Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 4

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 4
4 A R R 0 Ð I hennar nafn framvegis. — Og þá er maðurinn hafði athugað framgang þeirra og eðli, varð hann þess var, að það var tvent af kyni hverju, karl- og kven- kyn. Þá er þjóðsaga um, að hann hafl fundið til einsæðings- skapar sins gagnvart dýrunum og ártalið skapara sinn fyrir þá tilhögun. Og svo stendur í ritningunni: »Og Guð Drottinn sagði: Það er ekki gott, að maðurinn sé einn. Eg vil gera honum með- bjálp eftir hans mynd. Og þá lét Guð fastan svefn falla á manninn og tók eitt af hans rifjum og skapaði af því kon- una og leiddi hana til hans. Og þá sagði maðurinn: Þessi er bein af mínum beinum og hold af mínu holdi, og skal hún karlinna kailast, því hún er af karlmanni komin«. — Og flnst mér, eftir þessari frásögn að dæma, sem hún væri þar með bæði hans dóttir og eiginkona, og eigi ónáttúrlegt, þó að sam- band væri þar bæði ástríkt og innilegt. Og þess vegna skal maður- inn yfirgefa föður sinn og móð- ur og búa við eiginkonu, og þau skulu vera einn maður. Það er að skilja, að eining og sambúð svo einlæg og elskuleg af beggja hálfu til alls hins góða, svo sem þar ætti ein per- sóna hlut að máli. Þarna var útmáluð og boðin hin helga skylda manns og konu af sköpunarherra allra manna og skepna og allra hluta, sýnilegra og ósýnilegra, á himni og jörðu. Og Guð blessaði þau og sagði til þeirra: Verið frjó- söm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið yður hana undirgefna. Drottnið yfir fisk- um sjávarins og fuglum Iofts- ins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðunni. Slikt hið sama endurtók hann við Nóa, er hann, útstiginn úr örkinni, flutti fram fyrir hann þakklætisfórn, er hann neydd- ist til, vegna mannanna vonzku, að drekkja öllu, er á þurlendi jarðarinnar hrærðist, að undan- Bkildu því, er í örkinni bjarg- aðist. Þjer menn! Elskið eiginkonur yðar, eins og Kristur elskaði söfnuðinn og gaf sig sjálfan út fyrír hann; og sérhver rétt- trúuð kristin sál er hans útval- in brúður. Enn fremur kon- urnar veri mönnum sínum undir- gefnar, eins og Drottni, því mað- urinn er konunnar höfuð, eins og Kristur safnaðarins, og eng- inn hefur sitt eigið hold hatað» heldur fæðir það og endurnærir. Og hversu framar ættu þá ekki

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.