Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Boltamótmæli Lítill hópur mótmælenda kom skilaboðum sínum á framfæri með því að leika knattspyrnu í aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti. Í fyrstu vísuðu öryggisverðir mótmælendum úr húsi en svo fór að lokum að leyfi fékkst til innanhússknattspyrnu svo fremi að boltinn héldist á gólfinu. Júlíus Þorsteinn Tómas Broddason | 7. janúar Hvað með verðtryggðu lánin? Ég fæ ekki betur skilið en að öll lán, bæði í krónum og í erlendri mynt, verði flutt yfir á ILS miðað við þessa frétt. Hér er þó að- eins nefnt að lán í er- lendri mynt verði felld niður að hluta, það er að þeim verði breytt í krónulán á genginu sem var þeg- ar þau voru tekin. En hvað með verð- tryggð krónulán? Þau hafa hækkað veru- lega í krónum talið vegna vísitöluhækkunar, sem að hluta til varð til við gengisfall krónunnar. Er það eðli- legt að lántakendum sé mismunað þann- ig að þeir sem tóku lán á lágum vöxtum án verðtryggingar en með áhættu af gengissveiflum fái niðurfellingu á hluta skulda sinna, meðan þeir sem tóku lán á háum vöxtum með verðtryggingu sem felur í sér áhættu af gengissveiflum fá ekki fyrirgreiðslu? Er ekki eðlilegt að ÍLS yfirtaki þá krónulán á þeirri vísitölu sem var þegar lánið var tekið til að gæta samræmis í yfirtökunni? Meira: xs.blog.is UNDIRRITAÐIR hafa bent á einhliða upptöku á öðrum gjaldmiðli sem valkost sem stjórnvöld ættu að skoða í núverandi efnahagsþrengingum. Fátt er verra í krís- um en að hafa ekki valkosti. Ástæða þess að einhliða upptöku evru er stillt fram sem valkosti er einmitt sú að mikil óvissa ríkir um hversu langan tíma það tekur fyrir Ísland að fá fast land í gengismálum með hefðbundnu umsóknarferli að ESB. Því vaknar sú spurning hvort íslenskur efnahagur hafi efni á því að bíða? Hér ríkir óvissa. 1) Líklegt er að það taki a.m.k. 12 mánuði að semja við ESB 2) Óvissa ríkir um að aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu 3) Það þarf fleiri en eina þjóðaratkvæða- greiðslu sem og breytingu á stjórnarskrá 4) Það tekur 27 aðildarríki 1-2 ár að sam- þykkja inngöngu Íslands í ESB 5) Ekki er vitað hvar Ísland lendir í biðröð áð- ur samþykktra aðildarríkja 6) Frekari stækkun ESB er háð samþykkt Lissabon-sáttmálans 7) Sækja þarf um ERM II eftir samþykkt en Búlgaría sótti þar um fyrir 2 árum og hefur enn ekki fengið svar 8) Ísland þarf að vera a.m.k. 2 ár í ERM II og uppfylla öll skilyrði til þess að geta fengið aðild að EMU og þar með evru. Því tekur upptaka evru með inngöngu í ESB í minnsta lagi 5 ár, gæti hæglega tekið 10 ár. Aðlögunarferlið fælist í því að framhald verði á gjaldeyrishöftum um ófyrirséðan tíma. Seðlabanki Íslands telur að um 500 milljarðar króna séu nú inni í landinu af svokölluðum jöklabréfum og 18% vaxtastig þýðir að greidd- ir eru um 100 milljarðar á ári í vexti. Leyfilegt er samkvæmt nýjum gjaldeyrishöftum að taka vexti út úr landinu á hinu opinbera gengi. Það munar um minna. Almenningur og fyrirtæki munu bera þann vaxtabagga og atvinnulífið verður lokað á meðan í gjaldeyrishöftum og mun hugsanlega bíða verulegt tjón af. Því er haldið fram að Seðlabanki Íslands sé lánveitandi til þrautavara. Hver getur nefnt dæmi um slíka fyrirgreiðslu bankans, sem ein- göngu sinnti einföldustu lausafjáraðstoð, en brást algerlega sem lánveitandi til þrautav- ara? Hvernig er hægt að halda því fram að Seðlabanki Evrópu sé lánveitandi til þrautav- ara? Benelux-bankinn Fortis, einn stærsti banki Evrópu, leitaði að þrautavaralánum í september og Seðlabanki Evrópu aðhafðist ekkert. Seðlabankar Belgíu, Hollands og Lúx- emborgar gátu heldur ekkert að gert, enda voru þeir búnir að framselja peningaprent- unarvald sitt til Seðlabanka Evrópu. Það dæmdist því á ríki hvers lands að grípa inn í með ríkisstyrki. Það sama á við í Bandaríkj- unum þegar vandinn var orðinn það mikill að þingið samþykkti í haust ríkisaðstoð til bank- anna þar í landi, enda gat Seðlabankinn ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Það gerðist einnig í Bretlandi. Það fer ekki fram hjá þeim sem með fylgjast að seðlabankar eru ekki lán- veitendur til þrautavara í alþjóðavæddum heimi, heldur ríkisstjórnir. Þegar allt kemur til alls er það ríkið sem stendur á bakvið seðla- bankana, eins og alltaf hefur verið. Einhliða upptaka er því ekkert frábrugðin aðild að myntbandalagi þegar horft er til lánveitanda til þrautavara. Því hefur einnig verið haldið fram að gjald- eyriskreppan stafi fyrst og fremst af fjár- magnsflótta frá landinu vegna vantrausts á ís- lenskt fjármálakerfi og efnahagsmál – ekki aðeins vantrausts á þjóðarmyntina sem slíka. Líkur á fjármagnsflótta frá landinu