Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 28

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 28
28 Á R R 0 Ð I vantaði tilfmnanlegast, það væri agi. Sá, sem hefir ást á barni sínu, agar það snemma. Hvern sem Drottinn elskar, þann agar hánn, og hefir á honum velþókn- un Bem faðir á syni. Orðskv. 3. kap. LENGI MUNA BÖRNIN. Ég man eftir sérstaklega einu sinni, er ég kom i kirkju og var barn að aldri. Mig minnir það væri á gamlaárskvöld. Það átti að halda kvöldsöng, sem kallað er, þá meBsað er að kvöldi í byrjun hátíðar, sem auðvitað er aðallega á aðfangadagskvöld jóla og gamlaárskvöld hér hjá oss. AnnarB var það mjög fá- titt, á mínum uppvaxtarárura, og erfiðleikura bundið, sökum strjálbýlis, og þar við bættist, að prestur varð oft að koma að úr öðru bygðarlagi og sækja yfir Btór og viðBjál vötn og þar af leiðandi að mæta oft farartálma, og svo var í þetta sinn, er ég nú minnist á. Ég átti styzt til kirkju, að undanskildum þeim, er á sjálfum kirkjustaðuum áttu heima. Eins og lög gera ráð fyrir, var undirbúningur hafinn gagnvart komu prestsins og at- höfn guðsþjónustuunar, ljós kveikt í kirkjunni, þar sem hægt var, er skyggja tók. Þá voru það eingöngu tólgarkerti, er steypt voru í heimahúsum fyrir hátíðarnar, er brúkuð voru til upplýsingar í kirkjunni, og auðvitað með í bland í heima- húsum, sérstaklega á hátiðum, og það var talsvert verk og fyrirhöfn, að koma öllu fyrir í röð og reglu í kirkjunum og kveikja og slökkva. Það er alt öðruvi8i og umfangsminna hér í Reykjavík og víðar, síðan raf- magnslýsing kom til sögunnar. Ljósin í kirkjunni annaðist aðal- lega kirkjuhaldarinn, sem var jafnhliða hringjari og meðhjálp- ari. Hann hét Runólfur Bjarna- son. Han8 systir var móður- amma Ormsbræðra, rafvirkja hér í Reykjavík, Guðrún að nafni. Runólfur sál. var hniginn á efri ár, fremur litill vexti, en kviklegur á fæti, dálitið haltur orðinn, gigtveikur, en hafði á yngri árum verið harðfengur maður. — Eins og áður var sagt, annaðist hann útbúnað ljósanna í kirkjunni, auðvitað með að- stoð annara að nokkru. Svo hringdi hann inn hátíðina og alt var frjálst, og nú var dok- að dálitið við að sjá, hvort prest- ur kærai, en það drógst. Menn fóru að gera sér ýmislegt til dægrastyttingar. Sumir að taka í klukkústrengina og vita, hvern- ig sér tækiBt að hringja, og

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.