Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Á SEINUSTU árum hefur lítill hluti ís- lensku þjóðarinnar með bankamenn og pólitíska diplómata í fararbroddi látið stjórnast af rang- hugmyndum um eigin gjörvuleika og getu. Sjálfhverfan var alger. Öll hættumerki og varnaðarorð voru hunsuð og teflt á tæpasta vað án þess að hika í blindri trú á að Ís- lendingar gætu og kynnu betur en aðrir. Íslenskir útrásarvíkingar trúðu því að þeir hefðu höndlað við- skiptasannleikann betur en kaupa- héðnar annarra þjóða. Rætt var um ágæti hins íslenska viðskiptamódels sem óræk vísindi. Utanríkisstefna okkar og samskipti við erlendar þjóðir fóru ekki varhluta af þessum ranghugmyndum. Kjörnir fulltrúar spígsporuðu um stríðshrjáð lönd með hjörð af embættismönnum og töldu sig geta, með nærverunni einni, miðlað málum milli stríðandi fylkinga betur en þjóðhöfðingjar stórvelda. Enn einn anginn af þess- um ranghugmyndum er sú fjar- stæða að láta sér detta í hug að Íslendingar geti gengið í ESB og samið um aðgang að gæðum án þess að láta neitt á móti. Stefnur og straumar ESB eru löngu ljósir ESB var stofnað með Rómarsáttmál- anum 1957 af stór- þjóðum Evrópu. Það er því alveg ljóst að ekki þarf að sækja um aðild að ESB til að sjá hvað er í boði. ESB er starfandi samband með virkar stefnur og ríka hefð. Til að sjá hvað er í boði þarf ekki annað en að skoða ESB og þá er einnig kjörið að kanna hvað varð þess valdandi að stórþjóðin Noregur, sem er rík af auðlindum eins og við, felldi aðild í tvígang í þjóðarkosningum. Viðræður Norðmanna og ESB Þróun umræðunnar um ESB á Íslandi líkist um margt þeim að- stæðum sem uppi voru í Noregi þegar Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra og formaður verka- mannaflokksins, lagði allt undir í viðleitni til að gera Noreg að ESB- ríki. Farið var í aðildarviðræður með því fororði að samið yrði um varanlegar undanþágur og mikið gert úr skilningi ESB á sérstöðu Noregs. Fögur voru fyrirheitin. Þegar samningsuppkastið lá fyrir kom í ljós að samninganefndin hafði í raun gefið eftir varanlegan yfir- ráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar og þrem- ur árum síðar á hafsvæðinu þar fyr- ir norðan. Við þetta bættist að ekki höfðu fengist neinar varanlegar tryggingar gegn kvótahoppi. Í raun hafði lítið sem ekkert af kröfum samninganefndarinnar í sjáv- arútvegsmálun náð fram ef undan er skilinn aðlögunarfrestur í skamman tíma. Hefði þjóðin sam- þykkt samningsdrögin hefði Nor- egur misst forræðið yfir nýtingu fiskstofnanna að mati Norges Fisk- arlag. ESB hefði því allt frá fyrsta degi annast gerð fiskveiðisamninga við ríki utan þess. Stofnanir ESB hefðu þannig ákveðið lágmarks- stærð á fiski, möskvastærð veið- arfæra, svæðaskiptingu og lokanir veiðisvæða. Í aðdraganda þjóð- aratkvæðagreiðslu vildu aðild- arsinnar meina að eftir að inn í ESB yrði komið væri svo hægt að beita áhrifum innan ráðherraráðsins til að ná fram nauðsynlegum breyt- ingum. Meirihluti þjóðarinnar taldi hins vegar að þau þrjú atkvæði af 90 sem hin fimm milljóna norska þjóð hefði í ráðherraráðinu dygðu skammt og felldi samninginn í at- kvæðagreiðslu. Hvað segja forsvarsmenn ESB? Forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið algerlega ærlegir gagnvart Ís- lendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB. Í fréttablaðinu 8. nóvember síðastliðinn sagði Olle Rehn, stækk- unarstjóri ESB, að það væru „engin fordæmi fyrir varanlegri und- anþágu“. Enginn skyldi halda að stækkunarstjórinn hafi þar fært ný tíðindi enda hefur þetta ætíð verið svarið þegar að er spurt. Þannig tók Emma Bonino, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, í sama streng í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiði- lögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún: „Meg- inreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða land- búnað. Sami rammi gildir fyrr alla.