Morgunblaðið - 08.01.2009, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eins og framkom íMorg-
unblaðinu í gær
hefur verið erfið-
leikum bundið að
ganga frá samn-
ingum um að ljúka
byggingu Tónlist-
ar- og ráðstefnuhúss eftir að
forsendur samningsaðila
breyttust í kjölfar fjár-
málakreppunnar. Augljóst er
að bæði ríki og borg vex í aug-
um sú fjárhagslega skuldbind-
ing er húsið hefur í för með sér
á erfiðum tímum. Talið er að
það kosti 12-14 milljarða að
ljúka byggingunni. Það er mik-
ið fé.
Það breytir þó ekki þeirri
staðreynd að versti kosturinn í
stöðunni er að tapa þeim fjár-
munum sem þegar hafa verið
lagðir í framkvæmdina, eins og
nú er ljóst að verður raunin ef
framkvæmdir eru stöðvaðar
núna. Kostnaðurinn við slíkt
tap, auk þess kostnaðar sem
fylgir því að semja um alla
verkhlutana á nýjan leik síðar,
mun óhjákvæmilega leiða til
mun fjárfrekari framkvæmdar
að lokum, heldur en ef haldið er
áfram nú. Það blasir við hverj-
um sem lítur bygginguna aug-
um að hún er komin það langt á
veg að henni verður að ljúka.
Þjóðin á því töluvert undir
því að ríki og borg sameinist
um að halda framkvæmdinni
áfram, þótt eitthvað verði hægt
á ferlinu. Þess ber að geta í
þessu sambandi að
verkið krefst um-
talsverðs mannafla
og mun því skapa
atvinnu.
Um neikvæð
áhrif þess að hafa
það sem Ólafur
Elíasson, mynd-
listarmaður, nefndi „rúst í mið-
borginni“ í langan tíma þarf
ekki að fjölyrða. Sú staða er al-
gjörlega óviðunandi fyrir upp-
byggingu og þróun í miðborg-
inni og jafnframt skaðleg
ímynd bæði ríkis og borgar.
Það kostar líka peninga.
Ekki má heldur gleyma já-
kvæðum áhrifum tónlistarhúss
fyrir íslenskt samfélag. Eins og
Ólafur Elíasson bendir á var
húsið ekki hugsað til skamms
tíma. Því er ætlað að svara
brýnni þörf íslensks tónlistar-
lífs fyrir slíkt hús um langa
framtíð. „Tónlistarhúsið er
ekki bara „hlutur“, heldur þátt-
ur í stærri samfélagsstrúktúr, í
þróun og uppbyggingu mennt-
unar, skólakerfisins, listrænn-
ar sköpunar – það er farvegur
fyrir þekkingu og hugmyndir,“
segir hann.
Bygging Tónlistarhúss mun
kosta sitt, rétt eins og bygging
Þjóðleikhúss og Þjóðarbók-
hlöðu á sínum tíma. Ef horft er
til hennar sem fjárfestingar í
framtíð þjóðarinnar ætti að
vera auðvelt að ná sátt um að
ljúka verkinu þótt það taki
vafalaust lengri tíma en upp-
haflega var áformað.
Versti kosturinn í
stöðunni er að tapa
þeim fjármunum
sem þegar hafa ver-
ið lagðir í fram-
kvæmdina}
Að ljúka Tónlistarhúsi
Undarlegvinnubrögð
hafa verið hjá yfir-
völdum í Reykja-
vík vegna óska Fé-
lags múslima á
Íslandi um lóð undir mosku.
Þessi vandræðagangur hefur
staðið yfir í hvorki meira né
minna en níu ár, eða frá árinu
2000.
Í frétt í Morgunblaðinu í
gær segir að þessi umsókn
hafi þótt vandmeðfarin vegna
þess að í henni hafi verið gert
ráð fyrir háum turni og all-
miklu byggingarmagni. Nú
hafi hins vegar verið slegið
talsvert af þeim kröfum og því
ætti að vera auðveldara um vik
að finna lóð þar sem moskan
fellur vel að umhverfinu.
Hingað til hefur einmitt ver-
ið sérlegt keppikefli að trúar-
byggingar láti lítið yfir sér í
Reykjavík. Því bera til dæmis
vitni Hallgrímskirkja og
Landakotskirkja, sem reistar
eru af slíkri hógværð að veg-
farandinn tekur ekki eftir
þeim nema skilningarvitin séu
spennt til hins ýtrasta – eða
hvað?
Að öllu gamni
slepptu er óhætt
að segja að
borgaryfirvöld séu
á villigötum. Áber-
andi moska með
glæstum turni myndi setja
svip á borgarbraginn og yrði
kærkomin viðbót. Það á ekki
að vera skilyrði fyrir því að
hér verði reist moska að eng-
inn taki eftir henni. Hvergi á
byggðu bóli eru gefin leyfi fyr-
ir því að reisa jafnáberandi
bensínstöðvar í þéttbýli og í
Reykjavík. Þegar sótt er um
byggingarleyfi fyrir mosku
hrekkur hins vegar kerfið í
baklás.
