Árroði - 01.01.1938, Side 10
10
Á R R 0 Ð I
meðan heimur stendur. Og mér
getur ekki skilist, að það eé af
hinum rétta kærleiksanda-inn-
blæstri hjá þeim, sem vilja að-
hyllast ölikt, og alls ekki sam-
boðið rétttrúuðum, kriatnum
mönnum.
í heiðindómi voru dæmi þess,
að börnum var fyrirfarið eða
borin út, ef vandhæfi þótti á
um uppeldi þeirra, og sumir
gerðu það í hefndarskyni. En
eigi að siður þótti það öllum
vel innrættum og skynsömum
mönnum óréttlátt og ilt verk.
En þegar kristna trúin fór að
ryðja sér til rúms, var slíkt at-
hæfi harðlega bannað að lögum,
og dauðahegning við lögð, ef
uppvíst varð. En eigi að síður
urðu þó nokkur dæmi, og hafa
líklega eitthvað viðgengist
til skamms tíma. Ekki á slikt
rætur í réttum móður- eða föður-
kærleiks-anda, er skapari vor
inngaf og bauð í öndverðu, —
heldur af innblæstri hins illa
anda, er í höggorminum talaði
til Evu, til að svíkja hana til
syndar og óhlýðni móti skap-
ara sínum.
Ég hef nú i undanförnum lin-
um nokkuð minst á barnamorð.
En það er nú öðru máli að
gegna, má segja, að komaíveg’
fyrir, að frjófgun komist i fram-
kvæmd, eða morð fósturs, eða
eyðing þess í móðurlifi. Enda
vilja þeir, sem um þau málefni
rita, gera þar á milli mikinn
mun. En mundi nú ekki vafa-
mál, ef leyft yrði með lögum að
koma i veg fyrir barnsfæðing-
ar undir erfiðum kringumstæð-
um, heilsufars- eða hagfræðileg-
um, að Blíkt færi fram sam-
vizkusamlega af öllum hlutað-
eigendum, úr þvi að allmargar
mæður eða mæðraefni eru farn-
ar að snúa sér að læknum til
að verjast því, að þær verði
mæður, Bumpart með því, að
verjast frjófgun, og í öðru lagi
að eyða fóstri, sem þegar er
búið að öðlast sköpulag (saman-
ber formála höfundar »Frjálsra
ásta«).
Ekki ámælir höf. hlutaðeig-
endum fyrir það, að þeir snúi sér
til hennar í greindu efni, ámælir
öllu fremur uppfræðendum kyn-
slóðarinnar, að vera ekki búnir
að veita henni næga fræðslu í
þeim efnum, og tekur svo djúpt
í árinni, að telja slíkt til skaða
og skammar, og setur í flokk
með fremri menningarmálum
þjóðarinnar, og mundi valda
miklum breytingum á kjörum
þjóðfélagsins í heild sinni, og
þá auðvitað til hins betra, að
mér skilzt að hún meini. Þar á
eftir fer hún að minnast á ýmfl-
ar mótbárur andstæðinga gego