“ Svo mörg voru þau orð. Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifj- uð eru upp orð norska stjórnmála- foringjans Eriks Solheim sem sagði: „Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fisk- urinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga.“ Kostir og gallar Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðild- arviðræður. Þessi samtök voru stofnuð 1957 og á 52 árum hafa mót- ast nokkuð skýrar leikreglur. Okk- ur Íslendingum má ljóst vera að ýmsir kostir fylgja því að ganga í ESB. Okkur má hins vegar jafnljóst vera að aðgangurinn að þessum gæðum verður dýru verði keyptur. Tal aðildarsinna um varanlegar undanþágur er fjarstæða. Aðild- arviðræður eru því ekki nauðsyn- legar til að sjá hvað er í boði. Hitt er svo annað hvort vegi meira kost- irnir eða gallarnir og um það þarf þjóðin að greiða atkvæði þegar að- stæður skapast. Einungis þannig er hægt að ákveða hvort fara eigi í að- ildarviðræður. Meira: mbl.is/esb Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða? Elliði Vignisson fjallar um aðild að ESB og nýtingu fiskstofna » Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Elliði Vignisson Elliði Vignisson Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ÍSLENSKA þjóðin elskar Sigmund teiknara, elskar húm- or hans og snilld sem teiknara með ótrúlegt hugmyndaflug og út- hald. Í 44 ár hefur Sig- mund teiknað nær daglega skopmyndir í Morgunblaðið, um 11 þúsund myndir. Sigmund hefur allan þennan tíma verið eitt af að- alsmerkjum Morgunblaðsins og það er einsdæmi á okkar jörð að teiknari hafi teiknað svo mikið og lengi í stærsta blað þjóðar. Sigmund er 77 ára gamall ung- lingur með fullan styrk til að teikna og blússandi húmor. Það er leitt að stjórnendur Morgunblaðs- ins skuli hafa tilkynnt Sigmund starfslok með þeim hætti að hann sitji verulega sár eftir eins og hann lýsti því í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni. Stjórn- endur Morgunblaðsins geta auð- vitað skipt starfsmönnum Mogg- ans út, en það eru takmörk fyrir því hvernig það er gert. Það fer ekkert á milli mála að Sigmund fannst sér misboðið og hann teikn- aði ekki sína síðustu mynd í Morg- unblaðið. Fékk ekki tækifæri til þess að kveðja. Þegar slíkt er gert við einn vinsælasta penna Morg- unblaðsins á sérstöku listrænu sviði, þá bregður mönnum í brún. Þegar Sigmund var sagt upp formlega í símtali um miðjan októ- ber sagðist hann gjarnan vilja teikna fram á næsta vor. Því var neitað að hans sögn og þá spurði hann hvort hann gæti þá ekki klárað mánuðinn, en var neitað af þeim starfsmanni Morgunblaðsins sem talaði við hann. Sigmund er þjóðareign, maður vippar ekki slíkum fyrir borð frekar en hand- ritunum. Auðvitað hefðu verið margar leiðir til þess að verklok Sigmunds eftir nær hálfrar aldar þjónustu í þágu fólksins í landinu og Moggans hefðu verið með þeirri reisn og glæsi- brag sem sæmd