Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 1

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 1
ARROÐI útgefandi: ÁSMUNDUR JÓNSSON frá lyngum 6. ár. Reykjavík, 1938. 1.—5. tbl. ÁRROÐI 1938. Aukinn og endu r pren taður frá 1934. Forspjall. Heiðruðu landar, menn og kon- ur, sem kynnu að lesa eða yfir- vega hið litla rit, sem eg að þessu sinni tekst á hendur að gefa út. Náð Guðs og friður og hjástoð og likn hans heilaga anda veri með yður öllum. Eins og ým8um er kunnugt, tókst ég á hendur að gefa út lítilsháttar tímarit næstliðið ár, með »Árroða«-nafni. Það þótti sumum allvel valið nafn, og ef- a8t ég um, hvort ég á að fara að gefa þessu litla riti annað nafn, þótt nú sé farið að síga á seinni hluta yfiretandandi árs. Ég hitti marga góða menn fyrir, sem geðjaðist allvel að nefndu riti, þó í því efni yrði ég að vísu var við alt of margar undan- tekningar, min og málefnisins vegna eða gagnvart mér og mál- efninu. Held ég þó vist, að all- mörgum hafi geðjast dável að þvi, og sumir hafa látið í ljós við mig, að þeir hafi séð eftir, að geta ekki séð framhald þess. Það er þvi meðfram þess vegna, að ég tekst á hendur að reyna að koma út einu hefti nefnds rits, áður en þetta ár er liðið. Ástæður þess, að ég gat ekki haldið því út, voru nú auðvitað fyrst og fremst fjárhagsþröng, eiiis og allir munu kannast við á þessum tímum, ásamt fleiru, sem ég ekki hirði um eða gef raér tíma til að greina eða ræða um. — Allir vilja sitja við þann eld- inn, er bezt brennur, er fornt máltæki. Annars vegar.allir vilja hið bezta fyrir sig kjósa, og nátt- úrulífslögmál allrar lifstilveru heflr víst frá upphafi verið, er enn í-dag og mun verða, með- an heimurinn stendur, að vilja láta sér líða sem bezt. En svo er líka eitt okkar forna máltak, að það er ekki ætið bezt, sem barninu þykir, og fáir kunna öðrum mat að kjósa. Það sem einum þykir sælgæti, þykir öðr-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.