Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
✝ Friðfinnur Krist-jánsson fæddist í
Reykjavík 26. júní
1942. Hann lést á
Landspítalanum
laugardaginn 27.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Kristján
Fr. Guðmundsson, f.
14. júní 1909, d. 16.
maí 1999, og Anna
Sigríður Sigurjóns-
dóttir, f. 6. ágúst
1914, d. 3. sept-
ember 1975. Hann
var yngstur fimm systkina, hin
eru; Birgir, Agatha, Bóas og
Sigurjón.
Friðfinnur kvæntist 9. júlí
1977 Þórunni Ólafsdóttur, f. 9.
nóvember 1947. Hún er dóttir
hjónanna Ólafs Guðjónssonar, f.
16. september 1922, og Jóhönnu
Gísladóttur, f. 6. maí 1926. Dæt-
ur Friðfinns eru: 1) Margrét
Eyjólfsdóttir, f. 1. júní 1966,
maki Sigurjón Kristinsson, f. 16.
mars 1964, börn; Arnar Finnur,
f. 1990, Eik, f. 1993, og Ólafur,
f. 2007. 2) Jóhanna Eyjólfsdóttir,
f. 20. janúar 1969, maki Jón
Ólafur Magnússon, f. 19. október
1967, börn; Þórunn Björk, f.
1992, og María Dögg, f. 1998. 3)
Anna Karen Frið-
finnsdóttir, f. 24.
október 1974,
maki Atli Viðar
Thorstensen, f. 8.
janúar 1974. 4)
Fanney Sigríður
Friðfinnsdóttir, f.
10. mars 1976,
maki Jóhann Örn
Bjarnason, f. 8.
janúar 1971, börn:
Ronja Rán, f.
2005, og Jóhann
Nói, f. 2006. 5)
Jana Friðfinns-
dóttir, f. 24. júlí 1978, maki Ein-
ar Þór Bogason, f. 2. september
1978, börn: Tandri, f. 2002, og
Ýrr, f. 2007. 6) Birna Friðfinns-
dóttir, f. 17. desember 1980,
maki Andri Már Ólafsson, f. 4.
apríl 1981, dóttir þeirra er
Katrín Inga, f. 2007.
Friðfinnur lærði blómaskreyt-
ingar í Englandi og Þýskalandi,
hann stofnaði Blómastofu Frið-
finns árið 1968 og rak hana til
ársins 2001. Eftir að hann lét af
störfum ferðaðist hann mikið
ásamt konu sinni, spilaði golf
og naut lífsins.
Útför Friðfinns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Við viljum hér í örfáum orðum
minnast mágs okkar og svila, Frið-
finns Kristjánssonar, en á þriðja
degi jóla lauk baráttu hans við erf-
iðan sjúkdóm. Í þessari baráttu
komu glögglega fram sterk per-
sónueinkenni hans en hann var ein-
arður og heilsteyptur maður, ein-
staklega duglegur, athugull og
skipulagður og vissi ætíð hvað hann
ætlaði sér. Það vakti aðdáun hvern-
ig hann tókst á við veikindi sín og
sýndi ótrúlegt æðruleysi. Sterkur
lífsvilji og barátta skilaði lengri og
betri tíma en við mátti búast. Í öllu
sem Friðfinnur tók sér fyrir hend-
ur sýndi hann sömu eljuna, ná-
kvæmnina og vandvirknina en hann
var naskur að sjá möguleika sem
aðrir komu ekki auga á. Við rekst-
ur á Blómastofu Friðfinns naut
hann almennrar virðingar allra sem
unnu í starfsgreininni. Hann var
mjög agaður, stundaði alla tíð leik-
fimi, var grannur og óvenjulega vel
á sig kominn alla ævi.
Gaman er að minnast þess þegar
við fjögur fórum eitt sinn saman til
Jótlands á sýningu og enduðum í
Kaupmannahöfn.
Á nýtísku veitingastað við Grá-
bræðratorg pöntuðum við dýrindis
dádýrasteik. Þegar Friðfinnur vildi
ræða steikartímann við þjóninn
svaraði hann því til að það væri
kokkurinn sem ákvæði steikinguna
en ekki gestirnir. Við lá að Frið-
finnur gengi á dyr þar sem það var
andstætt lífsviðhorfi hans að aðrir
tækju slíkar ákvarðanir fyrir hann.
Hann stundaði lengi skíði en síð-
ustu tíu árin átti golfið hug hans
allan og náði í því góðum árangri.
