Morgunblaðið - 08.01.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
80%afslætti
valdar vörur á allt að
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
GULA ljósið gerðist nokkuð frekt í eftirmiðdagsumferðinni á Suðurlands-
veginum í gær og var því íhlutunar handlaginna þörf. Viðgerðarmennirnir
virtu guluna fyrir sér áður en hafist var handa en betra er að hafa umferð-
arljósin í lagi þegar skammdegið byrgir bílstjórum sýn.
Morgunblaðið/Heiddi
Gult tók völdin
„ÉG held að fólk
ætli að berjast
eins og það getur
og láta ekki fólk
sem er nýkomið í
flokkinn ýta þeim
sem lengur hafa
starfað úr vegi,“
segir Sæunn
Stefánsdóttir, rit-
ari Framsókn-
arflokksins um
atburði á fundi Framsóknarfélags
Reykjavíkur í gærkvöldi.
Hópur félaga úr Framsókn-
arflokknum, þar á meðal Sæunn
Stefánsdóttir og Jón Sigurðsson,
fyrrverandi formaður, hefur sent frá
sér yfirlýsingu, þar sem fullyrt er að
fjandsamleg yfirtaka hafi farið fram
á fundi félagsins í fyrrakvöld, þar
sem skráðir voru 70 nýir félagar
undir lok dags.
Ólýðræðisleg vinnubrögð
„Með þeim hætti var félagið tekið
yfir og tillaga borin fram um nýjan
fulltrúalista á flokksþing í stað þess
sem stjórn hafði lagt fram. Sá listi
var tilraun til að hleypa að öllum
sjónarmiðum og því að okkar mati
lýðræðislega unninn. Jafnframt var
gerði tilraun til að setja fundarstjóra
af til að ná tökum á fundinum. Ekki
kom fram að yfirtakan byggði á
nokkrum málefnalegum grundvelli
heldur var tilgangurinn greinilega
sá að fá nýjan hóp framsókn-
armanna með atkvæðisrétt á flokks-
þingið sem framundan er,“ segir
m.a. í yfirlýsingu hópsins.
„Ég er sorgmædd yfir því að
Framsóknarflokkurinn skuli ekki
nýta sér það tækifæri sem nú gefst
til þess að kjósa sér nýja forystu,
móta stefnu og velja ný vinnubrögð
á væntanlegu flokksþingi. Ég tel að
þeir sem að þessu stóðu á fundinum í
gær hafi litið framhjá þessu tæki-
færi,“ segir Sæunn Stefánsdóttir.
jmv@mbl.is
Fólk mun
berjast
fyrir sínu
„Fjandsamleg yfir-
taka“ hjá Framsókn
Sæunn
Stefánsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FJÁRFESTINGAFÉLÖGIN Ex-
ista og Kjalar, sem áttu samtals 35
prósenta hlut í Kaupþingi, eiga kröf-
ur til gamla Kaupþings sem nema
a.m.k. 240 milljörðum króna vegna
framvirkra gjaldmiðlaskiptasamn-
inga. Með samningunum leituðust fé-
lögin við að verjast gengissveiflum,
samkvæmt upplýsingum frá félögun-
um, vegna veikingar krónunnar.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær gerir Kjalar kröfu
um að krafa félagsins upp á 650 millj-
ónir evra verði gerð upp á markaðs-
gengi krónunnar hjá evrópska seðla-
bankanum. Gengið þar er meira en 80
prósentum hærra en hjá Seðlabanka
Íslands. Evran er skráð á 290 krónur
þar en 167 krónur hjá Seðlabanka Ís-
lands. Miðað við það nemur virði
krafna Kjalars 190 milljörðum króna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er enn ekki ljóst hvernig gjald-
miðlaskiptasamningarnir verða gerð-
ir upp. Afar ólíklegt er að þeir verði
borgaðir út þar sem einfaldlega ekk-
ert fé er til svo það sé hægt. Þá er
einnig á reiki við hvaða gengi á að
miða.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur skilanefnd Kaup-
þings ekki viljað fallast á það með for-
svarsmönnum Kjalars að
samningarnir skuli gerðir upp á
markaðsgengi evrópska seðlabank-
ans, þegar kemur að skuldajöfnun
bankans og félagsins.
Exista á kröfur til gamla bankans
vegna gjaldmiðlaskiptasamninga upp
á 100 til 140 milljarða, allt eftir því
gengi sem miðað er við.
Milljarða-
samningar
Morgunblaðið/Golli
Hluthafar Exista átti 25% hlut í
Kaupþingi og Kjalar um 10 prósent.
Exista og Kjalar með hundraða
milljarða gjaldmiðlaskiptasamninga
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞRÍR piltar á sautjánda ári voru í gær dæmdir til að
greiða pilti á fjórtánda ári 100 þúsund krónur í miskabæt-
ur fyrir kynferðislega áreitni. Að öðru leyti var refsingu
frestað og fellur hún niður haldi þeir skilorð.
