Morgunblaðið - 08.01.2009, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
LÝÐRÆÐIÐ Thomas Wallgren, heimspek-
ingur, baráttumaður fyrir hag þróunarríkja og
einn stofnenda Græningjaflokksins í Finnlandi.
H
ugsjónamaðurinn Thomas Wallgren
fyllir flokk þeirra Finna sem eru gagn-
rýnir á samstarfið við Evrópusam-
bandið. Hann nálgast gagnrýni sína
öðrum þræði frá vinstri.
Meðal þess sem hann telur ámælisvert er að
ESB standi fyrir „landtöku“. Það hugtak vísar í
þessu tilviki til þess þegar land er tekið af fólki í
þriðja heiminum til að tryggja þar kolefnisbind-
ingu í loftslagssamningum.
Til lengri tíma litið metur Wallgren það svo
að ESB muni beita aflsmunum í þriðja heim-
inum í því skyni að tryggja aðildarríkjunum að-
gang að auðlindum og vísar til þess að ljóst sé að
aðgangur að auðlindum muni verða bitbein í al-
þjóðakerfinu á næstu áratugum.
Wallgren lítur einnig svo á að Lissabon-
sáttmálinn sé einstakur að því leyti að þar sé
meira gert úr réttindum stórfyrirtækja en ein-
staklinga. Sem stjórnarskrá sé sáttmálinn ein-
stakur hvað þetta varði og brjóti í bága við lýð-
ræðishefð síðustu tveggja alda.
Þrátt fyrir hugmyndafræðilega andstöðu sína
við ýmislegt í stefnu Evrópusambandsins er
Wallgren engu að síður ánægður með eitt og
annað í stefnu þess. Hitt sé ljóst að ef hann
stæði frammi fyrir tveimur valkostum, að vera
eða vera ekki í ESB, þá kysi hann að vera ekki í
sambandinu.
Málið snúist um að halda uppi gagnrýni á
ESB og þannig hafa um það að segja hvaða
stefnu það taki.
Hann fer hins vegar ekki ofan af þeirri skoð-
un sinni að sambandið sé ólýðræð-
islegt í eðli sínu.
Sambandið sé víti fyrir Ísland til
að varast.
„Ég tel að það yrði afar leitt ef
Ísland myndi ganga í ESB. Sam-
bandið hefur verið lykilþátttakandi
í að viðhalda hinu alþjóðlega hag-
kerfi sem átt hefur þátt í falli ís-
lenska hagkerfisins og annarra
hagkerfa. Sambandið er ein-
staklega lint þegar kemur að
gagnsæi fjármálamarkaða og lýð-
ræðislegri stjórn yfir mörkuðunum
almennt. Sambandið er því hluti af
vandamálinu á heimsvísu, ekki
hluti lausnarinnar. ESB er að
grunni til ólýðræðisleg stofnun. Af
því leiðir að ef við viljum koma á nýju regluverki
um fjármálamarkaðina í Íslandi, jafnt sem í öðr-
um löndum, þá má ekki veita sambandinu meiri
völd.
Ég væri mjög ánægður ef ESB væri valda-
mikið, lýðræðislegt samband sem beitti sér með
ábyrgum hætti við smíði regluverksins um
fjármálamarkaðina. Það sama gildir í loftslags-
málum. Ef svo væri þá myndi ég vel við una.
Það er hins vegar svo að Evrópusambandið
sem við búum við á lítið sameiginlegt með
Evrópusambandi drauma okkar. Það er mjög
ólýðræðislegt og hefur ekki komið fram sem sá
þátttakandi í alþjóðamálum sem það gæti ver-
ið.“
Auðvaldið fær sama rétt og fólkið
Wallgren telur Lissabon-sáttmálann lýsandi
fyrir þá stefnu sem sambandið hafi tekið.
„Í sáttmálann skortir ákvæði um að valdið til-
heyri fólkinu. Í 200 ár hefur það
verið grundvallarregla hins
stjórnmálalega umhverfis að
valdið tilheyri fólkinu [...] Það er
útilokað fyrir allan almenning að
hafa eftirlit með því valdaafsali
sem hlýst af inngöngu í ESB.“
Inntur eftir afstöðu sinni til
framlags sambandsins til mann-
réttindamála telur Wallgren það
skilgreina þau á framsækinn
hátt, þó með síður afgerandi
hætti en hefð sé fyrir á Norður-
löndum. Sama eigi við um réttindi
launþega.
