Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 24

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 24
24 Á R R 0 :ð I Páll aál. dó á Teigingalæk hjá Jóni SveinsByni, ömmubróður aínum; drukknaði i svonefndu Eldvatni, sem er þar skamt frá. Var tekinn þangað sem vinnu- drengur eftir fráfall móður okk- ar sál. Ekki man ég, hvort hann náði fermingaraldri. JónogGuð- rún dóu nokkuð uppkomin hjá okkur á Lyngum. Ég er nú bú- inn að vera nokkuð lengi einn á lífi systkínanna, og búinn að sjá á bak þeirra, foreldra, konu, 4 sona minna, ásamt fltiri vanda- manna og ástvina. , Þá held ég að ég verði að- eins að minnast persónu-yfirlits foreldra minna, Hann var gild- ur meðalmaður á vöxt, svaraði sér vel bæði að andlitsBkapnaði og öðrum vexti, herðaþrekinn, hærður vel, jarpur á hár og skegg, karlmenni að burðum og lipurmenni i öllum handtökum; mun hafa mikið slagað upp í föður sinn sál., Ásmund, áður á minstan; vel gefinn bæði til munns og handa, mjög vand- virkur í öllu, er hann lagði hönd á og eftir þvi lagvirkur, beit lista vel við slátt og vanst því vel, en ekki að sama skapi þol- inn, þvi hann var heldur heilsu- linur og mun hafa valdlð tals- verðu um þaö, að hann var bú- inn að liggja; stórlegu innan við tvitugsaldur og mun hann hafa borið þess menjar mikinn part æfi sinnar, enda lá hann öðru hvoru á mínum uppvaxtarárum i lungnabólgu og landfarsóttum. Móðir min sál, Steinunn Jóns- dóttir, var kona mjög vel gefin^ lipur, prúð og snyrtileg i við- móti og framkomu allri, tæp> lega meðalhá að vexti, dáfrið i andlitsskapnaði, ljósleit á brún og brá með Ijósgult mikið hár, myndar- og driftarmanneskja í verkum sínum og allri fram- komu. Hún var kjörin til yfir- setukonu i bygðarlagi sinu og^ ferðaðist út að Odda á Rangár- völlum og lærði þar yfirsetu- kvennafræði hjá héraðslækni þar settum, fór siðla sumars og kom aftur um jólaleytið. Mér er í minni, hversu feginn ég varðr er hún kom heim, og mér eru i minni fleiri atvik í sambandi við fjærveru hennar. Vetur var vist harður, lagði að fyrir jóla- föstu alfarið og hélst vist nokk- uð lengi. Það var rúmt ár, er hún þjónaðií þeirri stöðu. Seinni part næsta vetrar lagðist hún banaleguna og dó um vorið og var það talin guluveiki, er varð banamein hennar. Mér ernokk- uð í minni enn heimilisástæð- urnar um það leyti, er hún féll frá. Við vorum 3 bræðurnir á heimilinu, ég elztur, og var hin- um tveimur komiö fyrir í dvöí>

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.