Borgarflóran í Reykjavík á
að koma fram á yfirborðinu.
Það á ekki að fela fjölbreytn-
ina, heldur hampa henni. Ís-
lendingar eiga að taka á móti
nýjum íbúum eins og þeir vilja
að tekið sé á móti þeim sjálfum
á erlendri grund. Á Íslandi
eiga öll trúarbrögð sama rétt,
þótt meirihlutinn aðhyllist
kristindóm. Það á ekki að vefj-
ast fyrir borgaryfirvöldum að
veita byggingarleyfi fyrir
mosku í Reykjavík.
Byggingarleyfi á
ekki að vefjast fyrir
borgaryfirvöldum }
Moska í Reykjavík
H
alla Eyjólfsdóttir?
Varla nafn sem margir hafa á
hraðbergi.
Sjálfur minnist ég þess ekki
að hafa heyrt nafn hennar fyrr
en nú um jólin þegar lítil bók barst mér í pakka
vestan frá Ísafirði. Bókin ber titilinn Svanurinn
minn syngur – Ljóð og líf skáldkonunnar Höllu
Eyjólfsdóttur.
Það er Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræð-
ingur á Ísafirði sem tekið hefur bókina saman,
valið í hana ljóð eftir þessa alþýðuskáldkonu og
skrifað að henni fallegan formála.
Guðfinna segir frá því að Halla, sem reyndar
hét fullu nafni Hallfríður Guðrún, hafi búið með
fjölskyldu sinni rausnarbúi á Laugabóli innst í
Ísafjarðardjúpi seint á nítjándu öld og í byrjun
þeirrar tuttugustu. Það var hins vegar ekki
hlutskiptið sem hún hafði óskað sér en aðstæður þessa
tíma buðu ekki upp á annað. Hún leitaði frelsisins í ljóðlist-
inni, eða eins og Guðfinna vitnar í hana í formálanum:
Minni stýra má ég hönd
og matinn niður skera
þó mér finnist öll mín önd
annars staðar vera.
Sennilega væri nafn Höllu Eyjólfsdóttur löngu gleymt
og grafið ef ekki hefði borið svo við að sumarið 1910 var
ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir
í Nauteyrarhéraði. Mikil vinátta tókst milli héraðslækn-
isins, sem tók sér síðar nafnið Kaldalóns, og
fjölskyldunnar á Laugabóli. Sigurður, sonur
Höllu, kostaði fyrstu söngheftin með lögum
Sigvalda sem seldust upp á skömmum tíma.
Guðfinna segir að af þeim 320 tónverkum sem
eftir Kaldalóns liggja séu 16 við ljóð Höllu. Þar
á meðal eru tvær af helstu perlum íslenskra
söngbókmennta – Svanurinn minn syngur og
Endurminning, þ.e. Ég lít í anda liðna tíð. Guð-
finna segir samvinnu þeirra Höllu og Sigvalda
hafa verið gagnkvæma – hann samdi lög við
ljóð hennar og hún orti ljóð við lögin hans.
Bóndakonan við Djúpið yrkir fyrst og
fremst um náttúruna í öllum sínum myndum
en hefur sérstakt dálæti á svönum sem vænt-
anlega má rekja til æskustöðva hennar í Gils-
firðinum þar sem löngum voru stórir flokkar af
þessum tígulega fugli.
Tvær ljóðabækur eftir Höllu komu út fyrri hluta síðustu
aldar en eru löngu ófáanlegar að sögn Guðfinnu og það er
ekki fyrr en með bók hennar nú að einhvers konar ljóðaúr-
val Höllu Eyjólfsdóttur kemur fyrir almenningssjónir á
nýjan leik. Það er því fengur að þessari bók.
Sjálf var Halla aldrei í vafa hvers vegna ljóð hennar
héldu áfram að lifa með þjóðinni, eða eins hún yrkir:
Á Kaldalónstónunum sér lyfta mín ljóð
hans lifandi gullvængjasmíði,
og þess vegna máske þau gildi sem góð
og gleðji sem vorblærinn þýði. bvs@mbl.is
Björn Vignir
Sigurpálsson
Pistill
Á Kaldalónstónunum …
Erfiðast er að ákveða
við hvað skal miða
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
E
f ætlunin er að yfirfæra
erlend íbúðalán heim-
ilanna til Íbúðalána-
sjóðs er stærsta vanda-
málið við hvað eigi að
miða. Í fyrsta lagi skiptir máli hvaða
gengi erlendra mynta skuli miða við
þegar yfirfærslan fer fram. Í annan
stað hefur mikið að segja hvenær
verðtryggingin mun byrja að gilda.
