Árroði - 01.01.1938, Page 15
Á R R O Ð I
15
útskýrt fyrir henni hinar kristi-
legu dygðir, er þeirri stöðu bezt
hæfði, svo ait gengi sinn rétta
gang i öllu sóma8amlegu fram-
ferði, og er þess að nokkru áð-
ur hér getið. En einnig má við
bæta, því eigi er góðu orði, af
alvöru talað, ofaukið, meðal ann-
ai-8, er nú skal greina: Líkist
Ouði sem elskuleg börn, og fram-
gangið í elskunni eins og Krist-
ur elskaði obb og gaf sig sjálfan
út fyrir oss, eins og fórn og
slátrunar-offur, Guði til velþókn-
anlegs reykelsis-ilms. Hagnýtið
tímann, þvi nú eru hættulegir
tímar. Verið því ekki fávísir,
heldur vísir. Skynjið, hver að
sé Drottins vilji, með aðstoð anda
hans, og drekkið yður ekki
drukkna af víni, því að i því
er andvaraleysi, heldur fyllíst
andagift og verið hver öðrum
undirgefnir i ótta Krists. Þakkið
jafnan Guði föður fyrir alla hluti
i nafni Drottins vors, Jesú Krists.
Þannig eiga mennirnir að elska
sinar eiginkonur, eins og sína
eigin likami. Sá, sem elskar eig-
inkonu sina, elskar sjálfan sig.
Eftir því, sem heilögum hæfir,
á hvorki frillulífi né nokkurs-
konar óhreinleiki eður ágirnd
svo mikið sem nefnast á meðal
yðar, né blygðunarleysi, né fifls-
legt hjal, eður gárungaháttur.
Slíkt er ósæmilegt. Því það skul-
uð þér vita fyrir víst, að enginn
frillulifismaður, eða saurugur oða
ágjarn, sem er skurðgoðadýrk-
ari, hefur arftöku í ríki Guðs og
KriBts. Takið því ekki hlutdeild
með þeim, heldur hlýðnist boð-
um vors Guðs, því það ber öll-
um mönnum að gera.
Sömuleiðis hefur Páll postuli
lagt til, að raenn skyldu heldur
gifta sig en lifa í einlifi, og leið-
ast þar af leiðandi í lesti og ó-
hteinleik, samkv. áður greindu.
Og hér eiga hlut að máli bæði
menn og konur, hvort sem þau
hafa áður gifzt eða ekki.
Kunnátta og vísdómur eru mest
tignuð í heiminum, eg eru hin
ágætasta Guðs gjöf. En svo er
hann beztur, að hann sé með
Guðsótta og góðum siðum krydd-
aður. Ef nokkur er vís eða með
skynsemi gáfaður meðal yðar,
þá auglýsi hann verk sin í góðri
umgengni, með skynsamlegu
hóglæti. Og hvað eru allir vorir
vitsmunir fyrir utan þetta? Páll
Begir, að þeir séu hálfverk, og
hvað meira er, að þeir eru
einskis verðir og jafnvel skað-
legir, nema Guðs ótti og kær-
leikurinn fylgi.
Ég hef tekíð svona á stangli
tillögur úr téðu riti, en get ekki,
rúmsins vegna, minnst þeirra
allra, því hér er um margvís-