Það var gott að vera með honum í
golfi og hann var óþreytandi að
segja til og miðla af reynslu sinni
og þekkingu. Þrátt fyrir veikindin
og missi á auga hélt hann áfram að
spila golf af fullum krafti og það
var stór stund fyrir rúmu ári á
Hamarsvelli við Borgarnes þegar
Friðfinnur fór holu í höggi á sjö-
undu braut við mikil fagnaðarlæti
okkar sem spiluðum með honum
þennan dag.
Eftir að hann kom inn í líf Þór-
unnar kynntumst við Friðfinni
hægt og bítandi og áttum við hann
góð samskipti sem ætíð voru hrein
og bein og mjög ánægjuleg. Hann
var léttur og kátur, hafði mjög
ákveðnar skoðanir en afar sann-
gjarn og hófsamur í garð annarra.
Þau voru samhent hjón, samband
þeirra fallegt og unnu saman að
öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur, en þar má nefna blóma-
stofurekstur, rekstur á leiguíbúð-
um, hús á Spáni og sumarhús í
Borgarfirði. Þórunn stóð eins og
klettur við hlið Friðfinns í veik-
indum hans og annaðist hann af
natni og blíðu svo aðdáun var á að
horfa.
Að leiðarlokum þökkum við hjón-
in fyrir að hafa notið þess að vera
samferða Friðfinni í gegnum lífið
og kynnst honum náið. Við vottum
þér, Tóta mín, og fjölskyldunni allri
samúð okkar en við munum öll
varðveita minninguna um einstakan
mann.
Birna og Viðar.
Friðfinnur mágur minn er fallinn
fyrir skæðu krabbameini á besta
aldri. Það er erfitt að sætta sig við
þessa staðreynd lífsins sem dauðinn
er, en það er huggun harmi gegn að
minnast þess sem Friðfinnur var
okkur sem þekktum hann.
Við sjáum hvert okkar hlið á
samferðamönnum okkar. Í mínum
huga var Friðfinnur eljusamur
dugnaðarmaður. Hann var mjög
meðvitaður um að ekki er stólandi á
að allt hið góða í lífinu fáist á silf-
urfati án fyrirhafnar. Hann vann í
málunum og leysti það sem hann
tók að sér þannig að af bar. Jafn-
framt var hann jákvæður að eðl-
isfari og sá það góða í fari annarra
frekar en að dvelja við það sem
miður fór. Lífsstarf Friðfinns var
árangursríkt sem þakka má eðl-
islægum dugnaði og ósérhlífni
ásamt glöggskyggni og varfærni í
fjármálum. Hann var ráðdeildar-
maður, en jafnframt örlátur og
kunni að njóta lífsins ávaxta.
Í seinni tíð hafa samskipti okkar,
utan fjölskyldusamkomna, helst
verið á golfvellinum. Þar komu allir
hans frábæru eiginleikar fram.
Eljusemin og þá ekki síður sjálf-
stjórnin sem hann sýndi við æfing-
ar og leik var tilefni aðdáunar með-
spilaranna. Það eru til margar
góðar reglur um hvernig bera skal
sig að við golfiðkun og allir golfarar
reyna sitt besta til að fara eftir
þeim, en Friðfinnur sló aldrei af.
Hann var keppnismaður en þó ein-
ungis þannig að hann vildi standa
sig sem best en alls ekki að öðrum
gengi illa. Hann var ávallt reiðubú-
inn að leiðbeina, þó varð maður að
fara fram á það, því það er óleyfi-
legt samkvæmt reglum leiksins að
gefa leiðbeiningar sem ekki hefur
verið farið fram á. Hann var einnig
óspar á hrós ef maður slysaðist til
að gera eitthvað þokkalega, eða
allavega að sýna framför. Hann
hvatti mann til að gera betur og
benti á það sem betur mátti fara,
enda vinur sá er til vamms segir.
Ekki var hægt að hugsa sér betri
félaga á vellinum.
Það er erfitt að sjá á eftir góðum
dreng alltof fljótt. Hann átti að eiga
langt og ánægjulegt líf fyrir hönd-
um, en ekki dugar að deila við dóm-
arann. Við samferðamenn Friðfinns
söknum vinar og félaga, en missir
Þórunnar systur minnar og afkom-
endanna er mestur og hugurinn er
hjá þeim. Blessuð sé minning Frið-
finns Kristjánssonar.
Sveinn Ingi Ólafsson.