Morg- unblaðsins og Sig- munds sjálfs ber. Morgunblaðið skipt- ir mjög miklu máli fyr- ir íslenskt samfélag margra hluta vegna og hefur um langt árabil verið eitt af höf- uðankerum þjóð- arinnar varðandi ís- lenska tungu, sjálfstæði Íslands og menningu, ígildi Al- þingis á margan hátt. Sögu þjóð- arinnar er ekki hægt að skrifa án Morgunblaðsins á síðustu öld og maður setur ekki einn að- alsagnaritarann út í leiðindum. Dekksmúlun Sigmunds af þilfari Morgunblaðsins var ömurleg. Hún var eins og eitthvað sem hefði get- að gerst í tölvukubb fyrir slysni. Megi Morgunblaðinu farnast vel og nýjum ritstjóra auðnast að stýra blaðinu með markvísi, metn- að og vinarþel að leiðarljósi, því eina von Morgunblaðsins til þess að lifa af, eins og alltaf, er að gera ekki mannamun og ríma við vænt- ingar og vonir Íslendinga, vinnandi fólks, venjulegs fólks, fólksins sem kaupir og les Morgunblaðið. Maður slátrar ekki gæsinni sem verpir gullegginu. Maður rekur ekki Sigmund. Aths. ritstj. Árna Johnsen eru þökkuð hlý orð í garð Morgunblaðsins. Jafn- framt ber að þakka honum fyrir leiðbeiningar um það hvað maður gerir og hvað maður ekki gerir. Íslenska þjóðin elskar Sigmund Árni Johnsen skrifar um starfs- lok Sigmunds Árni Johnsen » Það fer ekkert á milli mála að Sigmund fannst sér misboðið og hann teikn- aði ekki sína síðustu mynd í Morgunblaðið. Höfundur er þingmaður. HINN 4. janúar sl. voru liðin 200 ár frá fæðingu hins franska Louis Braille. Samtök blindra og sjónskertra um allan heim minnast þessara tímamóta og heiðra um leið minn- ingu þessa merka manns sem fann upp blindraletrið. Fyrsta skipulagða menntunin Fyrr á öldum var ekki talin ástæða til að gefa blindum eða sjónskertum tækifæri til mennta. Það var ekki fyrr en 1784 að fyrsta skipulagða námið fór af stað í París fyrir tilstilli Frakk- ans Valentins Hauy þegar hann stofnaði blindraskólann Royal Isti- tute of Blind Youth. Hauy lagði áherslu á (innleiddi) upphleypt letur sem byggðist á stafrófi sjáandi, stækkaðir stafir sem voru upp- hleyptir. Bækur með þessu letri urðu yfirgripsmiklar og þungar, ein bók gat orðið 50 kg. Þetta kerfi hafði einn- ig þann annmarka að nemendur gátu ekki lært að skrifa. Þessar tilraunir settu af stað umræður um hvort blindir nemendur ættu endilega að nota ritmál sjáandi og hvort ekki væri ástæða til að þróa eigið kerfi sem hentaði þeim betur. Louis Braille Louis Braille (1809-1852) varð blindur vegna slyss á vinnustofu föð- ur síns. Hann var 3 ára þegar hann slasaðist á auga á skurðhníf föður síns, sem var söðlasmiður. Fékk hann síðan sýkingu í heilbrigða augað sem leiddi til þess að hann varð blindur á báðum augum þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Tíu ára varð hann nemandi við Royal Institute of Blind Youth. Vistin í skólanum var erfið og þurftu nemendur oft að sætta sig við gamalt og hart brauð og vatn í matinn og misþyrmingar og innilokun sem refsingar. Louis Braille var skarpur og skapandi nemandi og varð fljót- lega afburðar selló- og orgelleikari og spilaði í kirkjum víða um Frakkland. Blindraletrið verður til Árið 1821 kom for- ingi úr franska hernum í heimsókn í skólann sem Louis Braille var í til að kynna upphleypt letur sem var sambland af strikum og punktum og var kallað „nætur- letur“. Hugmyndin að baki þessu letri var sú að með því gátu her- menn á stríðstímum komið skilaboðum hver til annars, án þess að