Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 20
20 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
HAMAS-samtökin eiga rætur að
rekja til Bræðralags múslíma,
stærstu stjórnarandstöðuhreyf-
ingar margra arabalanda og elstu
og stærstu hreyfingar íslamista í
heiminum.
Eftir að sex daga stríðinu árið
1967 lauk leituðust Ísraelar við að
styrkja íslamskar hreyfingar á her-
numdu svæðunum til að grafa undan
palestínskum þjóðernissinnum. Eitt
af fyrstu verkum Ísraela eftir stríðið
var að sleppa nokkrum af frammá-
mönnum Bræðralags múslíma úr
fangelsi, þeirra á meðal Ahmad
Yassin, sem síðar stofnaði Hamas.
Sex árum eftir stríðið kom Yassin
á fót góðgerðastofnuninni Mujama,
sem rak m.a. sjúkrahús, barnaheim-
ili og skóla. Ísraelsk yfirvöld á Gaza-
svæðinu hvöttu Mujama til að sækja
um skráningu sem góðgerð-
arstofnun árið 1978 og Ísraelar
styrktu hana fjárhagslega með
óbeinum hætti með það að markmiði
að kljúfa Palestínumenn.
Ísraelar snerust gegn Mujama
Í byrjun níunda áratugarins tóku
Mujama-menn að beita ofbeldi gegn
stofnunum eða fyrirtækjum sem
þeir álitu í andstöðu við íslam, svo
sem kvikmyndahúsum, veitinga-
húsum sem seldu áfengi og spilavít-
um. Þegar hreyfingin tók að sýna
aukinn pólitískan metnað snerust
Ísraelar gegn Mujama. Þeir hand-
tóku Yassin og tólf samstarfsmenn
hans og lögðu hald á vopnabúr
Mujama árið 1984.
Yassin og fleiri íslamistar stofn-
uðu síðan Hamas í desember 1987 til
að gera bandamönnum Bræðralags
múslíma kleift að taka þátt í inti-
fada, uppreisn Palestínumanna
gegn hernámi Ísraela á árunum
1987-1993.
Í stofnsáttmála Hamas frá ágúst
1988 er boðað að íslam muni tortíma
Ísrael og því er lýst yfir að öll Pal-
estína sé íslamskt land sem múslím-
ar geti aldrei gefið eftir.
Ólíkt Yasser Arafat, leiðtoga
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO), studdi Hamas ekki Saddam
Hussein Íraksforseta í Persaflóa-
styrjöldinni eftir að Írakar gerðu
innrás í Kúveit árið 1990. Þess í stað
hvatti Hamas Íraka og Bandaríkja-
menn til þess að kalla hersveitir sín-
ar heim. Styrjöldin varð til þess að
mörg arabaríki, einkum Sádi-
Arabía, tóku að styðja Hamas fjár-
hagslega, fremur en PLO. Það sama
hefur Íran gert.
Samfélagsþjónusta Hamas
Þessi fjárhagsstuðningur varð til
þess að Hamas gat að miklu leyti
tekið við hlutverki PLO í velferð-
armálum og vinsældir íslömsku
samtakanna meðal almennings á
svæðum Palestínumanna jukust.
Þótt Hamas-samtökin séu þekkt-
ust fyrir trúarofstæki og mann-
skæðar sjálfsvígsárásir á Ísraela
hafa þau lagt mikið af mörkum í
samfélagsmálum á svæðum Palest-
ínumanna. Ráðstöfunarfé Hamas
hefur að miklu leyti verið notað til
að halda uppi umfangsmikilli sam-
félagsþjónustu. Samtökin hafa
t.a.m. rekið skóla, heimili fyrir mun-
aðarlaus börn, heilsugæslustöðvar,
súpueldhús og staðið fyrir íþrótta-
mótum. „Um það bil 90% starfsem-
innar eru á sviði samfélags-, vel-
ferðar-, menningar- og
menntamála,“ segir ísraelski fræði-
maðurinn Reuven Paz, sem hefur
sérhæft sig í rannsóknum á ísl-
ömskum hreyfingum í heiminum.
