Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 5

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 5
Á R R O Ð I 5 allir að hugsa um vellíðan sinn- ar eigin sálar, hver með Guðs eigin blóði er endurleyst? Bjóð Jesú, með heitri bæn, til þíns brúðkaups, kristinn maður, eg mun hann að vísu verða þinn gestur. Rétttrúað hjarta þarf eigi lengi að leita að Jesú; það er hans kyrkja, og mun drottnarinn ekki lengi tefja að koma til sins must- eris, þegar hann er til þess kvaddur. Eitt harmþrungið og sundurkramið hjarta fyrirlitur hann aldrei. Það er sú fórn, sem honum líkar. Það eru þær vistir, er honum skal fagna með, og hans þegnskylda er hjá mannanna börnum. SéþvíJesús hinn fyrsti og síðasti gestur til allra vorra brúðkaupa! Þar Bem hann er — þangað vill Faðir- inn og Heilagur andi koma og vistarveru hjá þeim gera, sem Guðs syni hafa til sins brúð- kaup8 boðið. Og fyrst þessi gestur er svo ágætur, sem nú er sagt, þá séu öll krÍBtin hjón alvarlega ámint um að skikka 8ér svo í slnum ektaskap, að þan fæli ekki burt frá sér 3vo mildan, svo gæzkuríkan og svo voldugan herra. Kristur gaf sitt líf i dauðann fyrir sina brúði. Ómögulegt er að sönnu dauðlegum mönnum að vera •svo fullkomnir í elskunni, hver við annan, svo som Kristur hef- ur við 08s verið. Þó kunna menn og eiga að breyta svo mikið eftir hans elsku sem mögulegt er. Mér þykir líklegt, að sá sem íhugar oft og innilega, hversu kæra Jeaús hafði hans sálu, þeg- ar hans sála varð hrygg alt í dauðann, til að útvega syndug- um sálum eilífa gleði, hann muni Bkyrrast við að hata sitt eigið hold og afrækja það, sem á að vera ein sála með honum. En Guð náði, hve fáir hugsa hér til, og hvað ólíkur er sumra manna ektaskapar undirbúningur og sambúð Kristi elsku til sinnar brúðar. Losta og látgæði taka margir til ráðs með sér, þegar svo vegsamlegan ráðahag skal byrja, þenkjandi lítið um, hvort þeir geti veitt sér og sínum ærlega forsorgun. Eður hvort þeir beri vit og menningu til að ala börn sin upp í guðsótta og góðum siðum. — Alt of margir hlaupa saman með litlu meiri áhyggju en hestar og múlar, og þegar girndin er slökt um stundarsakir, þá yfir- gefur hvort annað, eða lifa i hjónabandinu eins og vargar. Frillulifnaður er slikt og ekki ærlegur ektaskapur. Maðurinn er að sönnu konunnar höfuð og herra, en hans herradæmi

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.