tala og eins að eiga á hættu að óvinurinn skildi skila- boðin kæmust þau í hans hendur. Kerfið samanstóð af tólf táknum sem gerði lesturinn bæði erfiðan og tíma- frekan. Þetta sama ár, eða þegar Lo- uis er 12 ára, byrjar hann í fullri al- vöru að þróa ritkerfi sem gæti nýst blindum til lesturs og skriftar. Hann sat daga og nætur við að prófa sig áfram og loksins, árið 1824, gat Louis Braille, þá aðeins fimmtán ára, kynnt blindraleturskerfið sem síðan hefur verið kennt við hann og kallast Bra- ille. Þetta kerfi samanstóð af sex punktum. Meginframförin frá „næt- urletrinu“ fólst í því að við Braille- letrið var uppbyggt þannig að allir stafir í stafrófinu áttu sér tákn byggt á 6 punkta kerfi meðan að „næt- urletrið“ byggðist á 12 tákna kerfi sem samsvöruðu hljóðum. Braille- letrið var jafnframt mun auðveldara í notkun bæði til lestrar og skriftar og með einni snertingu fingurgóms mátti greina hvern staf og því bauð letrið upp á mun fljótlegri lestur. Lo- uis Braille þróaði síðan letrið enn frekar þannig að hægt er að lesa stærðfræðitákn og nótur. Braille deyr áður en blindraletr- ið öðlast viðurkenningu Louis Braille varð einn af kenn- urum við Royal Institute for Blind Youth og var í miklum hávegum hafð- ur meðal nemenda. Þrátt fyrir að margir væru uppnumdir yfir upp- götvun Louis Braille var letrið hans ekki kennt við skólann þann tíma sem hann lifði. Það leið raunar langur tími þar til letrið var að fullu viðurkennt. Helsta hindrunin voru viðhorf sjáandi leiðbeinenda og kennara sem töldu að upphleypt prentletur (stafróf fyrir sjáandi) væri betra en stafróf sem þeir gætu ekki sjálfir lesið. Louis Braille veiktist vegna heilsuspillandi aðbúnaðar í skólanum og dó árið 1852, 43 ára að aldri. Tveimur árum seinna eða 1854 viðurkenndu frönsk stjórnvöld opinberlega blindraletur Brailles. Það breiddist fljótt út um Evrópu og síðar alls staðar um heim- inn sem alþjóðlegt ritmál blindra. Eiginleikar blindraletursins Grunnurinn í letrinu eru sex punktar sem raðað er í tvær raðir lóð- rétt með þremur punktum í hverri röð. Punktarnir eru gjarnan nefndir með númerum, punktar einn, tveir og þrír í vinstri röð og punktar fjórir, fimm og sex í þeirri hægri. Samsetn- ing punktanna sex getur verið á 63 mismunandi vegu og getur táknað bókstafi, tölur, ýmis tákn eins og kommur, upphrópunarmerki o.s.frv. Ákveðið bil er á milli punktanna sem er nákvæmlega útreiknað til að tryggja að hægt sé að finna samsetn- ingu hvers stafs/tákns fremst á fing- urgómnum. Blindraletur er lesið með fingrunum og skynjast í gegnum hreyfingu handanna með jafnri og hraðri hreyfingu yfir punktana. Bestu lesararnir nota báðar hendur við lesturinn í samspili þar sem vinstri höndin les vinstri hlutann af síðunni (línunni) meðan hægri höndin mætir þeirri vinstri á miðjunni og les línuna út. Góðir blindraleturslesarar hafa góðar fínhreyfingar og greina vel mismunandi tákn með snertiskyn- inu. Þeir lesa með léttu og afslöppuðu þrykki og nota hendurnar lóðrétt yfir punktana, lesa með báðum höndum saman, með flesta fingur á línunni. 200 ára afmæli Louis Braille höfundar blindraletursins Kristinn Halldór Einarsson skrifar um blindraletrið » 4. janúar 2009 voru 200 ár liðin frá fæð- ingu hins franska Louis Braille, þess merka manns sem fann upp blindraletrið. Kristinn Halldór Einarsson Höfundur er formaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.