Árroði - 01.01.1938, Page 19
Á R R 0 Ð 1
19
er slikt líka talið stór heilsu-
spillandi. Úr Sódóma björguðust
að eins Lot og um getnar tvær
dætur hans.
Saga ritningarinnar er, að 4
manneskjur hafi lagt á stað.
Kona Lota líka, en hún litið til
baka, er á leið var komið, og þá
orðið að saltstólpa. Englarnir
lögðu fyrir þau að líta aldrei til
baka á leiðinni, og manni getur
eins vel skilist, að leið hafi ver-
ið nokkuð löng til mannabygða.
Það er talað um 1 mannabygð,
er nefnist Sóar (lítil), sem Lot
fékk leyfi að staðnæmast í. En
Lot þorði ekki að vera þar til
lengdar; heflr verið búinnað fá
nóg af sambúð mannanna i Só-
dóma, og flutti sig til fjalls, er
þar var næst, og bjó í helli með
báðum dætrum sínum.. Af þeim
er saga sú, er nú skal greina:
Sú eldri sagði við þá yngri:
Faðir okkar er gamall, og eng-
inn maður á jörðunni, sem legg-
ist með okkur að alls heimsins
sið. Við skulum gefa honum vín
að drekka og leggjast hjá hon-
um, svo við fáum getnað. Svo
gerðu þær eftir umtali sínu, og
sú eldri fór til hans og svaf hjá
honum þá nótt, og hann vissi
ekkert af, er hún lagði sig, né
þegar hún stóð upp.
Og næstu nótt höfðu þær sömu
aðferð, og sú yngri svaf hjá hon-
um, og fór alt á sömu leið. Og
báðar urðu þungaðar. Sú eldri
fæddi son, sem hún nefndi Móab.
Hann varð ættfaðir þjóðar, er
Móabítar var nefnd, og kemur
síðar við Bögu ritningarinnar.
Sú yngri fæddi líka son, og
kallaði hann Benammi. Hann
varð ættfaðir Ammonita, er einn-
ig koma við frásögu ritningar-
innar.
Þessar systur voru ekki að
hlifa sér við að verða vanfærar
eða barnshafandi, eins og fylgj-
endur fæðingar-takmarka á þess-
um síðustu og verstu timum, þó
að breytni þeirra gagnvart hrein-
lífinu sé eigi hrósverð. Og það
má nú segja við mig, að eg hafi
haft talsverða útúrdúra með frá-
sögnum í efni þessu, en máske
sumum þyki ekki alls ófróðlegt
að lesa. Og það má segja um
mig, eins og fleiri, að hverjum
þykir sinn fugl fagur.
Sumir þessir frásagnaþættir
skýra auðvitað efnið, en aðrir
eru þá ef til vill sérfróðleikur.
Og ég met það eigi minna en
maBið og fræðsluna um allan
getnaðarverju útbúning, sem áð-
ur nefndur rithöfundur ritar all-
langt mál um, og á að hnekkja
getnaðarsköpun okkar islenzku
þjóðar kvenna, að líkindum til
að koma í veg fyrir, þvert á móti
Guðs lögum og vilja, að þjóðin