verið verkandi, þó að maðurinn hafnaði hinu algenga lögmáli framþróunar- innar, nefnil. sambúð konunnar, og þar gerist eitt dásamlegt kraftaverk, þar sem ekkert er ómögulegt almættisorðinu, sem er, að hann talaði og það Bkeði. önnur Baga um tilkomu huldu- fólks er á annan veg, er hefur gengið manna á meðal, og hún er svo, að alfaðir hafi komið tíl Evu, eftir að hún var búin að ala nokkur barna sinna, og hún hafi komið með nokkur þeirra fram á sjónarsviðið, en nokkur orðið eftir, sem hún hafi fyrir- orðið sig fyrir að sýna honum, aðallega vegna þesa, að þau voru ekki svo klædd eða þrifuð, er henni líkaði, og hafi hann þá spurt, hvort hún ætti ekki fleiri, en hún neitað, og hafi hann þá svo um mælt, að þau börnin, sem hún hafi viljað dylja fyrir sér, skyldu einníg verða dulin fyrir mönnum. Hér er ég nú farinn að tala veraldlega og hverBdaglega, sem mér fin8t líkt og á sér stað al- ment. Ég veit, að mörg barna- konan íslenzka, sem væri eín síns lið8 með fjölda barna, kin- okaði sér við að láta börnin sin koma óhrein og fáklædd í aug- sýn prestsins, eða einhvers heldri manns, ef hann kæmi óvænt á heimili hennar. Og að svona dæmi kæmu síður fyrir, ef börn- iu væru færri, mundu þeir segja, er aðhyllast takmörkun á fjölg- un þairra. En á hvern veg eða máta, sem menn haga sér með að framkvæma slikt, þá hef ég þá Bkoðun, að það hljóti að vera stór ábyrgðarhluti gagnvart skapara náttúrunnar, sem lætur og hefur lofað að láta alla nið- urröðun í eðli og framrás sköp- unarinnar haldast óbreytta á

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.