„Það sem Lissabon-sáttmálinn
gerir, og það er sögulegt, er að
þar er réttindum stórfyrirtækja
og atvinnulífsins gert jafn hátt undir höfði og
réttindum einstaklinga [...] Lýðræðishallinn í
Evrópusambandinu væri spaugilegur ef við
byggjum ekki við hann.“
Sýndarmennska í mannréttindamálum
Wallgren telur sem fyrr segir að ESB sé
ólýðræðislegt bandalag og að margt í mannrétt-
indastefnu þess sé sýndarmennska. Hann telur
ekki mikinn mun á stefnu ESB almennt, þar
með talið í efnahagsmálum, og í stefnu Finna.
Hans mat er að það sé mjög erfitt að meta áhrif-
in á finnskan efnahag af inngöngunni í ESB.
Hvað varðar velgengi Nokia og áhrifin af ver-
unni í ESB á starfsemi fyrirtækisins, sem talið
er hafa á sínum tíma notið góðs af regluverki
ESB í fjarskiptum, kveðst Wallgren þeirrar
hyggju að illt sé fyrir Finna að reiða sig í svo
miklum mæli á eitt fyrirtæki.
Hann metur það svo að ESB sé ekki sá afl-
vaki félagshyggju sem af sé látið.
„Ég tel að það liggi í augum uppi að ESB-
aðild er neikvæð fyrir viðgang félagslegs rétt-
lætis [...] Aðildin leiðir þvert á móti til þess að
erfiðara er að viðhalda stefnumálum í anda slíks
réttlætis í álfunni.“
Wallgren víkur því næst að efnahagsstefnu
ESB sem hann telur að miði frekar að því að
halda verðbólgu niðri en að því markmiði að
sporna gegn atvinnuleysi. Að öllu samanlögðu
kýs Wallgren „ESB a la carte“, það er lauslegra
bandalag þar sem hver þjóð velur það sem
henni býður og hentar eigin hagsmunum.
Fjölmiðlamenn bregðast skyldum sínum
Wallgren setur gagnrýni sína í heimspekilegt
samhengi þegar hann víkur að þeirri skoðun
sinni að við hrærumst í samfélagi þar sem lítil
virðing sé borin fyrir sannleikanum. Fjölmiðla-
menn og stjórnmálamenn hafi brugðist þeirri
skyldu sinni að benda á gagnrýniverðar hliðar
Evrópusambandsins. Mikið bil sé á milli skoð-
ana stjórnmálamanna og blaðamanna og hins
almenna borgara gagnvart sambandinu.
Wallgren hefur nú gengið til liðs við finnska
jafnaðarmenn og það liggur því beinast við að
spyrja hvort hann styðji ekki samvinnuhugsjón-
ina að baki sambandinu, líkt og svo margir jafn-
aðarmenn í Evrópu. Það stendur ekki á svarinu.
Að hans mati stríðir ESB-aðild gegn hugsjón-
inni að baki alþjóðlegri samvinnu, enda hafi að-
ild það í för með sér að aðildarríkin verði upp-
tekin af sambandinu og þeirri bandalagsrembu
(samanber þjóðernisrembu) sem það kalli fram í
aðildarríkjum. Sögubækur séu endurskrifaðar
til að örva loga þjóðerniskenndar innan ESB,
líkt og í Bandaríkjunum. Óttinn við lýðræðið
hafi fært Finna nær ESB.
Ólýðræðislegt og í þágu auðvaldsins
Einn stofnenda Græningjaflokksins í Finnlandi fer hörðum orðum um ESB og ýmsar áherslur þess
Telur einboðið að Lissabon-sáttmálinn hygli stórfyrirtækjum á kostnað alls almennings í Evrópu
Thomas Wallgren
RÖKIN Á MÓTI Mikko Sauli, ung-
liði í finnska jafnaðarmanna-
flokknum og alþjóðasamtök-
unum Attac, sem berjast gegn
útbreiðslu nýfrjálshyggjunnar.
A
ð minni hyggju felur Evr-
ópusambandið í sér marg-
ar þversagnir þegar það
er borið saman við hið
hefðbundna skandinavíska vel-
ferðarmódel, velferðarkerfið sem
ég styð sjálfur […] Allt tal um
sameiginleg evrópsk gildi og
hvernig við kunnum að meta vel-
ferðarkerfið eru innantóm orð ef
framkvæmd þeirra er falin í hend-
ur hinum frjálsa markaði. Það sem ESB leggur
áherslu á í aðildarríkjunum er í mótsögn við
hugmyndina að baki félagshyggju í Evrópu,“
segir Mikko Sauli, sem var áður formaður ung-
liðahreyfingar jafnaðarmanna í Finnlandi.