minnka verulega með því að taka upp trausta mynt og auðveldara er að endurreisa traust á fjár- málastofnanir og efnahag. Erfitt getur reynst að afnema gjaldeyrishöft þegar krónan er enn við lýði. Því líklegt er að við afnám haftanna yrði verulegum hluta ís- lensks sparnaðar breytt í erlenda mynt og geymdur í íslenskum eða erlendum fjár- málastofnunum. Því er haldið fram að innlendir aðilar myndu einnig flýja hið nýja ríkisbankakerfi eftir evru- væðingu. Líkurnar á flótta eru meiri ef stuðst er við krónu frekar en erlenda mynt. Það væri fróðleg æfing fyrir Íslending að reyna að stofna bankareikninga erlendis og færa öll dagleg bankaviðskipti sín þangað ásamt lán- um. Viðskiptabankar eru þjóðlegir vegna ná- lægðar við viðskiptavininn. Viðskiptabankar hafa engan áhuga á viðskiptavinum sem þeir þekkja ekki. Þar við bætist að íslenskt banka- kerfi yrði miklu meira traustvekjandi ef það byggði á alþjóðlegri mynt en ekki á íslenskum krónum og því minni ástæða til að flýja. Það er sama hvert litið er til að finna dæmi. Erlendir aðilar hafa alltaf sýnt mikinn áhuga á að kaupa fjármálafyrirtæki í löndum sem taka upp al- þjóðamynt. Með því yrði kerfið tryggara. Í dag hugsa viðskiptavinir bankanna fyrst og fremst um gjaldmiðilinn og hafa áhuga á að eiga við- skipti við innlendar fjármálastofnanir í erlend- um myntum en er bannað það með núverandi gjaldeyrishöftum. Því er haldið fram að erlendir aðilar sem eiga jöklabréf og fjárfestingar á Íslandi séu líklegri til að færa fjármagn sitt frá landinu ef það styðst ekki lengur við krónuna, smæstu og eina verstu mynt heims. Jöklabréfaeigendur vilja fá greitt í erlendri mynt að lokum, hjá því verður ekki komist. Bjóðist þeim viðunandi kjör í evrum er líklegra að þeir haldi fjár- munum sínum í landinu þegar gengisáhættan hefur verið tekin út. Færð hafa verið fyrir því rök hvernig unnt er að tryggja íslenskt bankakerfi í alþjóðlegri mynt án aðildar að myntsamstarfi. Með því að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans og leggja afganginn af honum inn í bankana sem nýtt hlutafé. Með því að fá tryggingu í erlendum eignum lífeyrissjóða landsins gegn greiðslu og með því að hafa ódregin lán frá AGS á hlið- arlínunni má tryggja hverja einustu evru, doll- ar eða aðra mynt í kerfinu. Slíkt kerfi er hvergi til, og í raun óþarft, en er hér nefnt til sög- unnar til að sýna hversu einfalt það er að tryggja kerfið. Líklegt er að að óbreyttu muni líða 5-10 ár þar til rekstrarhæft umhverfi kemst á og gjaldeyrishöft verða afnumin að fullu. Hvorugur undirritaðra talar í nafni stofn- unar eða félags. Undirritaðir eru ekki sam- mála um hvort gangi eigi í Evrópusambandið eður ei. Við viljum einfaldlega koma því á framfæri að það eru fleiri kostir í stöðunni en aðild að myntbandalagi ESB í gegnum um- sókn að bandalaginu. Við höfum áhyggjur af því að ef á að fara þá leið að taka upp nýja mynt með aðild að ESB þá verði kostnaður fyrirtækja og heimila svo hár að varanlegur efnahagslegur skaði hljótist af. Alþjóðlega fjármálakrísan sem nú ríkir er án fordæmis. Það hefur gert það að verkum að stjórnvöld um allan heim hafa þurft að grípa til óhefðbundinna efnahagslegra aðgerða. Seðla- banki Bandaríkjanna hefur hlotið mikla gagn- rýni fyrir að hafa gripið til aðgerða til að stemma stigu við fjármálakreppunni. Aðgerða sem margar hverjar eru án fordæma og á hag- fræðilega „ókortlögðu svæði“. Þeirri gagnrýni svarar Ben Bernanke t.d. í Financial Times þann 5 janúar: „Ein af niðurstöðum mínum eftir að hafa rannsakað kreppuna miklu er sú að fólk er gjarnt á að halda að hefðbundnar leiðir séu öruggar …“ „En stefna út úr vanda- máli á alltaf að byggjast á eðli vandamálsins. Í alvarlegum krísum geta hefðbundnar leiðir reynst vera mjög vondar stefnur.“ Meira: mbl.is/esb Eftir Ársæl Valfells og Heiðar Guðjónsson » Við höfum áhyggjur af því að ef á að fara þá leið að taka upp nýja mynt með aðild að ESB þá verði kostnaður fyr- irtækja og heimila svo hár að varanlegur efnahagslegur skaði hljótist af. Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novators. Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda Ársæll Valfells Heiðar Már Guðjónsson BLOG.IS Arndís Ásta Gestsdóttir | 7. janúar Hvað er þá greiðslan há? Sólarhringsvistun barna með fötlun hjá stuðn- ingsfjölskyldu hefur allt- af verið skammarlega lágt metin. Það væri gaman að vita hvað stuðningsfjölskyldan fær greitt fyrir sólarhringinn. Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu getur aukið lífsgæði fjölskyldu fatlaðs barns og möguleika hennar til að hafa barnið sitt sem lengst heima. Meira: disagests.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.