Á tímum ljóss og friðar þegar
eftirvæntingin liggur í loftinu ber
skugga á hjá sumum. Hjá mér
hvíldi skuggi yfir jólunum vegna
andláts náins frænda míns, Sissa
frænda eins og ég kallaði hann allt-
af. Sissi frændi lést að morgni 27.
desember eftir hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm. Hetjulega segi
ég því aldrei var bilbug á honum að
finna allan þann tíma sem baráttan
stóð yfir. Þannig var einmitt Sissi
frændi.
Margar minningar leita á hugann
og allar eru þær góðar. Sissi var 16
ára gamall þegar ég kom í heiminn
og þá strax tókst með okkur náið
samband, að mig minnir. Ég man
eftir þeim frændum, Sissa, Kidda
bróður og Helga frænda, úti í bíl-
skúr að dást að bílunum sínum,
bónandi þá og hreinsandi með tann-
burstum. Sissi var náttúrlega mesti
töffarinn og átti flottasta bílinn,
rauðan Mustang. Hann var mikill
heimilisvinur meðan ég ólst upp og
alltaf var stutt í stríðnina. Hann var
óspar á að segja mér sögur frá
ferðalögunum sem við fórum í sam-
an og ein var í sérstöku uppáhaldi.
Hún var á þá leið að þegar ég var
lítil prinsessa þá vorum við fjöl-
skyldan að ferðast saman á Skód-
anum hans pabba og Sissi var með.
Svo þurfti sú litla að kúka og neit-
aði algerlega að gera það úti, enda
mikil frekjudós. Hún fékk því að
fara á koppinn inni í bílnum og
fnykurinn hékk í honum allan dag-
inn öllum til mikillar armæðu. Auð-
vitað gerði hann stólpagrín að
þessu öllu því þannig var jú Sissi
frændi.
Sissi var mikill fagurkeri og
dugnaðarforkur og ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að vinna hjá hon-
um í Blómastofu Friðfinns um helg-
ar. Hann kenndi mér ótrúlega
margt og alltaf var hann til í að
kasta mér út í djúpu laugina. Hann
kenndi mér að gera alvöru skreyt-
ingar og nýta allt eins og best varð
á kosið því þannig var hann. Þess
vegna farnaðist honum vel í lífinu.
Hann eignaðist yndislega konu og
yndislegar dætur. Hjónaband
þeirra Sissa og Þórunnar hef ég
alltaf tekið mér til fyrirmyndar
enda voru þau yndislega samheldin
hjón.
Nú birtir í lofti og þótt skugga
beri á verður minning elsku Sissa
frænda alltaf ljósgeisli í mínu lífi.
Elsku Þórunn og fjölskylda, Guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
Anna Birgitta Bóasdóttir.
Vinur okkar í tæp 50 ár er nú lát-
inn. Við kynntumst Friðfinni fyrst á
skíðum í skíðaskála ÍK í Skálafelli.
Upp frá því höfum við verið vinir
þar sem aldrei bar skugga á vinátt-
una.
Friðfinnur fór ungur að vinna
fyrir sér. Fljótlega hóf hann stöf í
gróðrarstöðinni Alaska þar sem
grunnur var lagður að framtíðar-
starfi Friðfinns sem blómaskreyt-
ingar- og verslunarmanns. Til þess
að mennta sig frekar fór Friðfinnur
í nám bæði til Þýskalands og Eng-
lands þar sem hann lærði blóma-
skreytingar. Hann var verslunar-
maður af bestu gerð og hafði ávallt
hag viðskiptavina sinna í huga.
Friðfinnur var kurteis að eðlis-
fari, þægilegur maður í umgengni
með létta lund. Tók þátt í allri um-
ræðu, þar sem hann var alltaf tilbú-
inn að hlusta á skoðanir annara án
þess að troða sínum skoðunum upp
á aðra. Hann hafði mikið jafnaðar-
geð og man ég ekki eftir að hafa
séð hann missa stjórn á skapi sínu.
Friðfinnur var maður spengileg-
ur vexti enda hugsaði hann vel um
líkama sinn og heilsu. Stundaði
leikfimi frá unga aldri og sló ekki
slöku við, hann var einnig skíða-
maður góður og áhugamaður um
knattspyrnu. Fyrir nokkrum árum
fórum við félagarnir að stunda golf.