„Sjálfur hef ég meiri efasemdir gagnvart
Evrópusamstarfinu en flestir Finnar. Afstaða
mín miðast ekki við að horfið verði frá samstarf-
inu heldur miklu frekar við að staðið verði fyrir
umbótum á sambandinu.“
Inntur eftir því hverju hann
vilji breyta segir Sauli ESB hafa
stigið of langt til hægri með inn-
leiðingu frjálshyggjunnar, en ját-
ar hins vegar aðspurður að
áherslur sambandsins í efnahags-
málum taki mið af því hvaða efna-
hagsstefna hljóti mestan hljóm-
grunn hverju sinni. Hitt liggi fyrir
að ESB hafi hallað á þriðja heims
ríki í framgöngu sinni á al-
þjóðavettvangi.
Tími umbóta runninn upp
Sauli vill sjá umbætur í Evrópu
og á þá við að Evrópusambandið
færist í átt frá nýfrjálshyggjunni
og til meiri félagshyggju. Nú sé
rétti tíminn að móta nýja Evrópu. Margir Finn-
ar séu gagnrýnir á sambandið og þær raddist
heyrist frá áberandi fólki að leggja beri ESB
niður með öllu. Hvaða finnska jafnaðarmenn
varði séu margir forystumanna flokksins mjög
fylgjandi samstarfinu við sambandið. Meirihluti
Finna sé einhvers staðar þarna mitt á milli og
mikill minnihluti þeirrar hyggju að ganga beri
úr sambandinu.
Inntur eftir afstöðu sinni til grunnhugmynd-
anna að baki stofnun sambandsins segir Sauli
þá hugsjón að baki stofnun ESB, að halda frið í
álfunni um aldur og ævi, fallega. Veruleikinn á
bak við sambandið í dag sé hins vegar flóknari.
„Evrópusambandið boðar einkavæðingu á
næstum öllum sviðum þjóðlífsins, í nánast öllum
geirum samfélagsins. Megináherslan í efna-
hagsmálum hefur áhrif á alla stefnugerð sam-
bandsins, þar með talið á sviði félagslegrar
þjónustu,“ segir Sauli, í rökstuðningi fyrir þeirri
skoðun að ESB grafi undan velferðinni.
Þá taki evrópski seðlabankinn þá áhættu að
vinna gegn atvinnusköpun í álfunni með því að
halda evrunni svo sterkri. „Þetta er ekki rétti
tíminn fyrir slíka stefnu,“ segir hann.
Sauli lítur svo á að sambandið sé orðið að
handhægum blóraböggli sem grípa megi til þeg-
ar þurfi að réttlæta ákvarðanir sem enginn
myndi ella vilja bera pólitíska ábyrgð á.
„Sambandið þrengir mjög að þeim kostum
sem okkur standa til boða á sviði stjórnmál-
anna, því mikið af ákvörðunum og lagasetn-
ingum þessa dagana kemur nú frá Brussel.
ESB er fyrirbæri sem er auðvelt fyrir stjórn-
málamann að skýla sér á bak við,“ segir Mikko
Sauli, sem kveðst þó vera ánægður með utan-
ríkisstefnu sambandsins og áherslu þess á fjöl-
þjóðlegar lausnir í alþjóðamálum.
Bandalag nýfrjálshyggjunnar
Ungliði í finnska jafnaðarflokknum telur ESB vega að velferðarkerfinu
Sambandið færist á ný í átt til félagshyggju Jafnaðarmenn fylgjandi ESB
Mikko Sauli
MENNING Johanna Iivanainen söngkona.
J
ohanna Iivanainen stóð frammi fyrir
erfiðu vali fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una 1994. Áttu Finnar að gerast aðilar
að ESB eða standa utan við sambandið?
Á endanum kaus hún inngöngu.
Iivanainen, sem þykir ein efnilegasta djass-
söngkona Finnlands, er af landsbyggðinni og
segir fólk þaðan hafa verið tortryggið gagn-
vart inngöngunni, enda hafi það ekki haft
mikla þekkingu á Evrópusamstarfinu. Íbúar
Helsinki hafi almennt verið hlynntari aðild. Nú
séu flestir kollegar hennar hlynntir aðildinni,
en sjálf segist Iivanainen vera ánægð með
hversu auðvelt sé orðið að ferðast til Evrópu-
sambandslandanna.
Ferðahliðin
mikilvæg
Johanna Iivanainen.
Erfið aðildarspurning
Margir íbúa Helsinki
telja sig hafa færst
nær Evrópu eftir
inngönguna í ESB.
Ljósmyndir | Baldur
Evrópusambandið | Finnland