Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 32

Árroði - 01.01.1938, Blaðsíða 32
32 Á R R 0 Ð I V 0 R V I S U R Mörg þó þvingi þankaalóð þrautin stranga meina, þjóð að syngja aumarljóð samt míg langar reyna. Ljómi vorsins lýsir nú, lifið gjörvalt morar. Drottinn annist bygð og bú, björg og þarfir vorar. Yetur liður, vorar að, veikir kvíða i sinnis-stað. Veðrið blíða um hauðnrs haf — hagsæld lýða eykur það. Hvað á nú að yrkja um? Ung er frú í huganum. Um harmalúa? Ég hrindi’ ónum! í hæð skal snúa þönkunum. Ársins tíðir blessi blitt, Buðlung friði, hæða þýtt. Hressi lýða hagi hlýtt hnoss, er prýði ástar, nýtt. Vegleg ljómar vorsólin, viða hljómar lofgjörðin. Um æðsta dóma alvaldinn yrkja blómin nýsprottin. FiBka- og dýra-fjöldi þá fram órýr, er gjörir stá þangs- um -mýri loft og lá lof guðs skýra og vegsemd há. En þú maður álengdar? Ertu staður lofgjörðar? Ákvarðaður eilifrar engla-raða samvistar. Þú skalt bæra höfuð hátt, hjartans næra andardrátt. Guð þinn kæra göfga dátt gýgju hræra dag sem nátt. Hæsti dýrðar hertoginn, hrós án rýrðar lofgjörðin sé þjer skýrð, vor sigrarinn, sálnahirðir ástfólginn. Ásm. Jónsson. GAMALT SÁLMVERS. Kærleiksverk, sál mín, kepstu við, kristnum hæfir bezt samlyndið, er Blðar eigum, guðsbörn blíð, búa saman um alla tið. 0, Guð, tendra vorn elskueld með anda helgum fyrir Kriati skuld. Amen. DRAUMVÍSA Guð gefi oss öllum góða stund, góða stund úti og inni; Hann bjálpi oss i hinsta blund með helgri návist sinni.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.