Morgunblaðið greindi frá því í gær
að blaðið hefði heimildir fyrir því að
ákveðið hefði verið að flytja erlend
íbúðalán heimila frá viðskiptabönk-
unum til Íbúðalánasjóðs. Við-
skiptaráðuneytið sendi fjölmiðlum til-
kynningu í tilefni fréttarinnar. Þar
segir: „Rétt er að taka fram vegna
fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í
morgun [í gær] að engar ákvarðanir
hafa verið teknar um yfirtöku Íbúða-
lánasjóðs á íbúðalánum viðskipta-
bankanna, hvorki í íslenskum krónum
né í erlendri mynt.“ Frekari upplýs-
ingar voru ekki gefnar.
Dagsetning skiptir miklu máli
Ef við yfirfærslu erlendra lán til
Íbúðalánasjóðs yrði miðað við gengi
hinna erlendu lána þegar þau voru
tekin, þá yrðu eftirstöðvar þeirra
lægri í íslenskum krónum en þau
standa í núna, þar sem gengi krón-
unnar hefur veikst mikið á umliðnum
mánuðum. Þá vaknar spurningin hver
eigi að bera þann kostnað sem þá
stendur út af. Ef miðað yrði hins veg-
ar við gengi gjaldmiðla eins og það er
nú er ekki að sjá mikinn ávinning af
þessu. Ef hins vegar verður farinn
einhver millivegur stendur eftir sú
spurning hver beri kostnaðinn.
Í annan stað skiptir máli hvenær
verðtryggingin á hinum hugsanlega
yfirfærðu lánum byrjar að gilda. Ef
það yrði þegar lánin voru tekin
myndu verðbætur fyrir þann tíma
sem liðinn er væntanlega leggjast við
upphaflegan höfðustól lánanna. Það
er í samræmi við það sem gerst hefur
með hefðbundin verðtryggð lán í ís-
lenskum krónum. Ef viðmiðunin yrði
hins vegar einhver önnur, þ.e.a.s. eftir
að umrædd lán voru tekin, þá myndu
hin yfirfærðu lán ekki hafa hækkað
eins mikið og önnur verðtryggð lán
hafa gert. Hér er því um vandasamt
verk að ræða. Vert er að hafa í huga
að stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna
að eitthvað verði gert til að koma til
móts við miklar hækkanir á verð-
tryggðum lánum íbúðaeigenda.
Vandi að gæta samræmis
Umtalsverð aukning varð á geng-
isbundnum lánum heimilanna á und-
anförnum árum fram á síðasta ár. Þau
námu til að mynda liðlega 20 millj-
örðum króna í upphafi árs 2006 en
tæplega 130 milljörðum í lok árs 2007.
Húsnæðislán voru um fjórðungur
þeirrar fjárhæðar. Til samanburðar
eru verðtryggð íbúðalán heimilanna
hjá Íbúðalánasjóði um 600 milljarðar
og svipuð fjárhæð hjá bönkum og
sparisjóðum.
Krónan tók að veikjast á fyrri hluta
ársins 2008 og enn frekar eftir banka-
hrunið í október síðastliðnum, eins og
sjá má á þróun gengisvísitölunnar á
meðfylgjandi teikningu. Eftirstöðvar
gengistryggðra lána og greiðslubyrði
þeirra hefur aukist mikið vegna
þessa.
Verðbólga hefur aukist mikið á um-
liðnum mánuðum og árum, eins og
einnig má sjá á meðfylgjandi mynd af
þróun vísitölu neysluverðs. Eft-
irstöðvar verðtryggðra lán hafa því
hækkað jafnt og þétt, einnig á þeim
tíma þegar gengistryggð lán hækk-
uðu lítið sem ekkert. Ljóst er því að
vandasamt getur verið að gæta sam-
ræmis eftir lánaformum, ef grípa á til
aðgerða til að létta undir með þeim
sem eru með íbúðalán.
8
+
'$3006$$ '$3007
9+$
'$3006$$* '$300:
233= 233> 233? 233@ 233A
B?3
B=3
B23
B33
2A3
2=3
223
233
MEGINSKÝRINGUNA á aukinni
ásókn heimila í erlend lán und-
anfarin ár er væntanlega að
finna í þeim háa vaxtamun sem
verið hefur við útlönd, en erlend
íbúðalán eru með mun lægri
vöxtum en íslensk lán. Erlendu
lánin bera hins vegar geng-
isáhættu þar sem breytingar á
gengi krónunnar gagnvart þeim
erlendu myntum sem lánin miðast
við hafa áhrif á greiðslubyrði
lánanna og eftirstöðvar þeirra.
Áhrif gengisins á verðtryggð lán
í íslenskum krónum eru ekki
bein, en þar sem gengisbreyt-
ingar hafa áhrif á verðbólguna
koma áhrifin einnig fram í auk-
inni greiðslubyrði þeirra og
hækkun á eftirstöðvum.
Veigamikill munur á geng-
istryggðum lánum annars vegar
og verðtryggðum lánum hins veg-
ar, er að gengistryggðu lánin
ganga til baka ef gengið styrkist.
Það gera verðtryggðu lánin ekki.
GENGISTRYGGÐ LÁN
GETA LÆKKAÐ
››