Árroði - 01.01.1938, Qupperneq 3

Árroði - 01.01.1938, Qupperneq 3
Á R R 0 Ð I 3 mun líka óhjákvæmilega fylgja dáóleyöi og framtaksleysi til allra sannra dáða og dygða, og I annan máta kuldi og kær- leiksleyBÍ til samborgara mann- fjelagsins. En frelaarinn hefur Bkipað oss: -Verið mizkunn- samir, svo sem faðir yðar er mizkunnaamur, og alt hvað þér viljið að mennirnir gjöri yður, það eigið þér líka þeim að gjöra«, að ógleymdu kærleiks- boðorði allra boðorða: »Elska skaltu Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta, og náungann eins og Bjálfan þig*. En hvað segir hin helga bók okkur um hjónakærleikann, eða Bamband manns við konu? Ég get ekki fundið ritningarorðin um það efni betur útmáluð en í prédikun eftir okkar ódauð- lega anilling þeirra tima, Jón biskup Vídalín, í prédikun hans út af brúðkaupinu í Kana, er hann tók það efni sérstaklega til umræðu og athugunar. En það má máske segja við mig, af þeim, sem þetta mál eérstak- lega snertir, að mér komi það lltið við, og að það sé nokkurs konar hótvendni af minnihálfu; prestarnir tali alment nóg um það efni, sem önnur, ef þeir koma þá til þeirra. En það er þó, vil ég svara, aðalefni krist- indóms-málsins, kærleikurinn, sem hylur fjölda synda. Og eigi er góð vísa of oft kveðin, segir forn málsháttur, enda held ég, að menn þyrftu oftar en alment gerist, að íhuga slík efni, og gefa sér lítilsháttar tómstund til þess, öðru hvoru, að hlúa að sinni eigin sál, með aðstoð heilags anda Guðs, en forðast, eftir megni að láta hinar illu hvatir yfirbuga sig. Kærleikur- inn er þolinmóður og góðgjarn, kærleikurinn öfundar ekki, kær- leikurinn gerir eigi illmannlega, eigi þýtur hann upp. Hann er eigi ósiðsamur, hann leitar ekki eftir því, sem hans er; hann er eigi þunglyndur, hann þeinkir ekki ilt. Og í þessari gullvægu setuingu er alt það inni bundið, sem afstýra má reiði og fjand- skap, en efla frið og eindrægni manna á meðal. Ef hver ein- staklíngur hefði nefnda mann- kosti til að bera, væri ástandið öðruvisi en nú er í vondum heimi þessum, sem ætíð virðist fara versnandi. Okkur er sagt frá því, í bók- inni helgu, að þegar alfaðir, Drottinn, vor Guð, hafði skap- að allar lifandi skepuur, og sið- ast karlmanninn, þá hafi hann látið þær allar koma fram fyrir manninn, að hann gæfi þeim nafn, og það nafn, er hann valdi hverri fyrir sig, varð

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.