Talið er að yfir 500 manns hafi
látið lífið í rúmlega 350 árásum
Hamas frá árinu 1993. Þótt sam-
tökin hafi léð máls á langvinnu
vopnahléi hafa þau aldrei viljað við-
urkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis.
AP
Frið og dauða Nemar við Íslamska háskólann í Íslamabad halda á myndum af leiðtogum Hamas á mótmælafundi
gegn hernaði Ísraela á Gaza-svæðinu. Á spjöldunum stendur: „Við viljum frið“ og „Deyðu, Ísrael, deyðu“.
Ofbeldi beitt í bland
við góðgerðarstarf
Vinsældir Hamas má rekja til víðtækrar samfélagsþjónustu
Heimild: Global Security
Lengd (sm)
Þvermál (mm)
Þyngd (kg)
Sprengihleðsla (kg)
Hámarksdrægi (km)
80
60
5.5
0.5
3-4,5
180
150
32
5-9
8-9,5
200
170
90
10-20
10-12
283
122
72
18
18-20
294
122
74
18-22
34-45
Q
as
sa
m
-1
Q
as
sa
m
-2
Q
as
sa
m
-3
G
ra
d
(R
ús
sl
an
d,
Ír
an
)
W
S
-1
E
(K
ín
a)
Netivot
Ashkelon
Hamas og fleiri vopnaðar hreyfingar Palestínumanna á
Gaza-svæðinu eiga nokkrar tegundir flugskeyta sem þær hafa
beitt gegn Ísraelum.
FLUGSKEYTI HAMAS
Kiryat Gat
Sderot
Ofakim
Netivot
Ashdod
Yavne
Gadera
Kiryat
Malachi
Í S R A E L
M
að
ur
, t
il
vi
ðm
ið
un
ar
E
G
Y
P
T
A
-
L
A
N
D
G A Z A
Miðjarðarhaf
10 km
20 km
40 km
Byggðir sem Hamas hefur
skotið flugskeytum á
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
HART er nú lagt að Ísraelum og
Hamas-hreyfingunni að fallast á til-
lögu Frakka og Egypta um vopnahlé
á Gaza. Var ísraelska ríkisstjórnin
boðuð til fundar í gær um tillöguna
en einnig um það hvort enn ætti að
herða hernaðinn á Gazasvæðinu.
Margt bendir þó til, að Ísraelar séu
að tapa áróðursstríðinu. Sæta þeir
nú alþjóðlegri fordæmingu vegna
dauða um 40 manna í skólabyggingu
á Gaza og alþjóðleg hjálparsamtök
hafa hvatt Evrópuríkin til að endur-
skoða samband sitt við Ísrael.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur tekið vel
í vopnahléstillöguna hver svo sem
afstaða hennar og Bandaríkjastjórn-
ar verður í öryggisráðinu. Gabriela
Shalev, sendiherra Ísraels hjá SÞ,
sagði það eitt um tillöguna, að hún
yrði skoðuð „gaumgæfilega“ en jafn-
vel þótt Ísraelar féllust á tillöguna,
er talið ólíklegt, að Hamas gerði það
fengju Ísraelar að stýra áfram allri
neyðaraðstoð, sem flutt er til Gaza.
Afdrifarík árás
Árás Ísraela á skóla á Gaza og
dauði um 40 manna, aðallega
óbreyttra borgara, kvenna og barna,
sem þar höfðu leitað skjóls, hefur
vakið mikla hneykslan. Var skólinn
tryggilega merktur Sameinuðu
þjóðunum og fulltrúar þeirra höfðu
áður gefið Ísraelum upp nákvæma
staðsetningu hans.
Margir telja, að árásin marki
tímamót og nú hafa ríkisstjórnir víða
um í fyrsta sinn látið í sér heyra og
fordæmt Ísraela harðlega. Benita
Ferrero-Waldner, sem fer með sam-
skipti við önnur ríki í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, sagði á
fundi með Shimon Peres, forseta
Ísraels, í fyrradag, að Ísraelar væru
„að eyðileggja ímynd sína“. Undir
það hafa ýsmir fjölmiðla- og ímynd-
arfræðingar tekið, til dæmis franski
sérfræðingurinn Dominique Wolton.
