Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 21

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 21
Á R R 0 Ð I 21 aðan endurleyst og frelsað, og í heilagri skirn endurgetið og helg- að sér til æfinlegrar þjónustu þessa heims og annars, og sem hefir frá öndverðu heitið mann- legu sæði og afkvæmi sinni ríku- legri blessan, hér stundlega og annars heims eilíflega. En mjög blind gjöriBt mannskepnan, þá er hún fyrirlítur sitt eígið sæði «ður afkvæmi, þvert á móti skap- ara sins skipan og náðarríkri til- iögun. Er hún þá ekki orðin hin- um grimmu villidýrum argari? Þessi dæmin hafa of mörg, þvi miður, fundist, og fara liklega ekki á þessum tímum fækkandi. öætið að yður í Guðs nafni, sem hér eigið hlut að máli. Svo hyggi hér að állir kristn- ir menn. Látum hann sorga fyrir löndum og lýðum, er það lengst hefir gjört, Drottinn Guð allsherj- ar, sem öll ráð á, og aldrei ræð- ur nema til hins bezta, frá hverj- um að kemur öll góð og full- komin gjöf, og ætlumst ei til að vér sjáum betur fyrir ráði voru, 'barna né ástvina en hann, i hvers náðarfaðm oss öllum var varpað frá móðurlífi, og i hvers hendi er alt vort líf, og alt hvað er og hrærist. Og gef þú oss, Guð lífs og dauða, að hvort sem vér lifum eða deyjum, séum vér þin- ir. Bænheyr það fyri* son þinn, Jesúm. Amen. Hér skrifast sem niðurlag á þessari ritgjörð minni, að end- ingu, ávarp til minnar kæru, ís- lenzku þjóðar, úr sankti Páls pistli til Efesus, 4. kapitula: Eg, sem bandingi, vegna Drott- ins Je8ú Krists, áminni yður, að þér hegðið yður eins og hæfir þeirri köllun, sem þér eruð kall- aðir til, með mesta lítillæti hóg- værð og umburðarlyndi. að þér umberið hver annan i kærleika, og kappkostið að varðveita ein- ingu andans með bandi friðar- ins. Þér eruð einn líkami og einn andi, eins og þér einnig eruð kallaðir i einni von yðar köll- unar. Einn er Drottinn, ein trú, ein 8kírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllu, um alt og i öllu. Og Bérhverjum af oss er náðargjöf veitt, eftir því, sem Kristur hefir hverjum einum af náð Binni úthlutað, svo að vér séum eigi framar börn, er hrekj- umst og feykjumst af hvérjum kenningarþyt, fyrir brögðum og slægð mannanna og kænskufullu vélum, heldur ástundum sann- leikann í kærleika, og verðum í öllu samgrónir Kristi, sem er höfuðið, af hverjum allur líkam- inn, sem er samtengdur með alls- konar hjálpartaugum, þroskast eftir þeim krafti, sem sérhverjum parti er veittur, sér til uppbygg- ingar i kærleikanum. , ,

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.