Brot piltanna fólst í því, að tveir þeirra héldu fórn-
arlambinu en sá þriðji leysti niður um sig buxurnar, beraði
lim sinn og otaði honum að andliti fórnarlambsins. Sló
hann limnum ítrekað í andlit og hendur þess. Allir játuðu
þeir sök en neituðu að um kynferðislegan verknað væri að
ræða. Athæfið átti sér stað í anddyri íþróttahúss eftir
íþróttaiðkun í janúar á síðasta ári.
Af framburði ákærðu má ráða að háttsemi sem þessi
hafi tíðkast í fjölda ára. Segir m.a. svo: „Ákærði kvað ekk-
ert vera kynferðislegt við getnaðarliminn á sér þegar hann
tæki hann út og setti hann í andlitið á öðrum karlmönnum.
Þetta gerðist margoft í fótbolta með yngri krökkum.“ Sá
hinn sami sagðist hafa séð bekkjarfélaga sína slá yngri
nemendur, á hans aldri eða ári eldri, í sturtunni eftir fót-
boltaleiki. Einnig kvað hann hið sama tíðkast í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. Verjendur kröfðust sýknu og byggðu
kröfur sínar á því að um „félagslegt fyrirbæri“ væri að
ræða, en einnig að háttsemin væri ekki kynferðisleg.
Fórnarlambið í málinu var á þrettánda ári þegar atvikið
átti sér stað. Í framburði piltsins kom fram að honum leið
illa eftir atburðinn. Honum hefði „fundist það hommalegt
og ógeðslegt að fá getnaðarlim framan í sig“.
Í niðurstöðu dómara kemur fram, að það að fá beran
getnaðarlim í andlit eða á líkama, gegn vilja sínum, hljóti
að brjóta gegn kynfrelsi einstaklingsins auk þess að teljast
siðlaus háttsemi. „Breytir þar engu um að sú háttsemi sé
talin eðlileg af einstökum einstaklingum, hópum eða undir
vissum kringumstæðum.“
Dóminn kvað upp Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari.
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sótti málið.
„Félagslegt fyrirbæri“
reyndist kynferðisbrot
Af hverju eru gjaldmiðlaskipta-
samningarnir gerðir?
Mörg íslensk fyrirtæki gerðu fram-
virka gjaldmiðlaskiptasamninga í
fyrra til þess að verjast geng-
issveiflum og áhrifum vegna þeirra á
eiginfjárstöðu fyrirtækja.
Um miklar fjárhæðir var að ræða,
eins og dæmin hér að ofan sýna.
Samningarnir gátu ýmist byggst á
því að veðja á veikingu krónunnar,
svo dæmi sé tekið, eða styrkingu og
var gjaldeyriskaupum hagað eftir
því.
Fyrirtæki gerðu í flestum tilfellum
samninga í stuttan tíma í senn, viku
eða hálfan mánuð, sem síðan voru
framlengdir ef ástæða þótti til.
S&S
Alls kyns niðurlæging
hefur verið landlæg í
búningsherbergjum
íþróttahúsa og skiptir
engu hvort um leikfimi
grunnskólanema er að
ræða eða æfingar eldri
flokka í hópíþróttum. Í
máli piltanna þriggja
sem dæmdir voru í gær
kemur fram að slíkt
væri „ekkert stórmál“.
Þorgerður Ein-
arsdóttir, dósent í
kynjafræði við Háskóla
Íslands, segir dóminn
mikilvægan til að taka
á slíku. „Það er orðið
svo margt sem við-
gengst og orðið er að
viðtekinni venju. Mér
finnst því mjög mik-
ilvægt að skýra hvar
mörkin liggja. Þetta er
ekki ásættanlegt at-
hæfi og ég myndi segja
það mjög alvarlegt ef
þetta er jafn algengt
og fram kemur í dómn-
um.“
Mörkin þurfa að vera skýr
LÖGREGLUNNI á höfuðborgarsvæðinu tókst að skakka leikinn þegar
tveimur hópum fólks lenti saman í Lönguhlíð í gærkvöldi.
Lögreglunni barst tilkynning um 10-15 manna hóp vopnaðan bareflum
sem ætti í útistöðum á áttunda tímanum. Enginn særðist í áflogunum að
sögn lögreglu sem sagðist hvorki hafa orðið vör við vopn né barefli.
Hóparnir héldu svo sína leið eftir íhlutun lögreglunnar.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var um hópa af ýmsu þjóðerni að
ræða og var fólkið um og yfir tvítugt. Ekki er vitað um orsakir þess að fólk-
inu lenti saman en að sögn lögreglu má að hluta til rekja það til tungu-
málaörðugleika.
Lögreglan skakkaði
leikinn í Lönguhlíðinni