Fékk hann mikinn áhuga á golf-
íþróttinni og náði fljótt góðum ár-
angri í henni, þar kom í ljós að
Friðfinnur var mikill keppnismað-
ur. Þá hafði hann gaman af lax- og
rjúpnaveiði og fórum við margar
ferðir saman til veiða ásamt vinum.
Bera fór á veikindum Friðfinns
fyrir tæpu ári, allan tímann sem
hann var að glíma við sjúkdóminn
gerði hann svo lítið úr veikindum
sínum að maður nánast gleymdi að
hann átti í mikilli baráttu. Þrátt
fyrir veikindi sín dró hann sig ekki
í hlé og stundaði áhugamál sín af
krafti ásamt félagslífinu með vin-
um. Friðfinnur vissi að veikindin
voru eitthvað sem hann fengi ekki
breytt, en tók á þeim með karl-
mennsku og tillitssemi við vini og
vandamenn.
Friðfinnur og Þórunn voru mjög
samhent hjón og ákveðin í að njóta
lífsins. Áttu sumarbústað og hús á
Spáni þar sem þau dvöldu löngum.
Þau áttu stóran vinahóp, þar á
meðal vini sem þau hafa ferðast
með á hverju ári og hafa ferðir í
Þórsmörk orðið nokkurs konar tákn
fyrir hópinn. Friðfinns verður nú
sárt saknað í þeim hópi.
Höfum við hjónin farið margar
ferðir utan með þeim hjónum jafnt
að vetri til og sumri og hafa þær
ferðir verið okkur til mikillar
ánægju. Þá höfum við dvalið nokkr-
um sinnum hjá þeim Friðfinni og
Þórunni í sumarhúsinu þeirra á
Spáni svo og sumarbústað og þar
hefur manni ávallt liðið eins og
heima hjá sér.
Að eiga góðan vin til margra ára
getur orðið til þess að maður líti á
það sem sjálfsagðan hlut. Þegar
vinurinn fellur frá verður manni
ljóst að það er ekki sjálfgefið að
eiga góðan vin og maður áttar sig á
hve mikinn þátt hann hefur átt í lífi
manns og hve mikið maður hefur
misst.
Um leið og við kveðjum Friðfinn
viljum við þakka fyrir öll árin sem
við áttum saman og allar þær góðu
minningar sem munu ylja okkur á
komandi árum. Nú söknum við vin-
ar í stað. Blessuð sé minning Frið-
finns Kristjánssonar.
Guðný og Hinrik.
Í dag, 8. janúar, kveðjum við góð-
an vin og nágranna, Friðfinn Krist-
jánsson, sem lést eftir langvarandi
veikindi.
Fyrstu kynni okkar hjóna af
Friðfinni og hans góðu konu Þór-
unni voru þegar þau keyptu neðri
hæðina á Flókagötu 63, þar sem við
bjuggum á efri hæð. Það er mikið
lán að fá svo góða nágranna í litlu
sambýli enda sýndi það sig þegar
árin liðu að þetta urðu ekki síður
vinir okkar en nágrannar.
Það var oft glatt á hjalla þegar
við tókum til hendinni við að laga til
á lóðinni eða þegar þurfti að mála
húsið og var unnið saman í þessu
eins og um eina fjölskyldu væri að
ræða og svo jafnan sest niður og
fengið sér kaffi saman í pásunum
heima hjá öðrum hvorum eða grill-
að saman í restina. Þetta voru ljúfir
dagar sem seint gleymast og við
þökkum fyrir að hafa átt.
Á þessum tíma ráku Friðfinnur
og Þórunn verslun sína, Blómastofu
Friðfinns, af miklum myndugleika
ásamt góðri aðstoð frá dætrum sín-
um. Það var nú ekki verra að vera
með mann sem var sérfræðingur í
blómum og skreytingum í garð-
ræktinni á Flókagötu og lærðum
við margt af honum. Seinna seldu
þau þennan rekstur og nutu þess að
ferðast meira en þau höfðu áður
gert bæði hérlendis og erlendis.
Þau áttu stóran og góðan stelpu-
hóp ásamt tengdasonum og barna-
börnum sem þau nutu að eyða tíma
með, það er gott til þess að hugsa
að Þórunn á góða að nú á þessari
erfiðu stundu.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með Friðfinni fara í gegnum þann
tíma sem hann var veikur þar sem
hann tók þessu öllu með stakri ró
og bjartsýni á betri heilsu, hann
sannaði það enn og aftur, að við
eigum að njóta dagsins sem er, því
enginn okkar á morgundaginn vís-
an.
