Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 16

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 16
16 Á R R O Ð I legar upplýsingar og uppástung- ur að ræða, til uppbyggingar og framgangs téðu málefnu, svo sem að vana eða gera ófrjóar per- sónur þær, sem ekki þættu lík- legar til uppbyggingar mannfé- laginu gagnvart heilsufræðisleg- um kenningum, væru eitthvað gallaðir, andlega eða líkamlega, óg svo aftur í annan máta að láta gullkálfunum í té allar nauð- synlegar varnir móti of mikilli frjósemi. En aðalþráðurinn virð- ist liggja bak við eða í gegn um allar þessar bollaleggingar: að hefta sem minst eðiishvötina. Hér á sem minst sjálfsafneitun að koma til greina. En vor æðsti fræðari hefur þó sagt: »Hver sem vill eftirfylgja mér, hann afneiti tjálfum sér og taki á sig krossinn* o. s. frv. Þettaerkær- leikans boðorðið gagnvart öll- um illum girndum og ástríðum, hverju nafni sem nefnast. (Jm meðlimi þjóðfélagsins, sem augsýnilega eru stórgallaðir, er það að segja, að allar heilbrigð- ar og skynsamar persónur munu nú helzt vilja og geta verið laus- ar við of náið samband af þeirra hálfu. En aftur eru ótal dæmi þess, ekki sízt á siðari tímum, að heilsubilun getur snögglega komið fram i fólki, þótt hraust sé i upphafl og af heilsugóðum foreldrum. Setjum svo, að þær séu giftar og semji vel við maka sinn, er þá ekki stórt viðkvæmn- ismál um að ræða, að raska eða skerða hið eðlilega náttúrusam- band þeirra á milli, enda þótt persónur séu eigi nema heit- bundnar? Höf. »Frj. ásta* segir meðal annars: »Sérstaklega mun karl- mönnum, sem miklu sterkari kynhvatir hafa, en konur, vera ofureGi að halda þeim í skorðum. (Það er sagt, að karlkyn hvala í sjónum geti dáið, ef það losn- ar ekki við sæðið). Og þar af leiðandi er ekki óeðlilegt, að þær tilhneigingar séu hjá Gest- um karlkynstegundum ríkari en hjá kvenkyninu«. En hins veg- ar segir höf. engan vafa á því, að fjöldi kvenna kýs fremur, og hefur koBÍð, að halda kynhvöt- um sínum i skefjum, en að eiga á hættu að verða óléttar. í þessu efni innibindur hún konur, bæði giftar og ógiftar, og vegna þess- arar stöðugu hræðslu um það, að verða barnshafandi, míssa þær margar möguleikann til að hafa nautn af sanræðinu, sem þær neyðast til að taka þátt í. í þessu efni Gnst mér þessi lýsing nokkuð óeðlileg, og frá minu sjónarmiði eigi vel trúan- leg. Ef I þessu samhandi væri um að ræða persónur með réttu kristilegu hugarfari, elskandi

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.