Árroði - 01.01.1938, Side 1

Árroði - 01.01.1938, Side 1
ARROÐI ÚTGEFANDi: ÁSMUNDUR JÓNSSON frá lyngum 6. ár. Reykjavík, 1938. 1.—5. tbl. ÁRROÐI 1938. Auk inn og endurprentaður frá 1934. Forspjall. Heiðruðu landar, menn og kon- ur, 8em kynnu að lesa eða yfir- vega hið litla rit, sem eg að þessu sinni tekst á hendur að gefa út. Náð Guðs og friður og hjástoð og líkn hans heilaga anda veri með yður iillum. Eins og ýmsum er kunnugt, tókst ég á hendur að gefa út lítilsháttar tímarit næstliðið ár, með »Árroða«-nafni. Það þótti sumum allvel valið nafn, og ef- ast ég um, hvort ég á að fara að gefa þessu litla riti annað nafn, þótt nú sé farið að síga á Beinni hluta yfirstandandi árs. Ég hitti marga góða menn fyrir, sem geðjaðist allvel að nefndu riti, þó í því efni yrði cg að visu var við alt of margar undan- tekningar, min og málefnisins vegna eða gagnvart mér og mál- efninu. Held ég þó víst, að all- mörgum hafi geðjast dável að þvi, og Bumir hafa látið í ljós við mig, að þeir hafi séð eftir, að geta ekki séð framhald þess. Það er þvi meðfram þess vegna, að ég tekat á hendur að reyna að koma út einu hefti nefnds rits, áður en þetta ár er liðið. Ástæður þess, að ég gat ekki haldið því út, voru nú auðvitað fyrst og fremst fjárhagsþröng, eins og allir munu kannast við á þessum tímum, ásamt fleiru, eem ég ekki hirði um eða gef raér tíma til að greina eða ræða um. — Allir vilja sitja við þann eld- inn, er bezt brennur, er fornt máltæki. Annars vegar.allir vilja hið bezta fyrir sig kjósa, og nátt- úrulíf8lögmál allrar lifstilveru hefir víst frá upphafi verið, er enn í dag og mun verða, með- an heimurinn stendur, að vilja láta sér liða sem bezt. En svo er líka eitt okkar forna máltak, að það er ekki ætíð bezt, sem barninu þykir, og fáir kunna öðrum mat að kjósa. Það sem einum þykir sælgæti, þykir öðr-

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.