Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
www.solskinsdrengurinn.is Verkefnið er styrkt af
Upplifðu sólina
í hjarta þínu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Laugavegi 63 • Sími 5514422
STÓRÚTSALA HAFIN
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
LEIÐANDI Í KÁPUSÖLU Í 70 ÁR
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsala
Glæsilegir
síðkjólar
Verð frá 9.990 kr.
M
bl
10
78
44
4
Eftir Alfons Finnsson
MJÖG góð aflabrögð hafa verið hjá
bátum á Snæfellsnesi að und-
anförnu og tíð verið góð frá ára-
mótum. Afli línubáta hefur verið
mjög góður og hafa aðkomubátar
streymt vestur.
Gunnar Bergmann, uppboðshald-
ari hjá Fiskmarkaði Íslands, segir
að aflinn sem fiskmarkaðurinn hafi
tekið á móti sé um 800 tonn frá ára-
mótum en á sama tíma á síðasta ári
hafi aflinn verið 407 tonn. Aflaverð-
mæti núna er 166 milljónir og með-
alverð 208 krónur á kílóið en á
sama tímabili í fyrra var aflaverð-
mætið 95 miljónir og meðalverð 200
krónur.
Gunnar segir ennfremur að fisk-
verð hafi hækkað um 4% á milli ára.
„Meðalverð á ýsunni núna er 145
krónur en var í fyrra 155 krónur.
Skýringin á þessari lækkun er að
núna er mikið framboð af fiski,“
segir Gunnar.
Fiskmarkaður Íslands rekur
slægingarþjónustu og hefur verið
mikið að gera að undanförnu hjá
starfsmönnum hennar. „Okkur sár-
vantar starfsfólk í slæginguna og
við höfum fengið fólk úr Grund-
arfirði okkur til aðstoðar,“ segir
Gunnar og bætir við að hann hafi
haft spurnir af því að starfsfólk
vanti í fiskvinnslufyrirtækin í Snæ-
fellsbæ. „Kreppan er ekki enn kom-
inn hingað,“ segir Gunnar.
Engin kreppa á Snæfellsnesi
„Sárvantar fólk
í slæginguna“
Morgunblaðið/Alfons
Gaman Guðmundur Magnússon á Kóna ll SH er ánægður með aflabrögðin.
VEGNA umfjöllunar Morgunblaðs-
ins um leiguverð hjá Byggingafélagi
námsmanna og ólgu á leigumarkaði
vegna hækkandi neysluvísitölu vill
Sigurður Páll Harðarson, fram-
kvæmdastjóri BN, koma því á fram-
færi að félagið er sjálfseignarstofnun
og leggur því ekki upp með að skila
sérstökum hagnaði eða arði. Mark-
mið BN sé þvert á móti að leigja íbúð-
ir eins ódýrt og kostur sé hverju sinni
til námsmanna.
Þá segir Sigurður ljóst að leiga fé-
lagsins sé enn í dag töluvert undir
meðalverði á markaði, eins og sjá má
í könnun Neytendasamtakanna um
leiguverð. Þar kemur m.a. fram að
meðalverð á tveggja herbergja íbúð á
markaði er nú 110.988 kr. á mánuði,
en 88.409 kr. hjá BN.
Leigjandi sem rætt var við í Morg-
unblaðinu í gær sagðist ekki sjá sér
fært að flytja, m.a. vegna þriggja
mánaða uppsagnarfrests á leigu-
samningi. Sigurður bendir á að þarna
sé um eðlilega viðskiptahætti að ræða
en félagið hafi jafnframt þá stefnu að
leigjandi þurfi ekki að greiða allan
uppsagnarfrestinn ef tekst að finna
nýja leigjendur áður en honum lýkur.
Reyna ekki
að græða á
stúdentum
RÚMLEGA 56 prósent þeirra sem
afstöðu tóku í könnun Capacent Gall-
up um hvort þeir vildu taka upp nýja
mynt hér á landi eða ekki, sögðust
hlynnt einhliða upptöku alþjóðlegrar
myntar. Tæplega 22 prósent voru
andvíg þeirri hugmynd og 22 pró-
sent sögðu hvorki né.
Könnunin var unnin fyrir óform-
legan hóp einstaklinga, en fyrir
hópnum fór Birgir Tjörvi Pétursson,
forstöðumaður Rannsóknarmiðstöð-
ar um samfélags- og efnahagsmál.
Einnig var spurt hvenær fólk vildi að
ný mynt yrði tekin upp. Tæplega 70
prósent þeirra sem vilja taka upp
aðra mynt vildu sjá það gerast á
næstu sex mánuðum.
Samanlagt vildu 85,3 prósent
þeirra sem vilja gjaldmiðilsbreyt-
ingu að það yrði gert á næstu 7 til 12
mánuðum.
Meirihluti vill nýja
mynt skv. könnun
$"( )$ $*
+
( ,
+$$ $
$ "$&&
, -
$%$!$*$+$
-
<
$%$
$$
$
&&$+$$ - /012<
341/<
5615<
217<
(
!
BRYNHILDUR Guðjónsdóttir,
leikkona og leikskáld, hlaut í gær Ís-
lensku bjartsýnisverðlaunin 2008.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti verðlaunin, áletr-
aðan verðlaunagrip úr áli og verð-
launafé að upphæð 1 milljón króna.
Brynhildur Guðjónsdóttir lauk
leiklistarnámi frá Guildhall School of
Music and Drama í London vorið
1998. Áður hafði hún útskrifast með
BA gráðu í frönsku frá Háskóla Ís-
lands. Hún hlaut fastráðningu hjá
Þjóðleikhúsinu árið 1999 og hefur
leikið þar fjölmörg hlutverk. Hún
hlaut Grímuna 2006 sem besta leik-
kona í aukahlutverki fyrir hlutverk
Sólveigar í Pétri Gaut, og tvenn
Grímuverðlaun 2008 fyrir einleikinn
Brák, það er sem leikskáld ársins og
leikkona ársins í aðalhlutverki.
Dómnefnd verðlaunanna skipa
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, sem er formaður
nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn
Einarsson og Örnólfur Thorsson.
Alcan á Íslandi hf. verið bakhjarl
verðlaunanna frá árinu 2000.
Brynhildur fékk bjartsýnis-
verðlaun forseta Íslands