Friðfinnur var góður golfari og
náði hann að bæta forgjöf sína eftir
að hann veiktist sem segir allt um
einbeitinguna og viljann sem hann
bjó yfir hvað sem á bjátaði. Hér er
farinn góður drengur sem við mun-
um öll sakna sem urðum honum
samferða um lengri eða skemmri
tíma.
Elsku Þórunn og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar einlægu sam-
úð.
Ragnhildur og Guðmundur.
Fallinn er frá kær vinur okkar
sem nú er kvaddur með söknuði.
TBK er félagsskapur nokkurra
vaskra kvenna sem fyrir hartnær
aldarfjórðungi ákváðu að koma
saman í líkamsrækt og gera fleira
skemmtilegt. Fyrst í stað var þetta
hreinn kvennaklúbbur en síðar
bættust makarnir við og saman höf-
um við átt ótal góðar stundir.
Síðustu 12 árin hefur hópurinn
farið í 4-7 daga gönguferðir á
hverju sumri, bæði innanlands og
utan, en jafnframt eru sköpuð til-
efni til að hittast og eiga góðar
stundir þess á milli. Þessar ferðir
hafa alltaf tekist frábærlega vel og
tilhlökkun mikil til þeirrar næstu,
enda hópurinn einstaklega sam-
stilltur og skemmtilegur. Í þessum
ferðum höfum við kynnst mörgum
náttúruperlum Íslands.
Friðfinnur átti stóran þátt í því
hve vel hefur tekist að stilla saman
svo marga ólíka strengi að úr hefur
orðið einn tær samhljómur. Hann
var manna glaðastur og skemmti-
legastur og hlátur hans var afar
smitandi. Hann var oftar en ekki
fyrstur til ef taka þurfti til hend-
inni, eins og t.d. að draga og ýta
stóra farangursvagninum í Horn-
víkinni. Hann var líka betur á sig
kominn líkamlega en flestir hinir,
tágrannur og léttur á fæti og gat
hlaupið upp fjallshlíðar sem margir
aðrir þurftu að taka í áföngum.
Einmitt fyrir það hvað Friðfinnur
var hraustur, í góðu formi og ein-
beittur, voru miklar vonir bundnar
við það að honum tækist að sigrast
á því alvarlega krabbameini sem á
hann lagðist, öllum til skelfingar.
Og víst var barátta hans hetjuleg.
Það var með fádæmum hve vel
hann stóðst allar þær meðferðir
sem hann gekk í gegnum og hve lif-
andi hann lifði lífinu meðan á þessu
mikla stríði stóð. Hann var alltaf
jafn glaður og jákvæður á manna-
mótum, lék golf af kappi með góð-
um árangri, lækkaði í forgjöf og fór
meira að segja holu í höggi. Í öllu
þessu naut hann Þórunnar, konu
sinnar, sem stóð með honum í
gegnum þykkt og þunnt eins og
alltaf. Hjónaband þeirra var frá
fyrstu tíð ákaflega farsælt og sam-
heldnin slík að allir tóku eftir. Má
segja að þau hafi haldist í hendur í
öllu sem þau gerðu í starfi og leik.
Þau nutu mikils barnaláns og áttu
falleg heimili þar sem gott var að
koma og njóta gestrisni sem var
þeim báðum í blóð borin.
Friðfinnur var harðduglegur,
traustur og áreiðanlegur, enda átti
hann, auk hamingjuríks fjölskyldu-
lífs, góðri veraldlegri velgengni að
fagna í lífinu sem alltof snemma var
frá honum tekið. Hann skilur eftir
sig stórt skarð í hinum samhenta
hópi TBK vina en um leið og hann
er sárt syrgður leita á hugann fjöl-
margar minningar um góðan dreng
og ánægjulegar samverustundir.
Minningar frá gönguferðinni sem
Þórunn og Friðfinnur skipulögðu
fyrir hópinn til Spánar í fallega
húsið þeirra þar; minningar um all-
ar fallegu skreytingarnar sem þau
settu saman við ýmis tækifæri úr
blómum og hvers konar gróðri sem
tiltækur var á hverjum stað; minn-
ingar um dillandi hlátur hans; já, og
svo margt og margt.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Þórunni okkar og alla fjölskylduna í
þeirra miklu sorg og kveðjum góð-
an vin að ferðalokum.
F.h. TBK-hópsins
Ragna María.
Friðfinnur
Kristjánsson