Hún segir, að Ísraelar eigi vissulega
sín rök en þeir sjái jafnan til þess að
drekkja þeim með ofbeldi.
Skora á ESB að endurskoða
samstarf við Ísrael
Ýmsar kunnar hjálparstofnanir
hafa sameinast um að skora á Evr-
ópusambandið að endurnýja ekki
samstarfssamninga við Ísrael eða
þar til samið hafi verið um vopnahlé
á Gaza og um óhindraðan flutning á
matvælum, lyfjum og annarri að-
stoð.
Daleep Mukarji, yfirmaður sam-
takanna Christian Aid í Bretlandi og
á Írland sagði, að trúverðugleiki
Evrópusambandsins væri í húfi.
„Það er með öllu óhugsandi, að
Ísraelar séu látnir njóta ýmissa
hlunninda næstum eins og hvert
annað aðildarríki að Evrópusam-
bandinu á sama tíma og þeir virða að
vettugi alþjóðasamninga um mann-
réttindi og neita að binda enda á of-
beldið með samningum,“ segir í yf-
irlýsingu frá hjálparsamtökunum,
meðal annars Oxfam.
„Matvæli eru að ganga til þurrðar,
rafmagn og vatn er farið af og skolp-
ið flýtur eftir götunum. Að verð-
launa þá, sem fyrir þessu standa, er
óviðunandi.“
Vilja vopna-
hlé án tafar
ESB endurskoði samninga við Ísrael
AP
Mannfall Beðið yfir líkum þeirra,
sem létust í skólaárásinni.
Í HNOTSKURN
» Hamas-hreyfingin hefurverið við völd á Gaza frá því
í júní 2007 en allan þann tíma
hafa Ísraelar haft svæðið í eins
konar herkví og stýrt og tak-
markað allan flutning þangað.
» Hamas-liðar hafa skotiðflugskeytum á Ísrael og
hertu mjög þær árásir snemma
á síðasta ári. Þær hafa að vísu
aðeins valdið dauða fárra
manna en engu að síður verið
alvarleg ógn.
» Tilgangur Ísraela með inn-rás á Gaza er að binda enda
á flugskeytaárásir en líklega
mun enn einu sinni koma í ljós
að deilan verður ekki leyst á
vígvellinum.
YFIRMENN
hersins í Ástr-
alíu óttast, að
vegna loftslags-
breytinga sé
hætta á, að ýmis
ríki á Kyrrahafs-
svæðinu brotni
saman. Það geti
síðan kynt undir
ólgu og jafnvel
styrjöldum.
Herinn segir í nýrri skýrslu, að
hann verði að búa sig undir að tak-
ast á við afleiðingar loftslagsbreyt-
inga. Þá er fyrst og fremst átt við
hækkandi sjávarborð en það getur
leitt til upplausnar í ríkjum, sem
eru veikburða fyrir.
Herforingjarnir telja, að Ástr-
alíumenn verði hugsanlega að
senda hermenn til ýmissa landa til
að stilla þar til friðar og annast
neyðaraðstoð. Kemur þetta fram í
dagblaðinu Sydney Morning Her-
ald, sem komst yfir skýrsluna, sem
stimpluð er trúnaðarmál.
Gerir ráð fyrir að „umhverf-
isflóttamönnum“ fjölgi
„Loftslagsbreytingar og aukið
álag á náttúruna af þeim sökum
mun hafa alvarlegar afleiðingar
víða um heim,“ segir í skýrslunni
og er áströlskum stjórnvöldum
ráðlagt að búa sig undir stórauk-
inn fjölda „umhverfisflóttamanna“.
Ástralarnir telja mikla hættu á,
að loftslagsbreytingar muni leiða
til vopnaviðskipta og ekki aðeins í
þriðja heiminum. Í því sambandi er
bent á norðurheimskautið en
hverfi ísinn að miklu leyti megi bú-
ast við mikilli ásókn margra ríkja í
auðlindir þar.
svs@mbl.is
Óttast að loftslagsbreyt-
ingar leiði til styrjalda
Náttúruhamfarir
verða æ tíðari.